Bikarmeistarar Keflavíkur mæta Njarðvík í átta liða úrslitum Powerade-bikars karla. Dregið var í karla- og kvennaflokki í dag.
Í karlaflokki verður boðið upp á tvo úrvalsdeildarslagi auk þess sem tvö úrvalsdeildarlið sækja lið úr 1. deild heim. Dráttinn má sjá hér að neðan.
Stjarnan - ÍR
Valur - Snæfell
Reynir Sandgerði - Grindavík
Keflavík - Njarðvík
Leikirnir í karlaflokki fara fram dagana 6.-8. janúar.
Í kvennaflokki á Njarðvík titil að verja en þar sem liðið er fallið úr keppni er ljóst að titillinn mun hverfa úr vörslu félagsins. Ljóst er að lið úr 1. deild kemst í undanúrslit því Hamar og Stjarnan mætast í Hveragerði.
Þór Akureyri - Snæfell
Hamar - Stjarnan
KR - Keflavík
Grindavík - Valur
Leikirnir í kvennaflokki fara fram dagana 11.-13. janúar.
Keflavík tekur á móti Njarðvík | Búið að draga í átta liða úrslit bikarsins
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið

„Getum gengið stoltar frá borði“
Handbolti

Hamrarnir héldu Refunum í fallsæti
Enski boltinn

Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París
Handbolti



Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg
Handbolti

„Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“
Handbolti

Bologna kom til baka gegn AC Milan
Fótbolti

