Hagsmunir Orkuveitunnar og almennings Sóley Tómasdóttir skrifar 12. október 2012 00:00 Hagsmunir Orkuveitu Reykjavíkur (OR) eru hagsmunir almennings. Hagsmunir borgarbúa, Akurnesinga, Borgfirðinga og landsmanna allra. Hagsmunirnir eru fjárhagslegir og samfélagslegir, og varða náttúruna og fólkið og komandi kynslóðir. Hlutverk borgarstjórnarÍ lýðræðissamfélagi er kjörnum fulltrúum falið að gæta almannahagsmuna. Þeir bjóða sig fram af hugsjón, vegna ákveðinnar stefnu eða hugmyndafræði sem þeir vilja að samfélagið sé rekið eftir. Svo fara fram kosningar og niðurstaðan verður í samræmi við vilja fólksins. Á fjögurra ára fresti veita Reykvíkingar 15 einstaklingum umboð til að gæta almenningshagsmuna. Borgarstjórn Reykjavíkur annast menntamál, umhverfismál, skipulagsmál, velferðarmál, menningar- og ferðamál, mannréttindamál, íþrótta- og tómstundamál – mótar stefnu og forgangsraðar fjármunum. Hún ber líka ábyrgð á rekstri OR, Faxaflóahafna, Strætó, Sorpu og fleiri fyrirtækja sem sannarlega starfa í þágu almennings og leggja grunn að góðum búsetuskilyrðum. Lýðræðislegar leikreglurÍ skýrslu úttektarnefndar OR eru stjórnarhættir harðlega gagnrýndir og þar er lagt til að utanaðkomandi aðilar sitji í stjórn fyrirtækisins. Þar koma fram efasemdir um að sveitarstjórnarfólk hafi nægilega faglega þekkingu og reynslu til að sitja í stjórninni, auk þess sem efast er um að borgarfulltrúar geti sinnt eftirlitshlutverki sínu ef þeir eiga líka sæti í stjórn OR. Þá þykir fara illa á því að pólitísk átök og óeining einkenni starf stjórnarinnar. Enginn, ekki færasti sérfræðingur, hefur sérþekkingu á öllum sviðum rekstrar OR, sem spannar virkjanir, vatnsból, rafmagn, dreifingu, fráveitu og gagnaveitu. Innan fyrirtækisins eru aftur á móti sérfræðingar á öllum þessum sviðum sem veita kjörnum fulltrúum upplýsingar sem þeir svo byggja pólitískar ákvarðanir á. Borgarfulltrúar eiga ekki í vandræðum með eftirlitshlutverk sitt gagnvart fagráðum eða öðrum fyrirtækjum borgarinnar. Hvers vegna ætti annað að gilda um OR? Borgarráð staðfestir t.a.m. allar deiliskipulagsáætlanir sem samþykktar eru í skipulagsráði og aldrei hafa hagsmunaárekstrar verið vandamál í því samhengi, jafnvel þótt sami einstaklingurinn sitji í báðum ráðum. Pólitísk átök í stjórn OR eru til komin vegna þess að borgarbúar eru ósammála um það hvernig á að reka fyrirtækið. OR sinnir samfélagslega mikilvægu hlutverki og reksturinn er því eðli málsins samkvæmt pólitískur, þar eru hagsmunirnir miklir, flóknir og til langrar framtíðar. Þess vegna skiptir máli að í stjórn OR sitji fulltrúar ólíkra sjónarmiða borgarbúa, sem gera út um ágreiningsmál á opinn og gagnsæjan hátt og leiða þau til lykta með lýðræðislegum hætti. Öxlum ábyrgðUtanaðkomandi stjórn OR verður aðeins að veruleika með því að brjóta leikreglur lýðræðisins. Stjórn mun alltaf þurfa að taka afstöðu til atriða sem borgarbúar eru ósammála um, skera á hápólitíska hnúta. Til þess sækir hópur fólks sér reglulega umboð í kosningum og það er varasamt að ætla að skjóta sér undan þeirri ábyrgð með því að fela utanaðkomandi aðilum það verk. Reynslan sýnir að kjörnir fulltrúar, með hagsmuni almennings að leiðarljósi, skipta máli. Ef ekki hefði verið fyrir kjörna fulltrúa væri REI nú í höndum útrásarvíkinga og líklega slitastjórna. Almannafyrirtæki sem gegnir jafn viðamiklu hlutverki og OR á fyrst og fremst að vera rekið með hagsmuni almennings að leiðarljósi. Í lýðræðissamfélagi verður það aðeins tryggt með skýru umboði frá þeim einum sem það geta veitt: borgarbúum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Sóley Tómasdóttir Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Hagsmunir Orkuveitu Reykjavíkur (OR) eru hagsmunir almennings. Hagsmunir borgarbúa, Akurnesinga, Borgfirðinga og landsmanna allra. Hagsmunirnir eru fjárhagslegir og samfélagslegir, og varða náttúruna og fólkið og komandi kynslóðir. Hlutverk borgarstjórnarÍ lýðræðissamfélagi er kjörnum fulltrúum falið að gæta almannahagsmuna. Þeir bjóða sig fram af hugsjón, vegna ákveðinnar stefnu eða hugmyndafræði sem þeir vilja að samfélagið sé rekið eftir. Svo fara fram kosningar og niðurstaðan verður í samræmi við vilja fólksins. Á fjögurra ára fresti veita Reykvíkingar 15 einstaklingum umboð til að gæta almenningshagsmuna. Borgarstjórn Reykjavíkur annast menntamál, umhverfismál, skipulagsmál, velferðarmál, menningar- og ferðamál, mannréttindamál, íþrótta- og tómstundamál – mótar stefnu og forgangsraðar fjármunum. Hún ber líka ábyrgð á rekstri OR, Faxaflóahafna, Strætó, Sorpu og fleiri fyrirtækja sem sannarlega starfa í þágu almennings og leggja grunn að góðum búsetuskilyrðum. Lýðræðislegar leikreglurÍ skýrslu úttektarnefndar OR eru stjórnarhættir harðlega gagnrýndir og þar er lagt til að utanaðkomandi aðilar sitji í stjórn fyrirtækisins. Þar koma fram efasemdir um að sveitarstjórnarfólk hafi nægilega faglega þekkingu og reynslu til að sitja í stjórninni, auk þess sem efast er um að borgarfulltrúar geti sinnt eftirlitshlutverki sínu ef þeir eiga líka sæti í stjórn OR. Þá þykir fara illa á því að pólitísk átök og óeining einkenni starf stjórnarinnar. Enginn, ekki færasti sérfræðingur, hefur sérþekkingu á öllum sviðum rekstrar OR, sem spannar virkjanir, vatnsból, rafmagn, dreifingu, fráveitu og gagnaveitu. Innan fyrirtækisins eru aftur á móti sérfræðingar á öllum þessum sviðum sem veita kjörnum fulltrúum upplýsingar sem þeir svo byggja pólitískar ákvarðanir á. Borgarfulltrúar eiga ekki í vandræðum með eftirlitshlutverk sitt gagnvart fagráðum eða öðrum fyrirtækjum borgarinnar. Hvers vegna ætti annað að gilda um OR? Borgarráð staðfestir t.a.m. allar deiliskipulagsáætlanir sem samþykktar eru í skipulagsráði og aldrei hafa hagsmunaárekstrar verið vandamál í því samhengi, jafnvel þótt sami einstaklingurinn sitji í báðum ráðum. Pólitísk átök í stjórn OR eru til komin vegna þess að borgarbúar eru ósammála um það hvernig á að reka fyrirtækið. OR sinnir samfélagslega mikilvægu hlutverki og reksturinn er því eðli málsins samkvæmt pólitískur, þar eru hagsmunirnir miklir, flóknir og til langrar framtíðar. Þess vegna skiptir máli að í stjórn OR sitji fulltrúar ólíkra sjónarmiða borgarbúa, sem gera út um ágreiningsmál á opinn og gagnsæjan hátt og leiða þau til lykta með lýðræðislegum hætti. Öxlum ábyrgðUtanaðkomandi stjórn OR verður aðeins að veruleika með því að brjóta leikreglur lýðræðisins. Stjórn mun alltaf þurfa að taka afstöðu til atriða sem borgarbúar eru ósammála um, skera á hápólitíska hnúta. Til þess sækir hópur fólks sér reglulega umboð í kosningum og það er varasamt að ætla að skjóta sér undan þeirri ábyrgð með því að fela utanaðkomandi aðilum það verk. Reynslan sýnir að kjörnir fulltrúar, með hagsmuni almennings að leiðarljósi, skipta máli. Ef ekki hefði verið fyrir kjörna fulltrúa væri REI nú í höndum útrásarvíkinga og líklega slitastjórna. Almannafyrirtæki sem gegnir jafn viðamiklu hlutverki og OR á fyrst og fremst að vera rekið með hagsmuni almennings að leiðarljósi. Í lýðræðissamfélagi verður það aðeins tryggt með skýru umboði frá þeim einum sem það geta veitt: borgarbúum.
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar