Nýr spítali – já takk! 21. febrúar 2012 06:00 Á undanförnum dögum og vikum hefur töluvert verið rætt og ritað um nýjan Landspítala við Hringbraut. Eins og við er að búast eru ekki allir einhuga um þetta verkefni og steytir þar á ýmsu s.s. fjármögnun, staðsetningu, umferð, aðgengi, bílastæðum og skipulagi byggðar í borginni. Það er mikilvægt að umræðan sé lífleg og þar séu allir þættir skoðaðir, skeggræddir og til lykta leiddir. Þannig tryggjum við bestu mögulegu útkomu fyrir okkur sjálf, en þjóðin er helsti hagsmunaaðili að nýjum, vel búnum og vel mönnuðum spítala. Staðsetningin er löngu ákveðin og henni verður ekki breytt héðan af, til þess er undirbúningsvinnan komin of langt. Við höfum ekki efni á að byggja ekki nýjan spítala, hann er okkar brýnasta forgangsmál. Núverandi húsakostur er genginn sér til húðar, hann hefur þjónað vel en nú er mál að linni. Sem innlagnastjóri Landspítala í tæp fimm ár fæst ég á hverjum degi við flókin úrlausnarefni sem mörg hver verða mun auðveldari á nýjum spítala. Þar vegur þyngst að þörfin fyrir einbýli með aðgengi að sér salerni hefur snaraukist á örfáum árum. Nú eru aðeins örfá einbýli á hverri legudeild og enn eru í notkun sjúkrastofur fyrir sex einstaklinga. Ástæðurnar fyrir vaxandi þörf fyrir einbýli eru nokkrar og eru þær tíundaðar hér til fróðleiks – listinn er þó ekki tæmandi: 1. Sjúklingar sem koma erlendis frá og hafa verið á sjúkrahúsi þar á síðustu sex mánuðum þurfa einangrun vegna svonefndrar MÓSA varúðar. Í stuttu máli erum við að verjast bakteríum sem eru ónæmar fyrir öllum helstu sýklalyfjum og landlægar á mörgum sjúkrahúsum erlendis. Einangrun er aðeins aflétt ef sýni eru neikvæð, en ræktun getur tekið 2-4 daga. 2. Fjöldi fólks með langvinn heilsufarsvandamál ber í sér bakteríu sem myndar hvata (ESBL) sem brjóta niður lyf í mikilvægasta sýklalyfjaflokknum, en þetta fólk þarf einbýli og sér salerni í hvert sinn sem það leggst inn á sjúkrahús. 3. Nokkur hópur sjúklinga með langvinna sjúkdóma ber í sér ónæma bakteríu sem nefnist VRE, en þeir þurfa einbýli og sér salerni þegar þeir leggjast inn á sjúkrahús. 4. Á hverju ári gengur yfir faraldur svonefndrar Nórósýkingar sem er bráðsmitandi iðrasýking. Hún fer eins og eldur í sinu um sjúkradeildir þar sem fjölbýli eru og fólk deilir salerni. Þeir sem veikjast af Nóró þurfa einbýli og sér salerni á meðan veikindin vara og í a.m.k. 48 tíma eftir að einkenni eru gengin yfir. 5. Inflúensa gengur á hverjum vetri – af mismiklum þunga. Þeir sem leggjast inn og eru grunaðir um inflúensu þurfa einbýli og sér salerni í 48 tíma eftir að gjöf inflúensulyfja hefst. 6. Upp geta komið faraldrar smitsjúkdóma sem krefjast einangrunar sjúklinga á einbýli með sér salerni s.s. svínainflúensa og mislingar. 7. Sjúklingum sem fá sýklalyf er hætt við að fá iðrasýkingu sem nefnist CDTA. Þeir þurfa einbýli og sér salerni á meðan hún gengur yfir. 8. Ónæmisbældir einstaklingar, t.d. líffæraþegar og fólk í þungum lyfjameðferðum vegna blóðsjúkdóma, þurfa að vera í svonefndri varnareinangrun á einbýli með sér salerni, stundum í margar vikur. 9. Sjúklingar sem eru mjög mikið veikir og/eða deyjandi þurfa einbýli. 10. Veik börn þurfa í flestum tilfellum einbýli. 11. Sjúklingar með bráðarugl og atferlistruflanir þurfa einbýli. 12. Sjúklingar með alvarlega geðsjúkdóma þurfa oftast einbýli. Listinn er lengri og í rauninni er það þannig að langflestir þeirra sem þurfa að dvelja á sjúkrahúsi nú á tímum þurfa á einbýli að halda. Af þessu má glögglega sjá að skipulag þeirra sjúkradeilda sem Landspítalinn hefur yfir að ráða er ófullnægjandi nú á árinu 2012. Á nútíma sjúkrahúsi þurfa allar sjúkrastofur að vera einbýli með salerni. Þar ráða sýkingavarnasjónarmið og sú staðreynd að nú á dögum liggur fólk ekki á spítala nema það þurfi sérhæfða sjúkrahúsþjónustu og geti sjúkdómsins/aðgerðarinnar eða færni sinnar vegna ekki verið heima. Á nýja spítalanum mun aðstaðan uppfylla þessar kröfur og þar verður hægt að veita mun betri og öruggari þjónustu en nú er mögulegt. Starfsfólk Landspítala leggur sig alltaf í líma við að veita eins góða þjónustu og mögulegt er en húsnæðið, tækjabúnaðurinn og önnur aðstaða er takmarkandi þáttur. Þegar sjúklingur sem nauðsynlega þarf einbýli leggst inn á spítalann getur þurft að grípa til flókinna ráðstafana sem fela í sér flutning annarra sjúklinga fram á gang, á aðrar deildir eða jafnvel milli húsa. Undanfarin ár höfum við hvað eftir annað lent í því að þurfa að loka heilu legudeildunum um lengri eða skemmri tíma vegna sýkinga. Slíkar uppákomur riðla flóknu og viðkvæmu skipulagi spítalans þar sem hvert púsl þarf að vera á sínum stað til að kerfið virki fyrir sjúklingana og þjónustan sé góð og örugg. Þessar uppákomur kosta ómælda fjármuni, bæði vegna dýrra sýklaræktana, sótthreinsunar, þrifa, frestunar skurðaðgerða og þess að nota þarf mun dýrari sýklalyf en ella. Það verður ekki degi of snemmt að við flytjum í nýjan spítala. Nú þurfum við að snúa bökum saman sem aldrei fyrr og sýna hvað við getum – Landspítali er hornsteinn heilbrigðiskerfisins og öryggisnet þjóðarinnar. Nýr Landspítali er nauðsyn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Á undanförnum dögum og vikum hefur töluvert verið rætt og ritað um nýjan Landspítala við Hringbraut. Eins og við er að búast eru ekki allir einhuga um þetta verkefni og steytir þar á ýmsu s.s. fjármögnun, staðsetningu, umferð, aðgengi, bílastæðum og skipulagi byggðar í borginni. Það er mikilvægt að umræðan sé lífleg og þar séu allir þættir skoðaðir, skeggræddir og til lykta leiddir. Þannig tryggjum við bestu mögulegu útkomu fyrir okkur sjálf, en þjóðin er helsti hagsmunaaðili að nýjum, vel búnum og vel mönnuðum spítala. Staðsetningin er löngu ákveðin og henni verður ekki breytt héðan af, til þess er undirbúningsvinnan komin of langt. Við höfum ekki efni á að byggja ekki nýjan spítala, hann er okkar brýnasta forgangsmál. Núverandi húsakostur er genginn sér til húðar, hann hefur þjónað vel en nú er mál að linni. Sem innlagnastjóri Landspítala í tæp fimm ár fæst ég á hverjum degi við flókin úrlausnarefni sem mörg hver verða mun auðveldari á nýjum spítala. Þar vegur þyngst að þörfin fyrir einbýli með aðgengi að sér salerni hefur snaraukist á örfáum árum. Nú eru aðeins örfá einbýli á hverri legudeild og enn eru í notkun sjúkrastofur fyrir sex einstaklinga. Ástæðurnar fyrir vaxandi þörf fyrir einbýli eru nokkrar og eru þær tíundaðar hér til fróðleiks – listinn er þó ekki tæmandi: 1. Sjúklingar sem koma erlendis frá og hafa verið á sjúkrahúsi þar á síðustu sex mánuðum þurfa einangrun vegna svonefndrar MÓSA varúðar. Í stuttu máli erum við að verjast bakteríum sem eru ónæmar fyrir öllum helstu sýklalyfjum og landlægar á mörgum sjúkrahúsum erlendis. Einangrun er aðeins aflétt ef sýni eru neikvæð, en ræktun getur tekið 2-4 daga. 2. Fjöldi fólks með langvinn heilsufarsvandamál ber í sér bakteríu sem myndar hvata (ESBL) sem brjóta niður lyf í mikilvægasta sýklalyfjaflokknum, en þetta fólk þarf einbýli og sér salerni í hvert sinn sem það leggst inn á sjúkrahús. 3. Nokkur hópur sjúklinga með langvinna sjúkdóma ber í sér ónæma bakteríu sem nefnist VRE, en þeir þurfa einbýli og sér salerni þegar þeir leggjast inn á sjúkrahús. 4. Á hverju ári gengur yfir faraldur svonefndrar Nórósýkingar sem er bráðsmitandi iðrasýking. Hún fer eins og eldur í sinu um sjúkradeildir þar sem fjölbýli eru og fólk deilir salerni. Þeir sem veikjast af Nóró þurfa einbýli og sér salerni á meðan veikindin vara og í a.m.k. 48 tíma eftir að einkenni eru gengin yfir. 5. Inflúensa gengur á hverjum vetri – af mismiklum þunga. Þeir sem leggjast inn og eru grunaðir um inflúensu þurfa einbýli og sér salerni í 48 tíma eftir að gjöf inflúensulyfja hefst. 6. Upp geta komið faraldrar smitsjúkdóma sem krefjast einangrunar sjúklinga á einbýli með sér salerni s.s. svínainflúensa og mislingar. 7. Sjúklingum sem fá sýklalyf er hætt við að fá iðrasýkingu sem nefnist CDTA. Þeir þurfa einbýli og sér salerni á meðan hún gengur yfir. 8. Ónæmisbældir einstaklingar, t.d. líffæraþegar og fólk í þungum lyfjameðferðum vegna blóðsjúkdóma, þurfa að vera í svonefndri varnareinangrun á einbýli með sér salerni, stundum í margar vikur. 9. Sjúklingar sem eru mjög mikið veikir og/eða deyjandi þurfa einbýli. 10. Veik börn þurfa í flestum tilfellum einbýli. 11. Sjúklingar með bráðarugl og atferlistruflanir þurfa einbýli. 12. Sjúklingar með alvarlega geðsjúkdóma þurfa oftast einbýli. Listinn er lengri og í rauninni er það þannig að langflestir þeirra sem þurfa að dvelja á sjúkrahúsi nú á tímum þurfa á einbýli að halda. Af þessu má glögglega sjá að skipulag þeirra sjúkradeilda sem Landspítalinn hefur yfir að ráða er ófullnægjandi nú á árinu 2012. Á nútíma sjúkrahúsi þurfa allar sjúkrastofur að vera einbýli með salerni. Þar ráða sýkingavarnasjónarmið og sú staðreynd að nú á dögum liggur fólk ekki á spítala nema það þurfi sérhæfða sjúkrahúsþjónustu og geti sjúkdómsins/aðgerðarinnar eða færni sinnar vegna ekki verið heima. Á nýja spítalanum mun aðstaðan uppfylla þessar kröfur og þar verður hægt að veita mun betri og öruggari þjónustu en nú er mögulegt. Starfsfólk Landspítala leggur sig alltaf í líma við að veita eins góða þjónustu og mögulegt er en húsnæðið, tækjabúnaðurinn og önnur aðstaða er takmarkandi þáttur. Þegar sjúklingur sem nauðsynlega þarf einbýli leggst inn á spítalann getur þurft að grípa til flókinna ráðstafana sem fela í sér flutning annarra sjúklinga fram á gang, á aðrar deildir eða jafnvel milli húsa. Undanfarin ár höfum við hvað eftir annað lent í því að þurfa að loka heilu legudeildunum um lengri eða skemmri tíma vegna sýkinga. Slíkar uppákomur riðla flóknu og viðkvæmu skipulagi spítalans þar sem hvert púsl þarf að vera á sínum stað til að kerfið virki fyrir sjúklingana og þjónustan sé góð og örugg. Þessar uppákomur kosta ómælda fjármuni, bæði vegna dýrra sýklaræktana, sótthreinsunar, þrifa, frestunar skurðaðgerða og þess að nota þarf mun dýrari sýklalyf en ella. Það verður ekki degi of snemmt að við flytjum í nýjan spítala. Nú þurfum við að snúa bökum saman sem aldrei fyrr og sýna hvað við getum – Landspítali er hornsteinn heilbrigðiskerfisins og öryggisnet þjóðarinnar. Nýr Landspítali er nauðsyn.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun