Lífið

Lady Gaga í fjölmiðlabann

Lady Gaga er orðin þreytt á fjölmiðlum og ætlar að fara í sjálfskipað fjölmiðlabann.
Lady Gaga er orðin þreytt á fjölmiðlum og ætlar að fara í sjálfskipað fjölmiðlabann.
Söngkonan skrautlega Lady Gaga er orðin þreytt á fjölmiðlum og ætlar að hunsa þá á næstunni. Eftir að sjónvarpsviðtal sem Oprah Winfrey tók við hana verður sýnt ætlar hún hætta að tala við fjölmiðla.

„Fyrir utan þetta viðtal ætla ég ekki að tala við neinn í langan tíma. Engin blöð og ekkert sjónvarp. Ef mamma hringir og ætlar að segja mér frá einhverju sem hún frétti ætla ég ekki að hlusta," sagði Gaga í viðtalinu við Winfrey. Hún segist einnig vera hætt að lesa neikvæðar fréttir um sig. Gaga gaf á síðasta ári út plötuna Born This Way en hefur haft hægt um sig í byrjun þessa árs.

Stutt er síðan Gaga reiddist yfir áætlunum um að gera kvikmynd byggða á lífi hennar. Hún óttast að í myndinni, sem heitir Fame Monster: The Lady Gaga Story, verði hún túlkuð sem óörugg manneskja með mikla þörf fyrir umhyggju.


Tengdar fréttir

Á sviði með Springsteen

Bruce Springsteen og hljómsveitin Arcade Fire stigu á svið saman á tónlistarhátíðinni South By Southwest í Texas.

Krabbamein eykst

Krabbamein í munni hefur aukist í Bretlandi að undanförnu. Á þessu ári hafa 6.200 manns greinst með meinið og eru tveir þriðjungar af því karlmenn samkvæmt tölum frá rannsóknarstöð krabbameins í Bretlandi. Til samanburðar greindust 4.400 manns með meinið fyrir áratug síðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.