Illviljinn meiðir Guðrún Pétursdóttir skrifar 12. október 2012 00:00 Brynjar Níelsson, lögmaður og frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins, skrifaði á þriðjudag pistil á Pressan.is þar sem hann fer svo ósönnum orðum um Þjóðfundinn 2010 að ég get ekki orða bundist. Sem formaður stjórnlaganefndar sem stóð að þjóðfundinum hlýt ég að svara þessum makalausa málflutningi. Brynjar er andvígur endurskoðun stjórnarskrárinnar, finnur ferlinu allt til foráttu og hikar ekki við að hagræða staðreyndum eins og hentar málflutningi hans. Meðal annars veitist hann að Þjóðfundinum 2010 og segir: „Á hverju borði voru leiðbeinendur á vegum stjórnvalda sem leiddu umræðurnar og auðvelt er að sjá af frumgögnum hvernig það hafði áhrif á umræðuna." Ekki veit ég hvernig lögmaðurinn hefur tamið sér að lesa frumgögn, en hitt veit ég, að þessi fullyrðing er rakalaus þvættingur. Þetta er ekki aðeins ósatt, heldur móðgun við allt það góða fólk sem vann af heilum hug að undirbúningi og framkvæmd þjóðfundarins – og ekki síst við 950 þjóðfundargesti sem valdir voru af handahófi úr Þjóðskrá og endurspegluðu þjóðarviljann í þessu starfi. Margra mánaða undirbúningur lá að baki þessum einstæða fundi, þar sem fjöldi fólks lagði sig fram um að finna bestu leiðir til að fá fram vilja þjóðfundargesta, þannig að hver og einn fengi notið sín og fundarmenn legðu sjálfir línurnar. Það var höfuðatriði að starfsmenn skiptu sér ekki af inntaki umræðunnar. Þjóðfundargestirnir lögðu fram umræðuefnin og í samræðum þeirra mótuðust hinar breiðu línur. Á hverju borði var aðstoðarmaður, eins konar „lóðs", sem leiðbeindi um tímamörk og form dagskráratriða og vakti yfir að allir fengju notið sín, en gætti þess að blanda sér aldrei efnislega í umræðurnar. Þjóðfundargestirnir og starfsmenn voru í skýjunum yfir hvað fundurinn gekk fallega og vel fyrir sig. Við gengum til verks af heilum hug, af einlægni og drenglyndi og vorum stolt af vel unnu verki eftir langan dag. Verki sem við unnum með hag þjóðar okkar að leiðarljósi. Mér varð hálf ómótt við að lesa pistil Brynjars Níelssonar. Mér finnst þetta ljót skrif. Illviljinn meiðir. En ég er fegin því að hann skuli ekki hika við að opinbera sinn innri mann – svona í aðdraganda prófkjörsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Skoðun Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Brynjar Níelsson, lögmaður og frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins, skrifaði á þriðjudag pistil á Pressan.is þar sem hann fer svo ósönnum orðum um Þjóðfundinn 2010 að ég get ekki orða bundist. Sem formaður stjórnlaganefndar sem stóð að þjóðfundinum hlýt ég að svara þessum makalausa málflutningi. Brynjar er andvígur endurskoðun stjórnarskrárinnar, finnur ferlinu allt til foráttu og hikar ekki við að hagræða staðreyndum eins og hentar málflutningi hans. Meðal annars veitist hann að Þjóðfundinum 2010 og segir: „Á hverju borði voru leiðbeinendur á vegum stjórnvalda sem leiddu umræðurnar og auðvelt er að sjá af frumgögnum hvernig það hafði áhrif á umræðuna." Ekki veit ég hvernig lögmaðurinn hefur tamið sér að lesa frumgögn, en hitt veit ég, að þessi fullyrðing er rakalaus þvættingur. Þetta er ekki aðeins ósatt, heldur móðgun við allt það góða fólk sem vann af heilum hug að undirbúningi og framkvæmd þjóðfundarins – og ekki síst við 950 þjóðfundargesti sem valdir voru af handahófi úr Þjóðskrá og endurspegluðu þjóðarviljann í þessu starfi. Margra mánaða undirbúningur lá að baki þessum einstæða fundi, þar sem fjöldi fólks lagði sig fram um að finna bestu leiðir til að fá fram vilja þjóðfundargesta, þannig að hver og einn fengi notið sín og fundarmenn legðu sjálfir línurnar. Það var höfuðatriði að starfsmenn skiptu sér ekki af inntaki umræðunnar. Þjóðfundargestirnir lögðu fram umræðuefnin og í samræðum þeirra mótuðust hinar breiðu línur. Á hverju borði var aðstoðarmaður, eins konar „lóðs", sem leiðbeindi um tímamörk og form dagskráratriða og vakti yfir að allir fengju notið sín, en gætti þess að blanda sér aldrei efnislega í umræðurnar. Þjóðfundargestirnir og starfsmenn voru í skýjunum yfir hvað fundurinn gekk fallega og vel fyrir sig. Við gengum til verks af heilum hug, af einlægni og drenglyndi og vorum stolt af vel unnu verki eftir langan dag. Verki sem við unnum með hag þjóðar okkar að leiðarljósi. Mér varð hálf ómótt við að lesa pistil Brynjars Níelssonar. Mér finnst þetta ljót skrif. Illviljinn meiðir. En ég er fegin því að hann skuli ekki hika við að opinbera sinn innri mann – svona í aðdraganda prófkjörsins.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun