Ísland alltaf verið töluvert á eftir Sunna Valgerðardóttir skrifar 12. október 2012 00:00 Því fyrr sem meðferð vegna geðsjúkdóma hefst þeim mun minni líkur eru á langvarandi örorku. Eina sérhæfða meðferðarúrræðið fyrir ungt fólk í byrjandi geðrofi er á Laugarásvegi. Kynjahlutföll eru afar skökk. Neysla kannabisefna meðal hópsins hefur aukist. Rúmlega þrjátíu einstaklingar sækja nú einu sérhæfðu endurhæfinguna á landinu fyrir ungt fólk í byrjandi geðrofi. Þjónustan er á vegum Landspítalans og er í stóru og fallegu húsnæði við Laugarásveg í Reykjavík. Seint í rassinn gripiðÞjónustunni var fyrst komið á fót hér á landi árið 2005, en var svo endurskipulögð og efld til muna árið 2010. Fyrir þann tíma lá ungt fólk með sín fyrstu geðrofseinkenni inni á blönduðum deildum með sjúklingum á mismunandi stigum í sínum veikindum og var þörfum þeirra því ekki mætt nægilega vel. Sérhæfingin byggir á svokölluðu snemminngripi, að reyna að minnka tímann sem fólk er inni á stofnunum. Fólkið fær svo stuðning og endurhæfingu úti í samfélaginu til að draga úr líkum á langtímaörorku vegna geðfötlunar. Nanna Briem er geðlæknir á Laugarásvegi. Hún segir óhætt að segja að úrræðinu hafi verið komið seint á laggirnar, en Ísland hafi þó alltaf verið töluvert á eftir er varðar sérstaka þjónustu fyrir geðsjúka og geðfatlaða, en þróunin sé að komast á rétt ról. Hugtakafordómar miklirAllir sem sækja endurhæfingu á Laugarásveg eru með byrjandi geðrofssjúkdóma, flestir með undirliggjandi geðklofa. Minnihlutinn þjáist af geðhvörfum eða öðrum tengdum sjúkdómum. Nanna segir þó að starfsfólk forðist að setja greiningar á einstaklinga frá fyrsta degi þar sem erfitt sé að skilgreina sjúkdóma í blábyrjun. "En líka vegna þess að fólki finnst það erfitt. Þess vegna gefum við okkur góðan tíma í greiningarferlið og tölum frekar um geðrofssjúkdóma." Magnús Ólafsson, deildarstjóri á Laugarásvegi, tekur undir þetta og segir fordóma gagnvart geðsjúkdómum í samfélaginu mikla. "Við notumst við orðið "geðrofssjúkdómur", sem segir líka miklu meira. Það eru til dæmis miklir fordómar í tengslum við hugtakið geðklofa og því viljum við ekki nota það hér." Áhersla á einstaklinganaReynt er að horfa einstaklingsmiðað á hvern einstakling á Laugarásvegi til að aðstoða hann við að ná þeim markmiðum sem hann hefur sett sér, samhliða því að vinna með sjúkdóminn. Mikil áhersla er lögð á skapandi vinnu, eins og myndlistar- og tónlistarnámskeið, íþróttaiðkun og matreiðslu. Nanna og Magnús eru sammála um hversu brýnt sé að fólkið haldi áfram í skóla eða vinnu og hefur samvinna við framhaldsskóla á svæðinu gengið vel. Meirihluti þeirra sem sækja þjónustu á Laugarásveginn stundar menntun samhliða af einhverju tagi, en framhaldsskólaaldurinn er sá tími þegar sjúkdómarnir láta fyrst á sér kræla. Mikil kannabisneyslaNeysla kannabisefna meðal ungs fólks í byrjandi geðrofi hefur aukist mikið á síðustu árum. Sama þróun hefur átt sér stað erlendis, þar sem neyslumynstrið virðist einkennast af þeim efnum, frekar en áfengi eða harðari fíkniefnum. "Neyslan er orðin rosalega mikil. Mjög stór hluti þeirra sem eru að þróa með sér geðrofssjúkdóm er líka í kannabisneyslu," segir Nanna. "Margir segja að þeim líði betur ef þeir reykja kannabis, en ef þú gerir það kallar þú sjúkdóminn frekar fram." Kynjahlutföll áhyggjuefniMynd/FréttablaðiðKynjahlutföllin á Laugarásvegi eru afar ójöfn. Karlar eru 27 og konurnar fimm. Nanna segir brýnt að skoða hvaða ástæður liggi þar að baki. "Þetta er áhyggjuefni. Við vitum ekki enn hvað verður um konurnar og það er nauðsynlegt að skoða," segir hún. Hugsanleg skýring er sú að konurnar séu eldri þegar þær veikjast og gætu því verið félagslega betur settar. "En það er samt ekki öll skýringin því á Norðurlöndunum eru hlutföllin ekki svona skökk, þó það séu vissulega fleiri karlar en konur í svona úrræðum. Þetta er absúrd." Snemminngrip skila mikluLangflestir þeirra sem koma á Laugarásveg koma þaðan beint frá bráða- og móttökudeild Landspítalans, en áður kom fólkið flest frá Kleppi. Reynt er að ná fólki inn strax eftir fyrsta geðrofið, þar sem batahorfur fólks eru mun betri eftir því sem fyrr er gripið inn í með sérhæfðum úrræðum. Eftirfylgni er mjög mikilvæg og stefnt er að því að fylgja fólki eftir að endurhæfingu lokinni í þrjú til fjögur ár og jafnvel lengur ef með þarf. Hvað er geðrof?Mynd/FréttablaðiðHugtakið geðrof er notað yfir ástand þar sem einstaklingur upplifir truflun eða tap á tengslum við raunveruleikann án þess að meðvitund skerðist. Einkennin eru oft svo raunveruleg að viðkomandi áttar sig ekki á því að hann er í geðrofi. Dæmigerð geðrofseinkenni eru ranghugmyndir, ofskynjanir og óreiða í hugsun og tali. Oft eru þessi einkenni kölluð "jákvæð“ einkenni því þau eru viðbót við venjulega líðan, en í geðrofssjúkdómum geta einnig komið fyrir svokölluð neikvæð einkenni eins og tilfinningaleg flatneskja, framtaksleysi og skortur á drifkrafti. Helstu geðsjúkdómarnir eru geðklofi, geðhvörf og geðhvarfaklofi sem og bráð geðrof sem vara stutt.22 ára karlamaður, greindur með geðhvörf "Ég var lagður inn á deild og sviptur sjálfræði eftir að ég kom heim úr löngu ferðalagi í útlöndum,“ segir hann. "Þar var ég í mánuð. Það voru prófuð á mér alls konar lyf og það var virkilega ógeðsleg reynsla. Síðan kom ég hingað, þó mig langaði það ekki fyrst, en það hefur verið frábært.“ Hann hefur verið án lyfja í töluverðan tíma og segir það ganga vonum framar. Hann sækir endurhæfingu á Laugarásveginn einu sinni í viku, en meðferð hefur minnkað töluvert á síðustu misserum í hlutfalli við bata hans. "Það getur auðvitað verið flókið að hafa fullt af fólki vinnandi í sér, en miðað við aðstæður er þetta mjög fínt. Ég er búinn að kynnast fullt af fólki, mér líður vel og fæ klárlega þann stuðning sem ég þarf á að halda. Ég drekk kaffi, spila á gítar, mála, tala við fólk og fer í ræktina. Þetta er eins og að fara í gegnum skóla, ná bara með því að jafna sig eftir áfall,“ segir hann. "Þetta er þúsund sinnum betra heldur en að vera inni á einhverri stofnun. Það var skelfilegt að vera lokaður inni á deild og þangað ætla ég aldrei, aldrei aftur að fara.“ Hann segir margt athugavert við geðheilbrigðiskerfið á Íslandi, en vill ekki fara út í smáatriði hvað það varðar. "Ég kann til dæmis ekki við akademískar skilgreiningar á geðveiki, mér finnst þær úreltar og hljóma eins og tölvumál. Það er verið að skilgreina viðkvæmt, huglægt ástand í mörgum tilfellum sem er oft miklu flóknara heldur en ákveðin sjúkdómshugtök,“ segir hann. "Það er oft sögð vera þunn lína á milli geðveiki og snilldar, því það leynist oft svo mikil snilld í geðveikinni og öfugt. Þetta tvennt getur eiginlega ekki lifað hvort án annars. Fólk sem er geðveikt, allavega það sem ég hef kynnst, er líka snillingar. En það er kannski vegna þess að ég er geðveikur sjálfur.“26 ára kona, greind með geðklofa "Fyrst varð ég mjög þunglynd og félagsfælin og einangraðist í kjölfarið,“ segir hún. "Svo veiktist ég af geðklofa út frá því.“ Fyrstu einkenni komu fram hjá henni í lok árs 2009, en hún var veik í meira en hálft ár áður en hún komst undir læknishendur. Hún hefur ekki góðar minningar frá geðdeildinni, þar sem hún lá í um það bil mánuð. "Mér leið hrikalega illa þar inni,“ segir hún, en í kjölfarið fór hún á Klepp í endurhæfingu og fluttist þaðan á Laugarásveginn í mars í fyrra. Hún sækir nú endurhæfingu tvisvar í viku. "Mér líður vel hér. Hér er allt opnara og heimilislegra, en umhverfið á Kleppi er frekar þunglyndislegt og mun minna við að vera. Hér fer ég í ræktina og stunda myndlist, en það var minna um það áður.“ Henni kemur vel saman við hina þjónustuþegana á Laugarásvegi, en segir vissulega að það halli á konur og að hugsanlega væri þægilegra ef þær yrðu fleiri. Hún vinnur nú hálfan daginn og stundar nám í kvöldskóla.Kleppur í 100 ár Kleppsspítali keypti einbýlishúsið við Laugarásveg árið 1971. Lengi hafði verið leitað að heppilegu húsi fyrir fimmtán sjúklinga spítalans í íbúðahverfi. "Einhver kurr varð meðal íbúa hverfisins og töldu margir að þessir sjúklingar gætu orðið til þess að íbúðaverð lækkaði í þessu eftirsótta hverfi. Sumir héldu því fram að þessir sjúklingar væru beinlínis hættulegir fyrir barnafólk hverfisins. Þessi umræða fór hátt í samfélaginu og sýndist sitt hverjum. Margir voru þeir sem töldu að geðsjúkir væru enn best geymdir á sérstökum einangruðum hælum en aðrir voru á því að slíkt væri úrelt sjónarmið. Félagsmálaráð Reykjavíkur hélt almennan fund með íbúum hverfisins þar sem Tómas Helgason skýrði frá ráðandi sjónarmiðum varðandi búsetu geðsjúkra í íbúðahverfum. Hann sagði að íbúar við Laugarásveg ættu að vera fegnir að fá þessa nágranna sem venjulega væru afskiptalitlir og barngóðir. Eftir þetta upphlaup þögnuðu þessar gagnrýnisraddir og lítið hefur borið á þeim síðan.“ Úr bók Óttars Guðmundssonar, Kleppur í 100 ár. Fréttaskýringar Tengdar fréttir Blandaðar deildir geta skapað hættu Brýn þörf er á meiri aðskilnaði milli sjúklinga á geðdeildum LSH við Hringbraut. Framkvæmdir vegna nýrrar geðgjörgæsludeildar standa til á næstu mánuðum. Um 400 manns eru á biðlista eftir meðferðarúrræðum á geðsviði. Biðtími er um fjórir mánuðir. 10. október 2012 00:01 Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Vonbetri eftir daginn í dag Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Helti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Sjá meira
Því fyrr sem meðferð vegna geðsjúkdóma hefst þeim mun minni líkur eru á langvarandi örorku. Eina sérhæfða meðferðarúrræðið fyrir ungt fólk í byrjandi geðrofi er á Laugarásvegi. Kynjahlutföll eru afar skökk. Neysla kannabisefna meðal hópsins hefur aukist. Rúmlega þrjátíu einstaklingar sækja nú einu sérhæfðu endurhæfinguna á landinu fyrir ungt fólk í byrjandi geðrofi. Þjónustan er á vegum Landspítalans og er í stóru og fallegu húsnæði við Laugarásveg í Reykjavík. Seint í rassinn gripiðÞjónustunni var fyrst komið á fót hér á landi árið 2005, en var svo endurskipulögð og efld til muna árið 2010. Fyrir þann tíma lá ungt fólk með sín fyrstu geðrofseinkenni inni á blönduðum deildum með sjúklingum á mismunandi stigum í sínum veikindum og var þörfum þeirra því ekki mætt nægilega vel. Sérhæfingin byggir á svokölluðu snemminngripi, að reyna að minnka tímann sem fólk er inni á stofnunum. Fólkið fær svo stuðning og endurhæfingu úti í samfélaginu til að draga úr líkum á langtímaörorku vegna geðfötlunar. Nanna Briem er geðlæknir á Laugarásvegi. Hún segir óhætt að segja að úrræðinu hafi verið komið seint á laggirnar, en Ísland hafi þó alltaf verið töluvert á eftir er varðar sérstaka þjónustu fyrir geðsjúka og geðfatlaða, en þróunin sé að komast á rétt ról. Hugtakafordómar miklirAllir sem sækja endurhæfingu á Laugarásveg eru með byrjandi geðrofssjúkdóma, flestir með undirliggjandi geðklofa. Minnihlutinn þjáist af geðhvörfum eða öðrum tengdum sjúkdómum. Nanna segir þó að starfsfólk forðist að setja greiningar á einstaklinga frá fyrsta degi þar sem erfitt sé að skilgreina sjúkdóma í blábyrjun. "En líka vegna þess að fólki finnst það erfitt. Þess vegna gefum við okkur góðan tíma í greiningarferlið og tölum frekar um geðrofssjúkdóma." Magnús Ólafsson, deildarstjóri á Laugarásvegi, tekur undir þetta og segir fordóma gagnvart geðsjúkdómum í samfélaginu mikla. "Við notumst við orðið "geðrofssjúkdómur", sem segir líka miklu meira. Það eru til dæmis miklir fordómar í tengslum við hugtakið geðklofa og því viljum við ekki nota það hér." Áhersla á einstaklinganaReynt er að horfa einstaklingsmiðað á hvern einstakling á Laugarásvegi til að aðstoða hann við að ná þeim markmiðum sem hann hefur sett sér, samhliða því að vinna með sjúkdóminn. Mikil áhersla er lögð á skapandi vinnu, eins og myndlistar- og tónlistarnámskeið, íþróttaiðkun og matreiðslu. Nanna og Magnús eru sammála um hversu brýnt sé að fólkið haldi áfram í skóla eða vinnu og hefur samvinna við framhaldsskóla á svæðinu gengið vel. Meirihluti þeirra sem sækja þjónustu á Laugarásveginn stundar menntun samhliða af einhverju tagi, en framhaldsskólaaldurinn er sá tími þegar sjúkdómarnir láta fyrst á sér kræla. Mikil kannabisneyslaNeysla kannabisefna meðal ungs fólks í byrjandi geðrofi hefur aukist mikið á síðustu árum. Sama þróun hefur átt sér stað erlendis, þar sem neyslumynstrið virðist einkennast af þeim efnum, frekar en áfengi eða harðari fíkniefnum. "Neyslan er orðin rosalega mikil. Mjög stór hluti þeirra sem eru að þróa með sér geðrofssjúkdóm er líka í kannabisneyslu," segir Nanna. "Margir segja að þeim líði betur ef þeir reykja kannabis, en ef þú gerir það kallar þú sjúkdóminn frekar fram." Kynjahlutföll áhyggjuefniMynd/FréttablaðiðKynjahlutföllin á Laugarásvegi eru afar ójöfn. Karlar eru 27 og konurnar fimm. Nanna segir brýnt að skoða hvaða ástæður liggi þar að baki. "Þetta er áhyggjuefni. Við vitum ekki enn hvað verður um konurnar og það er nauðsynlegt að skoða," segir hún. Hugsanleg skýring er sú að konurnar séu eldri þegar þær veikjast og gætu því verið félagslega betur settar. "En það er samt ekki öll skýringin því á Norðurlöndunum eru hlutföllin ekki svona skökk, þó það séu vissulega fleiri karlar en konur í svona úrræðum. Þetta er absúrd." Snemminngrip skila mikluLangflestir þeirra sem koma á Laugarásveg koma þaðan beint frá bráða- og móttökudeild Landspítalans, en áður kom fólkið flest frá Kleppi. Reynt er að ná fólki inn strax eftir fyrsta geðrofið, þar sem batahorfur fólks eru mun betri eftir því sem fyrr er gripið inn í með sérhæfðum úrræðum. Eftirfylgni er mjög mikilvæg og stefnt er að því að fylgja fólki eftir að endurhæfingu lokinni í þrjú til fjögur ár og jafnvel lengur ef með þarf. Hvað er geðrof?Mynd/FréttablaðiðHugtakið geðrof er notað yfir ástand þar sem einstaklingur upplifir truflun eða tap á tengslum við raunveruleikann án þess að meðvitund skerðist. Einkennin eru oft svo raunveruleg að viðkomandi áttar sig ekki á því að hann er í geðrofi. Dæmigerð geðrofseinkenni eru ranghugmyndir, ofskynjanir og óreiða í hugsun og tali. Oft eru þessi einkenni kölluð "jákvæð“ einkenni því þau eru viðbót við venjulega líðan, en í geðrofssjúkdómum geta einnig komið fyrir svokölluð neikvæð einkenni eins og tilfinningaleg flatneskja, framtaksleysi og skortur á drifkrafti. Helstu geðsjúkdómarnir eru geðklofi, geðhvörf og geðhvarfaklofi sem og bráð geðrof sem vara stutt.22 ára karlamaður, greindur með geðhvörf "Ég var lagður inn á deild og sviptur sjálfræði eftir að ég kom heim úr löngu ferðalagi í útlöndum,“ segir hann. "Þar var ég í mánuð. Það voru prófuð á mér alls konar lyf og það var virkilega ógeðsleg reynsla. Síðan kom ég hingað, þó mig langaði það ekki fyrst, en það hefur verið frábært.“ Hann hefur verið án lyfja í töluverðan tíma og segir það ganga vonum framar. Hann sækir endurhæfingu á Laugarásveginn einu sinni í viku, en meðferð hefur minnkað töluvert á síðustu misserum í hlutfalli við bata hans. "Það getur auðvitað verið flókið að hafa fullt af fólki vinnandi í sér, en miðað við aðstæður er þetta mjög fínt. Ég er búinn að kynnast fullt af fólki, mér líður vel og fæ klárlega þann stuðning sem ég þarf á að halda. Ég drekk kaffi, spila á gítar, mála, tala við fólk og fer í ræktina. Þetta er eins og að fara í gegnum skóla, ná bara með því að jafna sig eftir áfall,“ segir hann. "Þetta er þúsund sinnum betra heldur en að vera inni á einhverri stofnun. Það var skelfilegt að vera lokaður inni á deild og þangað ætla ég aldrei, aldrei aftur að fara.“ Hann segir margt athugavert við geðheilbrigðiskerfið á Íslandi, en vill ekki fara út í smáatriði hvað það varðar. "Ég kann til dæmis ekki við akademískar skilgreiningar á geðveiki, mér finnst þær úreltar og hljóma eins og tölvumál. Það er verið að skilgreina viðkvæmt, huglægt ástand í mörgum tilfellum sem er oft miklu flóknara heldur en ákveðin sjúkdómshugtök,“ segir hann. "Það er oft sögð vera þunn lína á milli geðveiki og snilldar, því það leynist oft svo mikil snilld í geðveikinni og öfugt. Þetta tvennt getur eiginlega ekki lifað hvort án annars. Fólk sem er geðveikt, allavega það sem ég hef kynnst, er líka snillingar. En það er kannski vegna þess að ég er geðveikur sjálfur.“26 ára kona, greind með geðklofa "Fyrst varð ég mjög þunglynd og félagsfælin og einangraðist í kjölfarið,“ segir hún. "Svo veiktist ég af geðklofa út frá því.“ Fyrstu einkenni komu fram hjá henni í lok árs 2009, en hún var veik í meira en hálft ár áður en hún komst undir læknishendur. Hún hefur ekki góðar minningar frá geðdeildinni, þar sem hún lá í um það bil mánuð. "Mér leið hrikalega illa þar inni,“ segir hún, en í kjölfarið fór hún á Klepp í endurhæfingu og fluttist þaðan á Laugarásveginn í mars í fyrra. Hún sækir nú endurhæfingu tvisvar í viku. "Mér líður vel hér. Hér er allt opnara og heimilislegra, en umhverfið á Kleppi er frekar þunglyndislegt og mun minna við að vera. Hér fer ég í ræktina og stunda myndlist, en það var minna um það áður.“ Henni kemur vel saman við hina þjónustuþegana á Laugarásvegi, en segir vissulega að það halli á konur og að hugsanlega væri þægilegra ef þær yrðu fleiri. Hún vinnur nú hálfan daginn og stundar nám í kvöldskóla.Kleppur í 100 ár Kleppsspítali keypti einbýlishúsið við Laugarásveg árið 1971. Lengi hafði verið leitað að heppilegu húsi fyrir fimmtán sjúklinga spítalans í íbúðahverfi. "Einhver kurr varð meðal íbúa hverfisins og töldu margir að þessir sjúklingar gætu orðið til þess að íbúðaverð lækkaði í þessu eftirsótta hverfi. Sumir héldu því fram að þessir sjúklingar væru beinlínis hættulegir fyrir barnafólk hverfisins. Þessi umræða fór hátt í samfélaginu og sýndist sitt hverjum. Margir voru þeir sem töldu að geðsjúkir væru enn best geymdir á sérstökum einangruðum hælum en aðrir voru á því að slíkt væri úrelt sjónarmið. Félagsmálaráð Reykjavíkur hélt almennan fund með íbúum hverfisins þar sem Tómas Helgason skýrði frá ráðandi sjónarmiðum varðandi búsetu geðsjúkra í íbúðahverfum. Hann sagði að íbúar við Laugarásveg ættu að vera fegnir að fá þessa nágranna sem venjulega væru afskiptalitlir og barngóðir. Eftir þetta upphlaup þögnuðu þessar gagnrýnisraddir og lítið hefur borið á þeim síðan.“ Úr bók Óttars Guðmundssonar, Kleppur í 100 ár.
Fréttaskýringar Tengdar fréttir Blandaðar deildir geta skapað hættu Brýn þörf er á meiri aðskilnaði milli sjúklinga á geðdeildum LSH við Hringbraut. Framkvæmdir vegna nýrrar geðgjörgæsludeildar standa til á næstu mánuðum. Um 400 manns eru á biðlista eftir meðferðarúrræðum á geðsviði. Biðtími er um fjórir mánuðir. 10. október 2012 00:01 Mest lesið Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti Innlent Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Erlent „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ Innlent Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Erlent Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Erlent Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Innlent Vonbetri eftir daginn í dag Innlent Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Erlent Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Erlent Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Innlent Fleiri fréttir Helti bensíni og bar eld að bílum í Kópavogi Tveir fréttamenn RÚV söðla um Svæðisskipulag fyrir Suðurhálendi Íslands til 2042 Framúrskarandi Íslendingur sendur úr landi Stjórnarmyndun og íbúi ósáttur vegna stanslausra framkvæmda Vonbetri eftir daginn í dag Leita einstaklings í Tálknafirði Efling lætur ekki af aðgerðum á meðan SVEIT endurskoðar samning Synir konunnar lýsa andláti hennar sem létti „Það er ekkert drama í þessu – ég rýk ekkert á dyr“ SVEIT endurskoðar kjarasamning við Virðingu Telja sólarorku ekki vera auðlind Framlengja gæsluvarðhald vegna árásar á Vopnafirði Enginn skilningur á alvarleika málsins hjá SVEIT Viðgerð hafin og enn allt keyrt á varaafli í Vík Verkefni næstu ríkisstjórnar flóknara en áður var útlit fyrir Verri afkoma ríkissjóðs ekki gott veganesti fyrir næstu stjórn Þau vilja taka við af Helga Grímssyni Fimmtungur veitingastaða sem Efling sendi bréf hefur sagt sig úr SVEIT Mega hafa einn sundlaugarvörð á vakt í Vík í Mýrdal Stærstu og umdeildustu sigrar ársins Ríkur vilji til að styðja áfram við bakið á Úkraínu Líkamsárásir, þjófnaðir og rúðubrot Níræður maður og nýbakaður tvíburafaðir duttu í lukkupottinn Auglýstu á samfélagsmiðlum fyrir 45 milljónir Óánægja í Laugarneshverfi: „Við ráðum ekki við þetta ægivald“ Viku frestur til að kæra kosningarnar Innan við þriðjungur þingmanna hefur setið lengur en eitt kjörtímabil Bjartsýn á að til verði stjórn sem þori að taka ákvarðanir Hefði átt að vera ljóst að logandi pappír í skáp gæti endað með bruna Sjá meira
Blandaðar deildir geta skapað hættu Brýn þörf er á meiri aðskilnaði milli sjúklinga á geðdeildum LSH við Hringbraut. Framkvæmdir vegna nýrrar geðgjörgæsludeildar standa til á næstu mánuðum. Um 400 manns eru á biðlista eftir meðferðarúrræðum á geðsviði. Biðtími er um fjórir mánuðir. 10. október 2012 00:01