Hvenær vegur maður að… Helga Vala Helgadóttir skrifar 19. maí 2012 06:00 Þann 30. apríl sl. voru 15 og 16 ára gamlir hælisumsækjendur dæmdir í 1 mánaðar langt óskilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa framvísað fölsuðum skilríkjum í Leifsstöð. Vegna mikillar og oft á tíðum villandi umræðu um málið, og um túlkun og innihald ákvæðis 31. gr. alþjóðasamnings Sameinuðu þjóðanna um réttarstöðu flóttamanna, er mér bæði ljúft og skylt að upplýsa hvernig sérfræðingar í flóttamannarétti álíta að túlka beri ákvæðið, svo það megi verða til að fræða þá sem kunna að vilja tjá sig um málefnið eða ákvæðið sjálft. Fyrst er vert að geta þess að flóttamannasamningurinn hefur verið í gildi gagnvart Íslandi frá árinu 1956. Skv. 31. gr. samningsins ber aðildarríkjum, að tilteknum skilyrðum uppfylltum, að veita hælisleitendum vernd gegn refsingu hafi þeir komið með ólögmætum hætti. Skilyrðin eru að um flóttamann hafi verið að ræða, sem komið hefur ólöglega inn í landið, beint frá landi þar sem lífi hans eða frelsi var ógnað og að hann gefi sig tafarlaust fram við stjórnvöld og óski hælis. Um fyrstu tvö skilyrðin þarf ekki að orðlengja hér heldur vikið að seinni skilyrðunum. Flóttamannastofnun SÞ hefur í ráðgefandi áliti sagt höfunda samnings eingöngu hafa undanskilið frá verndinni þá flóttamenn sem þegar höfðu fengið hæli eða sest að um lengri eða skemmri tíma í öðru landi. Undir þetta hefur tekið Guy Goodwin-Gill, lagaprófessor við Oxfordháskóla. Tekur vernd ákvæðisins því til þeirra sem hafa viðdvöl í ríkjum á leið sinni á áfangastað, og þeirra sem á einhvern hátt hefur ekki tekist að fá vernd í þeim ríkjum sem þeir flýja til. Skal þá vikið að túlkun á orðunum „gefi sig tafarlaust fram". Í útvarpsviðtali var þetta túlkað sem svo að sá sem kæmi með fölsuð skilríki félli sjálfkrafa utan verndar því þá væri viðkomandi ekki að gefa sig tafarlaust fram. Þetta er alrangt, því hælisleitandinn á oft ekki annarra kosta völ en að ferðast með fölsuð skilríki og er beinlínis gert ráð fyrir vernd honum til handa vegna þess. Hann þarf hins vegar að óska hælis, eins og umræddir drengir hafa gert. Þess ber að geta að hér er um örstutta greiningu að ræða um þetta viðkvæma efni, en er undirrituð tilbúin til að útskýra betur á öðrum vettvangi. Formaður lögmannafélags Íslands, Brynjar Níelsson hrl., hefur kosið að koma fram opinberlega og vega að starfsheiðri undirritaðrar vegna þessa máls. Ekki átta ég mig á hvað formanninum gengur til, enda þekki ég hann ekki neitt og hef aldrei þurft að mæta honum í dómsal eða á öðrum vettvangi. Þegar ég heyrði af málefnum ungu flóttamannanna var mér eðlilega brugðið og fannst ekkert tiltökumál að tjá mig um málið þegar fréttamaður óskaði. Hef ég hvort tveggja unnið að vörn í viðlíka sakamáli sem og starfað að málefnum hælisleitenda, setið námskeið hjá Flóttamannastofnun SÞ og lesið óteljandi rit um efnið. Formaðurinn ýjar að því að ég hafi þar tjáð mig í pólitískum tilgangi, og eykur síðar ávirðingar í minn garð og segir mig hvorki þekkja til í flóttamannarétti, hafa viðrað undarlegar túlkanir á samningnum, og efast um þekkingu mína í sakamálaréttarfari og refsilögum. Er með ólíkindum að formaðurinn telji sig þess umkominn að ræða um mína þekkingu á einhverju, enda hefur hann engar forsendur til þess. Þá ber að geta þess að formanninum ber, eins og öðrum lögmönnum, að fara að siðareglum lögmanna, hvar segir að lögmenn skuli sýna hver öðrum fulla virðingu í ræðu, riti og framkomu, sem og að lögmaður megi einungis hafa uppi gagnrýni á störfum annars lögmanns á málefnanlegum grundvelli og skuli forðast að valda honum álitsspjöllum umfram það sem málefnið gefur ástæðu til. Mæli ég með því að formaðurinn leiti endurmenntunar hjá kollegum sínum í siðareglum lögmanna sjálfum sér og stéttinni til heilla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Vala Helgadóttir Skoðanir Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Sjá meira
Þann 30. apríl sl. voru 15 og 16 ára gamlir hælisumsækjendur dæmdir í 1 mánaðar langt óskilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa framvísað fölsuðum skilríkjum í Leifsstöð. Vegna mikillar og oft á tíðum villandi umræðu um málið, og um túlkun og innihald ákvæðis 31. gr. alþjóðasamnings Sameinuðu þjóðanna um réttarstöðu flóttamanna, er mér bæði ljúft og skylt að upplýsa hvernig sérfræðingar í flóttamannarétti álíta að túlka beri ákvæðið, svo það megi verða til að fræða þá sem kunna að vilja tjá sig um málefnið eða ákvæðið sjálft. Fyrst er vert að geta þess að flóttamannasamningurinn hefur verið í gildi gagnvart Íslandi frá árinu 1956. Skv. 31. gr. samningsins ber aðildarríkjum, að tilteknum skilyrðum uppfylltum, að veita hælisleitendum vernd gegn refsingu hafi þeir komið með ólögmætum hætti. Skilyrðin eru að um flóttamann hafi verið að ræða, sem komið hefur ólöglega inn í landið, beint frá landi þar sem lífi hans eða frelsi var ógnað og að hann gefi sig tafarlaust fram við stjórnvöld og óski hælis. Um fyrstu tvö skilyrðin þarf ekki að orðlengja hér heldur vikið að seinni skilyrðunum. Flóttamannastofnun SÞ hefur í ráðgefandi áliti sagt höfunda samnings eingöngu hafa undanskilið frá verndinni þá flóttamenn sem þegar höfðu fengið hæli eða sest að um lengri eða skemmri tíma í öðru landi. Undir þetta hefur tekið Guy Goodwin-Gill, lagaprófessor við Oxfordháskóla. Tekur vernd ákvæðisins því til þeirra sem hafa viðdvöl í ríkjum á leið sinni á áfangastað, og þeirra sem á einhvern hátt hefur ekki tekist að fá vernd í þeim ríkjum sem þeir flýja til. Skal þá vikið að túlkun á orðunum „gefi sig tafarlaust fram". Í útvarpsviðtali var þetta túlkað sem svo að sá sem kæmi með fölsuð skilríki félli sjálfkrafa utan verndar því þá væri viðkomandi ekki að gefa sig tafarlaust fram. Þetta er alrangt, því hælisleitandinn á oft ekki annarra kosta völ en að ferðast með fölsuð skilríki og er beinlínis gert ráð fyrir vernd honum til handa vegna þess. Hann þarf hins vegar að óska hælis, eins og umræddir drengir hafa gert. Þess ber að geta að hér er um örstutta greiningu að ræða um þetta viðkvæma efni, en er undirrituð tilbúin til að útskýra betur á öðrum vettvangi. Formaður lögmannafélags Íslands, Brynjar Níelsson hrl., hefur kosið að koma fram opinberlega og vega að starfsheiðri undirritaðrar vegna þessa máls. Ekki átta ég mig á hvað formanninum gengur til, enda þekki ég hann ekki neitt og hef aldrei þurft að mæta honum í dómsal eða á öðrum vettvangi. Þegar ég heyrði af málefnum ungu flóttamannanna var mér eðlilega brugðið og fannst ekkert tiltökumál að tjá mig um málið þegar fréttamaður óskaði. Hef ég hvort tveggja unnið að vörn í viðlíka sakamáli sem og starfað að málefnum hælisleitenda, setið námskeið hjá Flóttamannastofnun SÞ og lesið óteljandi rit um efnið. Formaðurinn ýjar að því að ég hafi þar tjáð mig í pólitískum tilgangi, og eykur síðar ávirðingar í minn garð og segir mig hvorki þekkja til í flóttamannarétti, hafa viðrað undarlegar túlkanir á samningnum, og efast um þekkingu mína í sakamálaréttarfari og refsilögum. Er með ólíkindum að formaðurinn telji sig þess umkominn að ræða um mína þekkingu á einhverju, enda hefur hann engar forsendur til þess. Þá ber að geta þess að formanninum ber, eins og öðrum lögmönnum, að fara að siðareglum lögmanna, hvar segir að lögmenn skuli sýna hver öðrum fulla virðingu í ræðu, riti og framkomu, sem og að lögmaður megi einungis hafa uppi gagnrýni á störfum annars lögmanns á málefnanlegum grundvelli og skuli forðast að valda honum álitsspjöllum umfram það sem málefnið gefur ástæðu til. Mæli ég með því að formaðurinn leiti endurmenntunar hjá kollegum sínum í siðareglum lögmanna sjálfum sér og stéttinni til heilla.
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar