Lífið

Björn Bragi nakinn á FM957 í dag

Björn Bragi og Nilli hafa tekið upp á ýmsu í Týndu kynslóðinni í vetur.
Björn Bragi og Nilli hafa tekið upp á ýmsu í Týndu kynslóðinni í vetur.
„Ég er búinn að tapa þó nokkrum veðmálum í vetur. Það var kominn tími á mig að vinna eitt og fá að refsa Birni Braga," segir sjónvarpsmaðurinn Nilli úr Týndu kynslóðinni.

Nilli hefur verið í líkamsræktarátaki undanfarnar vikur og eru þeir Björn Bragi, stjórnandi þáttarins, með þrjú veðmál í gangi fyrir lokaþáttinn sem er á föstudaginn. Hvort Nilla takist að gera upphýfingu, hvort hann nái að bæta sig um helming í ákveðinni Crossfit-æfingu og hvort hann verði kominn undir 88 kíló í þyngd.

„Eins og góður maður sagði þá er vilji allt sem þarf," segir Nilli sem hefur greinilega unnið eitt veðmálanna því Björn Bragi neyðist til að vera nakinn þegar hann stýrir útvarpsþætinum FM95BLÖ á FM í dag í fjarveru Auðuns Blöndal sem er erlendis.

„Björn er alltaf svo vel til hafður og ég hugsaði með mér að það væri gaman að láta hann stjórna einni útsendingu eins og Guð skapaði hann," segir Nilli léttur. Hjörvar Hafliðason stýrir útvarpsþættinum með Birni Braga í dag en engum sögum fer af því hvort hann verði nakinn líka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.