Ungbörn í ótilgreindri stöðu Sævar Finnbogason skrifar 20. desember 2012 06:00 Sem barn heyrði ég sagt að maður nokkur væri óstaðsettur í hús og spurði ég í sakleysi mínu hvað hefði komið fyrir fyrir hann. Mér var sagt að hann hefði lent í hálfgerðu limbói. Þrátt fyrir ungan aldur grunaði mig strax að hér væri ekki átt við limbódansinn skemmtilega heldur eitthvað öllu alvarlegra. Þetta rifjaðist fyrir mér þegar ég heyrði af því hvað sumum trúfélögum krossbrá við að frétta að nú ættu ungbörn á hættu að lenda í ótilgreindri stöðu ef frumvarp um jafna stöðu trúfélaga verður samþykkt óbreytt. Orðalagið ótilgreind staða er ágætt dæmi um lögfræðimál. Samkvæmt 9. gr. frumvarpsdraga um jafna stöðu trú- og lífsskoðunarfélaga telst barn vera í ótilgreindri stöðu þegar foreldrar þess eru ekki sammála um í hvaða trú- eða lífsskoðunarfélag á að skrá barnið áður en það skal fá nafn, í síðasta lagi við sex mánaða aldur. Barn í ótilgreindri stöðu er sem sagt ekki skráð í trúfélag og verður ekki skráð fyrr en foreldrarnir annaðhvort ná samkomulagi um skráninguna eða barnið ákveður sjálft að skrá sig í trúfélag við 12 ára aldur (með samþykki foreldranna), eða upp á eigin spýtur 16 ára. Barn í ótilgreindri stöðu er sem sagt óstaðsett í trúfélag. Í athugasemd sinni við frumvarpið hefur Þjóðkirkjan áhyggjur af hagsmunum þessara ungbarna og eigin hagsmunum kirkjunnar enda sé þetta „íþyngjandi fyrir trúfélögin". Að vísu er ekki tíundað nákvæmlega í athugasemdinni hverjir þessir hagsmunir barnsins eru. Engu að síður leggur Þjóðkirkjan til að breyta ákvæðinu þannig að foreldrum skuli gert að ná samkomulagi um trúfélagaskráningu í síðasta lagi áður en nafn barns skal skráð, sem samkvæmt lögum er við 6 mánaða aldur, ella verði það skráð í trúfélag móður. Raunverulegur hagur ungbarns? Það kristna fólk sem ég þekki til trúir því ekki að Guð snúi baki við börnum vegna smámuna eins og að foreldrar þeirra hafi ekki getað komið sér saman um í hvaða trúfélag á að skrá það, eða það fái að móta sér eigin skoðun á því hvaða trúfélagi það vill tilheyra. Því má auðvitað spyrja hver raunverulegur hagur ungbarns er af því að láta skrá sig ómálga í trúfélag? Fíladelfíusöfnuðurinn virðist hafa sérstakar áhyggjur af því að trúleysingjar kynnu að notfæra sér ástandið og gætu „á óbeinan hátt þröngvað afstöðu sinni á barn sitt í óþökk hins foreldrisins," eins og Vörður Leví Traustason kemst að orði í athugasemd Fíladelfíusafnaðarins. Þetta er svolítið skondið þar sem flest bendir til þess að öll 6 mánaða börn séu trúlaus, enda hafa þau engin tök á tungumálinu til að móta sér skoðanir á trúmálum eða tjá sig um það í hvert þeirra nærri 40 skráðu trúfélaga sem nú starfa í landinu þau vilja ganga. Engu að síður telur Vörður þetta svo alvarlegt mál að hann vill að sett verði í lögin að foreldrar fái í mesta lagi sex mánuði til að komast að samkomulagi um trúfélagsskráningu barnsins, ella beiti ríkið þá dagsektum líkt og kveðið er á um í mannanafnalögum ef börnum er ekki gefið nafn fyrir sex mánaða aldur. Litlar áhyggjur Það er athyglisvert að bæði Þjóðkirkjan og Fíladelfía virðast hafa litlar áhyggjur af því að trúað foreldri, hvort sem það er kristið, múslími, búddatrúar eða ásatrúar kunni að vera í aðstöðu til að þvinga afstöðu sinni óbeint upp á barnið. Ég er steinhissa á þessum athugasemdum, sérstaklega í ljósi þess að samkvæmt frumvarpinu á ríkið áfram að vasast í því að skrá hvítvoðunga í trúfélög án þess að vera beðið sérstaklega um það. Það stendur heldur ekki til að breyta því að foreldrar barna yngra en 12 ára geti skráð börnin í eða úr trú- eða lífsskoðunarfélögum að þeim forspurðum. Það hefði verið forvitnilegt að vita hvernig þessi trúfélög hefðu brugðist við jafn djarfri tillögu og að börn væru ekki skráð í trúfélag nema einhver óskaði sérstaklega eftir því og þá helst barnið sjálft, til dæmis við fermingaraldur. Ég veit ekki hversu íþyngjandi slíkt væri fyrir Þjóðkirkjuna og Fíladelfíu en á erfitt með að sjá hvernig það gengur gegn hagsmunum barnsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Sem barn heyrði ég sagt að maður nokkur væri óstaðsettur í hús og spurði ég í sakleysi mínu hvað hefði komið fyrir fyrir hann. Mér var sagt að hann hefði lent í hálfgerðu limbói. Þrátt fyrir ungan aldur grunaði mig strax að hér væri ekki átt við limbódansinn skemmtilega heldur eitthvað öllu alvarlegra. Þetta rifjaðist fyrir mér þegar ég heyrði af því hvað sumum trúfélögum krossbrá við að frétta að nú ættu ungbörn á hættu að lenda í ótilgreindri stöðu ef frumvarp um jafna stöðu trúfélaga verður samþykkt óbreytt. Orðalagið ótilgreind staða er ágætt dæmi um lögfræðimál. Samkvæmt 9. gr. frumvarpsdraga um jafna stöðu trú- og lífsskoðunarfélaga telst barn vera í ótilgreindri stöðu þegar foreldrar þess eru ekki sammála um í hvaða trú- eða lífsskoðunarfélag á að skrá barnið áður en það skal fá nafn, í síðasta lagi við sex mánaða aldur. Barn í ótilgreindri stöðu er sem sagt ekki skráð í trúfélag og verður ekki skráð fyrr en foreldrarnir annaðhvort ná samkomulagi um skráninguna eða barnið ákveður sjálft að skrá sig í trúfélag við 12 ára aldur (með samþykki foreldranna), eða upp á eigin spýtur 16 ára. Barn í ótilgreindri stöðu er sem sagt óstaðsett í trúfélag. Í athugasemd sinni við frumvarpið hefur Þjóðkirkjan áhyggjur af hagsmunum þessara ungbarna og eigin hagsmunum kirkjunnar enda sé þetta „íþyngjandi fyrir trúfélögin". Að vísu er ekki tíundað nákvæmlega í athugasemdinni hverjir þessir hagsmunir barnsins eru. Engu að síður leggur Þjóðkirkjan til að breyta ákvæðinu þannig að foreldrum skuli gert að ná samkomulagi um trúfélagaskráningu í síðasta lagi áður en nafn barns skal skráð, sem samkvæmt lögum er við 6 mánaða aldur, ella verði það skráð í trúfélag móður. Raunverulegur hagur ungbarns? Það kristna fólk sem ég þekki til trúir því ekki að Guð snúi baki við börnum vegna smámuna eins og að foreldrar þeirra hafi ekki getað komið sér saman um í hvaða trúfélag á að skrá það, eða það fái að móta sér eigin skoðun á því hvaða trúfélagi það vill tilheyra. Því má auðvitað spyrja hver raunverulegur hagur ungbarns er af því að láta skrá sig ómálga í trúfélag? Fíladelfíusöfnuðurinn virðist hafa sérstakar áhyggjur af því að trúleysingjar kynnu að notfæra sér ástandið og gætu „á óbeinan hátt þröngvað afstöðu sinni á barn sitt í óþökk hins foreldrisins," eins og Vörður Leví Traustason kemst að orði í athugasemd Fíladelfíusafnaðarins. Þetta er svolítið skondið þar sem flest bendir til þess að öll 6 mánaða börn séu trúlaus, enda hafa þau engin tök á tungumálinu til að móta sér skoðanir á trúmálum eða tjá sig um það í hvert þeirra nærri 40 skráðu trúfélaga sem nú starfa í landinu þau vilja ganga. Engu að síður telur Vörður þetta svo alvarlegt mál að hann vill að sett verði í lögin að foreldrar fái í mesta lagi sex mánuði til að komast að samkomulagi um trúfélagsskráningu barnsins, ella beiti ríkið þá dagsektum líkt og kveðið er á um í mannanafnalögum ef börnum er ekki gefið nafn fyrir sex mánaða aldur. Litlar áhyggjur Það er athyglisvert að bæði Þjóðkirkjan og Fíladelfía virðast hafa litlar áhyggjur af því að trúað foreldri, hvort sem það er kristið, múslími, búddatrúar eða ásatrúar kunni að vera í aðstöðu til að þvinga afstöðu sinni óbeint upp á barnið. Ég er steinhissa á þessum athugasemdum, sérstaklega í ljósi þess að samkvæmt frumvarpinu á ríkið áfram að vasast í því að skrá hvítvoðunga í trúfélög án þess að vera beðið sérstaklega um það. Það stendur heldur ekki til að breyta því að foreldrar barna yngra en 12 ára geti skráð börnin í eða úr trú- eða lífsskoðunarfélögum að þeim forspurðum. Það hefði verið forvitnilegt að vita hvernig þessi trúfélög hefðu brugðist við jafn djarfri tillögu og að börn væru ekki skráð í trúfélag nema einhver óskaði sérstaklega eftir því og þá helst barnið sjálft, til dæmis við fermingaraldur. Ég veit ekki hversu íþyngjandi slíkt væri fyrir Þjóðkirkjuna og Fíladelfíu en á erfitt með að sjá hvernig það gengur gegn hagsmunum barnsins.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun