Innlent

Segja ekki hafa verið rétt gefið í upphafi

á Hvanneyri Ráðuneytið kveðst hafa viljað fella niður eldri skuldir Landbúnaðarháskóla Íslands.Fréttablaðið/GVA
á Hvanneyri Ráðuneytið kveðst hafa viljað fella niður eldri skuldir Landbúnaðarháskóla Íslands.Fréttablaðið/GVA
Stjórnendur Landbúnaðarháskólans segja þungbært að ekki hafi tekist að reka hann innan fjárheimilda og gera reksturinn sjálfbæran til lengri tíma.

„Ástæðurnar eru okkur mjög ljóslega þær að í upphafi var ekki rétt gefið og stofnunin hefur ekki fengið þann stuðning sem hún hefur þurft," segir í viðbrögðum sem skólinn sendi frá sér í gær vegna athugasemda Ríkisendurskoðunar í skýrslu til Alþingis sem birt var á þriðjudag.

Bent er á að heimanmundur skólans við stofnun hafi verið 115 milljóna króna halli frá árinu 2004, frá þeim stofnunum sem runnu saman og mynduðu skólann. Heildarskuldir skólans nema nú 739 milljónum króna. Þar af skuldar skólinn ríkinu um 695 milljónir. Í viðbrögðum mennta- og menningarráðuneytisins í skýrslu Ríkisendurskoðunar er tekið undir sjónarmið skólans og segir ráðuneytið mál metin á þann hátt að óraunhæft sé að krefja skólann um endurgreiðslu skuldarinnar við ríkissjóð á meðan hagræðingaraðgerðir ganga yfir.

Í svörum skólans er líka hafnað efasemdum um heimtur á skuldabréfaeign skólans vegna sölu hans árið 2009 á hlut sínum í ORF líftækni.

„Umrædd skuldabréf eru á gjalddaga síðar á þessu ári og væntir skólinn þess að allri óvissu um verðgildi þeirra verði eytt innan ársins með því að þau verði greidd upp."- óká




Fleiri fréttir

Sjá meira


×