Hvers virði eru tengingar? Geta allir unnið? Magnús Bjarnason skrifar 26. apríl 2012 06:00 New York borg ákvað árið 1810 að leggja Erie skipaskurðinn frá landamærum Kanada til Hudson fljótsins. Skurðurinn opnaði árið 1825 og um leið aðgengi að kolum sem voru betri og ódýrari orkugjafi en borgin hafði áður kynnst. Skurðurinn markaði upphaf mikillar uppbyggingar og Stóra eplið byrjaði að líkjast því sem við þekkjum í dag. Lestarteinar voru lagðir, yfir 2.000 brýr byggðar og flugvöllum fundinn staður. Grand Central lestarstöðin opnaði árið 1871 og er í dag miðstöð samgangna þar sem milljónir farþega ferðast daglega til og frá Manhattan-eyju. Allt eru þetta dæmi um tengingar sem skilað hafa fjárhagslegum arði og áhrifum langt umfram það sem nokkur sá fyrir þegar ákvarðanir voru teknar. Á Íslandi má nefna lagningu símastrengs til Seyðisfjarðar árið 1906, stofnun Eimskipafélagsins árið 1914, byggingu flugvalla í seinni heimsstyrjöldinni og opnun Hvalfjarðarganga árið 1996 sem dæmi um tengingar sem hafa skilað arði og áhrifum umfram væntingar. Ferskur fiskur fer á hverjum degi frá Íslandi til New York og skapar þeim arð sem veiða, vinna, flytja og selja svo ekki sé minnst á þá sem borða íslenska bleikju eða þorsk á Avra veitingastaðnum á 48. stræti í New York. Þetta sáu herforingjar í bandaríska hernum ekki fyrir þegar Keflavíkurflugvöllur var byggður né heldur sáu þeir fyrir þá mörg hundruð þúsund ferðamenn sem sækja Ísland heim árlega eða þær mörgu milljónir flugfarþega sem sækja á hverju ári tengiflug um Keflavíkurflugvöll. Saman myndar þetta grundvöll ferðaþjónustu og alþjóðlegrar flugstarfsemi sem veltir árlega hundruðum milljarða, skapar fjárfestum arð og Íslendingum þúsundir starfa.Rafstrengur sem tengir Ísland við evrópskt raforkukerfi hefur í áratugi verið í skoðun. Slíkur strengur hefur í nokkurn tíma verið talinn tæknilega mögulegur en þó hefur vantað nokkuð upp á að hann standi fjárhagslega undir sér. Vísbendingar eru um að það hafi breyst á undanförnum árum. Aukin spurn eftir endurnýjanlegri orku, 2020 markmið Evrópusambandsins, hátt raforkuverð og spár um frekari hækkanir auk almennra tækniframfara hafa í dag gjörbreytt forsendum fyrir lagningu rafstrengs frá Íslandi og gert hana að áhugaverðu og mjög líklega arðsömu viðskiptatækifæri sem skilar aukinni þekkingu og fjölbreyttari störfum í endurnýjanlegum orkuiðnaði. Almennt skila tengingar verðmætum, og gildir þá einu hvort um er að ræða samgöngubætur, verslunarsambönd eða samtengingu áður aðskilinna raforkukerfa. Á Íslandi er unnin meiri raforka en nokkurs staðar í heiminum ef tekið er tillit til þess hve fáir Íslendingar eru. Af þeim sökum er iðngreinin mikilvægari íslensku efnahagslífi heldur en þekkist hjá öðrum þjóðum. Í dag er megnið af raforku sem hér er unnin selt til stöndugra og góðra iðnfyrirtækja en því er ekki hægt að neita að hérlendir kaupendur raforku eru einsleitir. Áhættudreifingu íslenskra raforkuvinnslufyrirtækja er því ábótavant og aðgengi að fjölbreyttum mörkuðum austan Atlantsála væri góð viðbót við núverandi markað. Þegar er komin þó nokkur reynsla af rekstri slíkra rafstrengja eins og ætti við í tilfelli Íslands og má þar nefna tengingar Noregs við nágrannaþjóðir sunnar í Evrópu. Þrátt fyrir síauknar tengingar og framtíðaráætlanir um enn frekari tengingar býr iðnaður í Noregi við gott viðskiptaumhverfi. Allir geta unnið. Öflug uppbygging iðnaðar á Íslandi samhliða áþreifanlegri tengingu við evrópskt raforkukerfi treystir orkuöryggi landsins, bætir nýtingu náttúruauðlinda og eykur arðsemi íslenskrar raforkuvinnslu og raforkuflutnings. Saman skilar þetta sér í bættri þjónustu við almenning og iðnfyrirtæki á Íslandi. Ávinningur Evrópu af tengingu er aukið og stýranlegt framboð af umhverfisvænni og áreiðanlegri orku frá Íslandi. Við þetta bætist að áþreifanleg tenging Íslands við evrópskt raforkukerfi hefði án efa í för með sér jákvæð hliðaráhrif sem erfitt er að sjá fyrir eins og dæmin sanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Sjá meira
New York borg ákvað árið 1810 að leggja Erie skipaskurðinn frá landamærum Kanada til Hudson fljótsins. Skurðurinn opnaði árið 1825 og um leið aðgengi að kolum sem voru betri og ódýrari orkugjafi en borgin hafði áður kynnst. Skurðurinn markaði upphaf mikillar uppbyggingar og Stóra eplið byrjaði að líkjast því sem við þekkjum í dag. Lestarteinar voru lagðir, yfir 2.000 brýr byggðar og flugvöllum fundinn staður. Grand Central lestarstöðin opnaði árið 1871 og er í dag miðstöð samgangna þar sem milljónir farþega ferðast daglega til og frá Manhattan-eyju. Allt eru þetta dæmi um tengingar sem skilað hafa fjárhagslegum arði og áhrifum langt umfram það sem nokkur sá fyrir þegar ákvarðanir voru teknar. Á Íslandi má nefna lagningu símastrengs til Seyðisfjarðar árið 1906, stofnun Eimskipafélagsins árið 1914, byggingu flugvalla í seinni heimsstyrjöldinni og opnun Hvalfjarðarganga árið 1996 sem dæmi um tengingar sem hafa skilað arði og áhrifum umfram væntingar. Ferskur fiskur fer á hverjum degi frá Íslandi til New York og skapar þeim arð sem veiða, vinna, flytja og selja svo ekki sé minnst á þá sem borða íslenska bleikju eða þorsk á Avra veitingastaðnum á 48. stræti í New York. Þetta sáu herforingjar í bandaríska hernum ekki fyrir þegar Keflavíkurflugvöllur var byggður né heldur sáu þeir fyrir þá mörg hundruð þúsund ferðamenn sem sækja Ísland heim árlega eða þær mörgu milljónir flugfarþega sem sækja á hverju ári tengiflug um Keflavíkurflugvöll. Saman myndar þetta grundvöll ferðaþjónustu og alþjóðlegrar flugstarfsemi sem veltir árlega hundruðum milljarða, skapar fjárfestum arð og Íslendingum þúsundir starfa.Rafstrengur sem tengir Ísland við evrópskt raforkukerfi hefur í áratugi verið í skoðun. Slíkur strengur hefur í nokkurn tíma verið talinn tæknilega mögulegur en þó hefur vantað nokkuð upp á að hann standi fjárhagslega undir sér. Vísbendingar eru um að það hafi breyst á undanförnum árum. Aukin spurn eftir endurnýjanlegri orku, 2020 markmið Evrópusambandsins, hátt raforkuverð og spár um frekari hækkanir auk almennra tækniframfara hafa í dag gjörbreytt forsendum fyrir lagningu rafstrengs frá Íslandi og gert hana að áhugaverðu og mjög líklega arðsömu viðskiptatækifæri sem skilar aukinni þekkingu og fjölbreyttari störfum í endurnýjanlegum orkuiðnaði. Almennt skila tengingar verðmætum, og gildir þá einu hvort um er að ræða samgöngubætur, verslunarsambönd eða samtengingu áður aðskilinna raforkukerfa. Á Íslandi er unnin meiri raforka en nokkurs staðar í heiminum ef tekið er tillit til þess hve fáir Íslendingar eru. Af þeim sökum er iðngreinin mikilvægari íslensku efnahagslífi heldur en þekkist hjá öðrum þjóðum. Í dag er megnið af raforku sem hér er unnin selt til stöndugra og góðra iðnfyrirtækja en því er ekki hægt að neita að hérlendir kaupendur raforku eru einsleitir. Áhættudreifingu íslenskra raforkuvinnslufyrirtækja er því ábótavant og aðgengi að fjölbreyttum mörkuðum austan Atlantsála væri góð viðbót við núverandi markað. Þegar er komin þó nokkur reynsla af rekstri slíkra rafstrengja eins og ætti við í tilfelli Íslands og má þar nefna tengingar Noregs við nágrannaþjóðir sunnar í Evrópu. Þrátt fyrir síauknar tengingar og framtíðaráætlanir um enn frekari tengingar býr iðnaður í Noregi við gott viðskiptaumhverfi. Allir geta unnið. Öflug uppbygging iðnaðar á Íslandi samhliða áþreifanlegri tengingu við evrópskt raforkukerfi treystir orkuöryggi landsins, bætir nýtingu náttúruauðlinda og eykur arðsemi íslenskrar raforkuvinnslu og raforkuflutnings. Saman skilar þetta sér í bættri þjónustu við almenning og iðnfyrirtæki á Íslandi. Ávinningur Evrópu af tengingu er aukið og stýranlegt framboð af umhverfisvænni og áreiðanlegri orku frá Íslandi. Við þetta bætist að áþreifanleg tenging Íslands við evrópskt raforkukerfi hefði án efa í för með sér jákvæð hliðaráhrif sem erfitt er að sjá fyrir eins og dæmin sanna.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar