Brynjar: Krefst þess að ungu strákarnir standi sig betur en í fyrra Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júlí 2012 17:30 Brynjar Þór Björnsson. Mynd/Anton Brynjar Þór Björnsson er á leið heim í KR eftir eitt ár í atvinnumennsku í Svíþjóð. Hann mun spila með liðinu ásamt Helga Má Magnússyni sem er annar uppalinn KR-ingur sem ætlar að æfa og spila í DHL-höllinni næsta vetur. „Það er orðið nokkuð öruggt með okkur báða og bara formsatriði eins og staðan er núna," segir Brynjar Þór sem hefur orðið þrisvar sinnum Íslandsmeistari með KR-ingum þrátt fyrir að vera enn bara 24 ára gamall. „Það er lítið búið að vera að gerast úti og þetta er örugga leiðin. Ég vildi ekki vera of seinn í þessu heldur til að ég missti ekki af tilboðunum hér heima. Það er einhver fyrirvari í þessu að ég geti farið ef það kemur eitthvað spennandi," sagði Brynjar. „Ég er búinn að vera vanur því að vinna síðustu árin sem ég hef spilað með KR og við ætlum ekki að gefa það upp á bátinn. Ef við og Helgi komum báðir þá er þetta orðinn ágætlega sterkur mannskapur," sagði Brynjar. „Ég er mjög bjartsýnn fyrir hönd ungu strákana í KR-liðinu fyrir þetta tímabil og krefst þess að þeir standi sig vel í vetur og betur en í fyrra. Það er fínt fyrir þá að fá eldri og reyndari menn inn í þetta sem geta þá barið þá áfram," sagði Brynjar. Brynjar Þór skoraði 10,4 stig að meðaltali á 25,1 mínútum í leik með Jämtland í sænsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili en hann hitti úr 40,8 prósent þriggja stiga skota sinna. „Þetta var tækifæri sem ég hefði alls ekki viljað sleppa. Það var lærdómsríkt að vera einn úti og spila með strákum sem maður hafði aldrei spilað með áður. Þetta var mjög gaman og dýrmætt tækifæri fyrir mig," segir Brynjar sem segir að það skipti miklu máli að fá Helga líka aftur heim. „Helgi gerði eiginlega allt í 08 í vetur. Hann var að skora, taka fráköst og gefa stoðsendingar. Hann er ekki sá leikmaður sem maður tekur mikið eftir í tölfræðinni en hann skilar alltaf sínu. Þetta var að ég held besta tímabilið hans síðan að hann fór í atvinnumennsku og hann stóð sig svakalega vel," sagði Brynjar og það er mikil spenna út í KR fyrir komandi vetri. „Það verður sterkur kjarni af KR-ingum í liðinu og það er það sem KR-ingar vilja; að vera með nóg af KR-ingum í liðinu og vera að berjast um titla," segir Brynjar að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Í beinni: Man. Utd. - Lyon | Stærsti leikur tímabilsins hjá United Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Sjá meira
Brynjar Þór Björnsson er á leið heim í KR eftir eitt ár í atvinnumennsku í Svíþjóð. Hann mun spila með liðinu ásamt Helga Má Magnússyni sem er annar uppalinn KR-ingur sem ætlar að æfa og spila í DHL-höllinni næsta vetur. „Það er orðið nokkuð öruggt með okkur báða og bara formsatriði eins og staðan er núna," segir Brynjar Þór sem hefur orðið þrisvar sinnum Íslandsmeistari með KR-ingum þrátt fyrir að vera enn bara 24 ára gamall. „Það er lítið búið að vera að gerast úti og þetta er örugga leiðin. Ég vildi ekki vera of seinn í þessu heldur til að ég missti ekki af tilboðunum hér heima. Það er einhver fyrirvari í þessu að ég geti farið ef það kemur eitthvað spennandi," sagði Brynjar. „Ég er búinn að vera vanur því að vinna síðustu árin sem ég hef spilað með KR og við ætlum ekki að gefa það upp á bátinn. Ef við og Helgi komum báðir þá er þetta orðinn ágætlega sterkur mannskapur," sagði Brynjar. „Ég er mjög bjartsýnn fyrir hönd ungu strákana í KR-liðinu fyrir þetta tímabil og krefst þess að þeir standi sig vel í vetur og betur en í fyrra. Það er fínt fyrir þá að fá eldri og reyndari menn inn í þetta sem geta þá barið þá áfram," sagði Brynjar. Brynjar Þór skoraði 10,4 stig að meðaltali á 25,1 mínútum í leik með Jämtland í sænsku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili en hann hitti úr 40,8 prósent þriggja stiga skota sinna. „Þetta var tækifæri sem ég hefði alls ekki viljað sleppa. Það var lærdómsríkt að vera einn úti og spila með strákum sem maður hafði aldrei spilað með áður. Þetta var mjög gaman og dýrmætt tækifæri fyrir mig," segir Brynjar sem segir að það skipti miklu máli að fá Helga líka aftur heim. „Helgi gerði eiginlega allt í 08 í vetur. Hann var að skora, taka fráköst og gefa stoðsendingar. Hann er ekki sá leikmaður sem maður tekur mikið eftir í tölfræðinni en hann skilar alltaf sínu. Þetta var að ég held besta tímabilið hans síðan að hann fór í atvinnumennsku og hann stóð sig svakalega vel," sagði Brynjar og það er mikil spenna út í KR fyrir komandi vetri. „Það verður sterkur kjarni af KR-ingum í liðinu og það er það sem KR-ingar vilja; að vera með nóg af KR-ingum í liðinu og vera að berjast um titla," segir Brynjar að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Í beinni: Man. Utd. - Lyon | Stærsti leikur tímabilsins hjá United Fótbolti Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik