Lífið

Fótboltakonur fá frekar heilahristing

Veldur heilahristingi Það að skalla boltann getur orsakað heilahristing. Fótboltakonur fá frekar heilahristing en fótboltamenn.nordicphotos/getty
Veldur heilahristingi Það að skalla boltann getur orsakað heilahristing. Fótboltakonur fá frekar heilahristing en fótboltamenn.nordicphotos/getty
Leikmenn í bandarískum fótbolta eru líklegastir til að fá heilahristing við íþróttaiðkun sína, en næst á eftir þeim er knattspyrnufólk líklegast til að hljóta höfuðhögg. Á einum áratug hefur fjöldi heilahristingstilfella í fótbolta aukist um 58 prósent.

Bob Cantu, læknir við Emerson sjúkrahúsið í Massachusetts, segir fótboltafólk fá heilahristing af því að skalla boltann. „Þetta er heilahristingsfaraldur. Fái íþróttafólk reglulega heilahristing getur það orðið til þess að það hljóti varanlegan skaða af," sagði Cantu í viðtali við NBC.

Það vakti jafnframt athygli að heilahristingstilfellin eru fleiri meðal fótboltakvenna en karla auk þess sem þær eru lengur að jafna sig eftir höfuðhögg en þeir. Áhyggjur Cantu voru slíkar að hann lagði til að fótboltamönnum yrði alfarið bannað að skalla boltann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.