Innlent

Vonar að biðin fari að styttast

Huang Nubo
Huang Nubo
Vinna við gerð ívilnunarsamnings íslenskra stjórnvalda við fyrirtæki í eigu kínverska athafnamannsins Huangs Nubo er enn í gangi. Vonir standa til þess að niðurstaða fáist í málið innan skamms.

Halldór Jóhannsson, umboðsmaður Huangs á Íslandi segir að unnið sé að málinu, og vonast til að hægt verði að ná samningum fyrir lok næstu viku, þó enn sé óljóst hvort það takist.

Eins og fram hefur komið vill Huang leigja jörðina Grímsstaði á Fjöllum og reisa þar hótel og standa fyrir ýmiss konar afþreyingu fyrir ferðamenn.- bj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×