Húsnæðislán, Svíþjóð og Ísland 20. desember 2012 06:00 Íslendingar búa við léleg lánakjör og lántöku á Íslandi fylgir mikil áhætta. Eftir að hafa búið og átt hús í báðum löndum vil ég gera hér skil á muninum. Í Svíþjóð eru ekki lántöku- eða stimpilgjöld þannig að fólk getur skipt um banka og flutt sín lán án kostnaðar. Aftur á móti borgar maður fyrir veðleyfi (pantbrev) um 2% af veðleyfinu í fasteigninni. Þetta veðleyfi er í krónum og getur ekki hækkað með vísitölu. Veðleyfi fylgir fasteign alla tíð, þannig að þó fasteignin gangi kaupum og sölum er veðleyfið til staðar. Ef tekið er meira lán er greitt fyrir aukið veðleyfi sem því nemur. Á þeim tæpu sex árum sem við höfum búið hér hafa okkar breytilegu vextir verið á bilinu 1,6 til 6 prósent, óverðtryggt. Í dag eru vextirnir um þrjú prósent. Einnig er hægt að festa vexti til nokkurra ára, það jafnar sveiflur en er vanalega dýrara til lengdar. Vaxtabætur eru þrjátíu prósent af vöxtunum, ótekjutengdar. Þannig hafa mánaðargreiðslur af 1.000.000 kr. verið 1.333-5.000 kr. á mánuði eða 933-3.500 kr. á mánuði eftir vaxtabætur. Síðan er samkomulagsatriði hvort greitt er af höfuðstól ef lánið fer ekki yfir 75 prósent af virði eignarinnar. Lánsupphæðin er alltaf sú sama í krónum talið mínus það sem greitt er niður mánaðarlega. Þannig veit maður nákvæmlega upp á krónu hvað maður skuldar næstu árin. Húsnæðisvextir í Svíþjóð liggja 1-2 prósentum yfir stýrivöxtum og fylgjast Svíar mun betur með stýrivöxtum en Íslendingar, þar sem þeir hafa bein áhrif á mánaðargreiðslur. Þannig virka stýrivextir beint á neyslu í Svíþjóð, en stýrivextir Seðlabanka Íslands virðast vera stýri sem vantar tengingu við framhjól bílsins þar sem fólk finnur ekki bein áhrif af vöxtunum. Á Íslandi eru enn verðtryggð lán þar sem höfuðstóllinn getur hækkað og hækkað, en áhrifin á mánaðargreiðslur dreifast yfir lengri tíma. Samkeppni er lítil þar sem mikill kostnaður fylgir því að færa lán. Eftir að hafa búið og skuldað í Svíþjóð er tilhugsunin við að taka aftur lán á Íslandi ekki góð, eftir reynslu af öðru og þróaðra fjármálakerfi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar búa við léleg lánakjör og lántöku á Íslandi fylgir mikil áhætta. Eftir að hafa búið og átt hús í báðum löndum vil ég gera hér skil á muninum. Í Svíþjóð eru ekki lántöku- eða stimpilgjöld þannig að fólk getur skipt um banka og flutt sín lán án kostnaðar. Aftur á móti borgar maður fyrir veðleyfi (pantbrev) um 2% af veðleyfinu í fasteigninni. Þetta veðleyfi er í krónum og getur ekki hækkað með vísitölu. Veðleyfi fylgir fasteign alla tíð, þannig að þó fasteignin gangi kaupum og sölum er veðleyfið til staðar. Ef tekið er meira lán er greitt fyrir aukið veðleyfi sem því nemur. Á þeim tæpu sex árum sem við höfum búið hér hafa okkar breytilegu vextir verið á bilinu 1,6 til 6 prósent, óverðtryggt. Í dag eru vextirnir um þrjú prósent. Einnig er hægt að festa vexti til nokkurra ára, það jafnar sveiflur en er vanalega dýrara til lengdar. Vaxtabætur eru þrjátíu prósent af vöxtunum, ótekjutengdar. Þannig hafa mánaðargreiðslur af 1.000.000 kr. verið 1.333-5.000 kr. á mánuði eða 933-3.500 kr. á mánuði eftir vaxtabætur. Síðan er samkomulagsatriði hvort greitt er af höfuðstól ef lánið fer ekki yfir 75 prósent af virði eignarinnar. Lánsupphæðin er alltaf sú sama í krónum talið mínus það sem greitt er niður mánaðarlega. Þannig veit maður nákvæmlega upp á krónu hvað maður skuldar næstu árin. Húsnæðisvextir í Svíþjóð liggja 1-2 prósentum yfir stýrivöxtum og fylgjast Svíar mun betur með stýrivöxtum en Íslendingar, þar sem þeir hafa bein áhrif á mánaðargreiðslur. Þannig virka stýrivextir beint á neyslu í Svíþjóð, en stýrivextir Seðlabanka Íslands virðast vera stýri sem vantar tengingu við framhjól bílsins þar sem fólk finnur ekki bein áhrif af vöxtunum. Á Íslandi eru enn verðtryggð lán þar sem höfuðstóllinn getur hækkað og hækkað, en áhrifin á mánaðargreiðslur dreifast yfir lengri tíma. Samkeppni er lítil þar sem mikill kostnaður fylgir því að færa lán. Eftir að hafa búið og skuldað í Svíþjóð er tilhugsunin við að taka aftur lán á Íslandi ekki góð, eftir reynslu af öðru og þróaðra fjármálakerfi.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar