Bikarmeistarar Keflavíkur mæta Njarðvík í átta liða úrslitum Powerade-bikars karla. Dregið var í karla- og kvennaflokki í dag.
Í karlaflokki verður boðið upp á tvo úrvalsdeildarslagi auk þess sem tvö úrvalsdeildarlið sækja lið úr 1. deild heim. Dráttinn má sjá hér að neðan.
Stjarnan - ÍR
Valur - Snæfell
Reynir Sandgerði - Grindavík
Keflavík - Njarðvík
Leikirnir í karlaflokki fara fram dagana 6.-8. janúar.
Í kvennaflokki á Njarðvík titil að verja en þar sem liðið er fallið úr keppni er ljóst að titillinn mun hverfa úr vörslu félagsins. Ljóst er að lið úr 1. deild kemst í undanúrslit því Hamar og Stjarnan mætast í Hveragerði.
Þór Akureyri - Snæfell
Hamar - Stjarnan
KR - Keflavík
Grindavík - Valur
Leikirnir í kvennaflokki fara fram dagana 11.-13. janúar.
