Tætum og tryllum Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 21. febrúar 2012 08:00 Bíó. Safe House. Leikstjórn: Daniel Espinosa. Leikarar: Denzel Washington, Ryan Reynolds, Vera Farmiga, Brendan Gleeson, Sam Shepard, Robert Patrick, Nora Arnezeder. Tobin Frost, alræmdur bandarískur gagnnjósnari, gengur inn í bandaríska sendiráðið í Höfðaborg og gefur sig fram. Hann er færður til yfirheyrslu í athvarfshúsi á vegum CIA, en það er lágt settur leyniþjónustumaður að nafni Matt Weston sem gætir hússins. Eftir mannskæða árás byssumanna á húsið nær Weston að sleppa með fangann í farangursrými bifreiðar, en það reynist hægara sagt en gert að gæta fangans um leið og skotglaðir ribbaldar herja á tvíeykið. Það fer lítið fyrir frumleikanum í þessum annars ágæta spennutrylli. Washington hefur nærveru á við tvo og kemur það sér ágætlega þar sem Reynolds er litlaus þumbi. Myndin fer kröftuglega af stað en undir miðbik fer að halla eilítið undan fæti og kunnuglegar klisjurnar hrannast upp. Leikstjórinn sér þó til þess að engum leiðist, og er það almennur ærslagangur sem heldur myndinni á floti til enda. En þessi sami ærslagangur er stundum á mörkum hins yfirgengilega. Hávaðinn í Safe House er mikill, ofbeldið óvenju hrottalegt og krónískur hristingur virðist hrjá kvikmyndatökumanninn. Ef til vill ber ég í bakkafullan lækinn þegar ég kvarta undan því, en enn þá hef ég ekki hitt eina einustu manneskju sem hefur gaman af þessum tökustíl. Washington og félagar ná þrátt fyrir allt saman og skila af sér ágætum hasar. Niðurstaða: Mundu eftir eyrnatöppunum. Og sjóveikispillunum. Lífið Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Bíó. Safe House. Leikstjórn: Daniel Espinosa. Leikarar: Denzel Washington, Ryan Reynolds, Vera Farmiga, Brendan Gleeson, Sam Shepard, Robert Patrick, Nora Arnezeder. Tobin Frost, alræmdur bandarískur gagnnjósnari, gengur inn í bandaríska sendiráðið í Höfðaborg og gefur sig fram. Hann er færður til yfirheyrslu í athvarfshúsi á vegum CIA, en það er lágt settur leyniþjónustumaður að nafni Matt Weston sem gætir hússins. Eftir mannskæða árás byssumanna á húsið nær Weston að sleppa með fangann í farangursrými bifreiðar, en það reynist hægara sagt en gert að gæta fangans um leið og skotglaðir ribbaldar herja á tvíeykið. Það fer lítið fyrir frumleikanum í þessum annars ágæta spennutrylli. Washington hefur nærveru á við tvo og kemur það sér ágætlega þar sem Reynolds er litlaus þumbi. Myndin fer kröftuglega af stað en undir miðbik fer að halla eilítið undan fæti og kunnuglegar klisjurnar hrannast upp. Leikstjórinn sér þó til þess að engum leiðist, og er það almennur ærslagangur sem heldur myndinni á floti til enda. En þessi sami ærslagangur er stundum á mörkum hins yfirgengilega. Hávaðinn í Safe House er mikill, ofbeldið óvenju hrottalegt og krónískur hristingur virðist hrjá kvikmyndatökumanninn. Ef til vill ber ég í bakkafullan lækinn þegar ég kvarta undan því, en enn þá hef ég ekki hitt eina einustu manneskju sem hefur gaman af þessum tökustíl. Washington og félagar ná þrátt fyrir allt saman og skila af sér ágætum hasar. Niðurstaða: Mundu eftir eyrnatöppunum. Og sjóveikispillunum.
Lífið Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira