Viðskipti erlent

Kamprad gefur milljarða króna

ingvar kamprad
ingvar kamprad
Ingvar Kamprad, stofnandi IKEA, vill að velgjörðarsjóður fyrirtækisins verði meðal þeirra stærstu í heimi. Markmiðið er að taka þátt í að hjálpa hundrað milljónum barna til ársins 2015, hefur Dagens Industri eftir Per Heggenes, framkvæmdastjóra sjóðsins.

Kamprad, sem talinn er meðal ríkustu manna heims, hefur verið gagnrýndur fyrir lítil framlög til góðgerðarmála.

Í fyrra var veitt 580 milljónum sænskra króna úr velgjörðarsjóði IKEA og var það 44 prósenta aukning frá árinu áður. Markmiðið er að veita nær einum milljarði sænskra króna úr sjóðnum í ár.- ibs






Fleiri fréttir

Sjá meira


×