Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fylkir - Breiðablik 1-1 Kristinn Páll Teitsson á Fylkisvelli skrifar 2. júlí 2012 15:02 Mynd/Ernir Jafntefli var sanngjörn niðurstaða í leik Fylkis og Breiðabliks í Árbænum í kvöld en leiknum lauk 1-1. Bæði lið fengu möguleika á að stela sigrinum á lokamínútunum en náðu ekki að klára færin og jafntefli því niðurstaðan. Bæði liðin hafa bæði átt ágætis byrjun á mótinu og skildi aðeins eitt stig að liðunum fyrir leik, Breiðablik sat í 6. sæti með 13 stig en Fylkismenn í því 8. með 12 stig. Fyrri hálfleikur var afar dapur af hálfu beggja liða. Bæði lið lágu til baka og reyndu að sækja á skyndisóknum en lélegar sendingar trekk í trekk stöðvuðu allar slíkar hugmyndir og úr varð miðjuhnoð. Eftir hæga byrjun á seinni hálfleik kom fyrsta markið á 53. mínútu og var þar að verki Petar Rnkovic eftir skallasendingu frá Sverri Inga. Fylkismenn voru nálægt því að jafna aðeins nokkrum mínútum síðar þegar Björgólfur Takefusa komst í gott færi en Sigmar varði vel. Það voru þó mistök hans sem kostuðu Blikana stuttu seinna, þá átti Davíð Þór Ásbjörnsson gott skot þrjátíu metrum frá marki en beint á Sigmar sem missti frákastið beint í hendur Jóhanns Þórhallssonar sem var nýkominn inn á sem varamaður og átti hann ekki í erfiðleikum með að klára færið. Bæði lið fengu góð færi til að stela sigrinum á síðustu mínútum leiksins en náðu ekki að nýta sér þau og var lauk leiknum því með sanngjörnu 1-1 jafntefli. Ásgeir: Pústrar og barningar henta mér ágætlegaMynd/Daníel„Við hefðum getað skorað fleiri hér í kvöld og þeir líka þannig maður verður bara að vera sáttur með stigið," sagði Ásgeir Börkur Ásgeirsson, leikmaður Fylkis eftir leikinn. „Við vorum í bullandi færi til að koma okkur vel fyrir í einu af toppsætunum í dag en við náðum ekki að klára leikinn. Eitt stig er þó ekki slæmt og við höldum okkur í baráttunni og núna er það bara næsti leikur." Fylkismenn hafa átt kaflaskipta leiki í sumar, eftir hrikalegt tap gegn FH í deildinni hafa þeir hinsvegar komið stöðugleika á leik sinn og unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum. „Fyrir utan stórslysið hefur verið fínn stöðugleiki hjá okkur, þéttir varnarlega og að bæta okkur hægt og bítandi sóknarlega séð." Hart var barist á miðjunni í fyrri hálfleik og leiddist Ásgeiri sú stemming ekki. „Oftast eru leikirnir sem er leiðinlegir að horfa á skemmtilegastir að spila. Mikið um pústra og barninga, hentar kannski mér og okkur ágætlega," sagði Ásgeir. Finnur: Hvorugt liðið gengur sátt frá borðiMynd/Daníel„Við vildum auðvitað fá meira, við vorum með forystuna og við erum vonsviknir að fá á okkur klaufalegt jöfnunarmark," sagði Finnur Orri Margeirsson, fyrirliði Breiðabliks eftir leikinn. „Við fáum færi til að taka öll stigin undir lokin en að sama skapi vorum við heppnir að fá ekki á okkur fleiri mörk, ég held að hvorugt liðið gangi sátt frá borði í kvöld." Gott gengi Blika síðustu umferðir má rekja til varnarleiks þeirra, í síðustu 3 leikjum höfðu þeir aðeins fengið á sig eitt mark. „Við vorum að vinna þetta á vörninni, við þurfum að byggja á því. Ef þú heldur hreinu þarftu bara eitt mark og þá eru þrjú stig komin. Við hefðum þurft að pressa Davíð fyrr í markinu, við höfum séð þetta áður í sumar og vitum að hann getur þetta en við vorum bara of seinir." „Núna er bara gamla klisjan, ef maður dettur út úr bikarnum þá einbeitir maður sér bara að deildinni og við þurfum einfaldlega að gera það," sagði Finnur. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Sjá meira
Jafntefli var sanngjörn niðurstaða í leik Fylkis og Breiðabliks í Árbænum í kvöld en leiknum lauk 1-1. Bæði lið fengu möguleika á að stela sigrinum á lokamínútunum en náðu ekki að klára færin og jafntefli því niðurstaðan. Bæði liðin hafa bæði átt ágætis byrjun á mótinu og skildi aðeins eitt stig að liðunum fyrir leik, Breiðablik sat í 6. sæti með 13 stig en Fylkismenn í því 8. með 12 stig. Fyrri hálfleikur var afar dapur af hálfu beggja liða. Bæði lið lágu til baka og reyndu að sækja á skyndisóknum en lélegar sendingar trekk í trekk stöðvuðu allar slíkar hugmyndir og úr varð miðjuhnoð. Eftir hæga byrjun á seinni hálfleik kom fyrsta markið á 53. mínútu og var þar að verki Petar Rnkovic eftir skallasendingu frá Sverri Inga. Fylkismenn voru nálægt því að jafna aðeins nokkrum mínútum síðar þegar Björgólfur Takefusa komst í gott færi en Sigmar varði vel. Það voru þó mistök hans sem kostuðu Blikana stuttu seinna, þá átti Davíð Þór Ásbjörnsson gott skot þrjátíu metrum frá marki en beint á Sigmar sem missti frákastið beint í hendur Jóhanns Þórhallssonar sem var nýkominn inn á sem varamaður og átti hann ekki í erfiðleikum með að klára færið. Bæði lið fengu góð færi til að stela sigrinum á síðustu mínútum leiksins en náðu ekki að nýta sér þau og var lauk leiknum því með sanngjörnu 1-1 jafntefli. Ásgeir: Pústrar og barningar henta mér ágætlegaMynd/Daníel„Við hefðum getað skorað fleiri hér í kvöld og þeir líka þannig maður verður bara að vera sáttur með stigið," sagði Ásgeir Börkur Ásgeirsson, leikmaður Fylkis eftir leikinn. „Við vorum í bullandi færi til að koma okkur vel fyrir í einu af toppsætunum í dag en við náðum ekki að klára leikinn. Eitt stig er þó ekki slæmt og við höldum okkur í baráttunni og núna er það bara næsti leikur." Fylkismenn hafa átt kaflaskipta leiki í sumar, eftir hrikalegt tap gegn FH í deildinni hafa þeir hinsvegar komið stöðugleika á leik sinn og unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum. „Fyrir utan stórslysið hefur verið fínn stöðugleiki hjá okkur, þéttir varnarlega og að bæta okkur hægt og bítandi sóknarlega séð." Hart var barist á miðjunni í fyrri hálfleik og leiddist Ásgeiri sú stemming ekki. „Oftast eru leikirnir sem er leiðinlegir að horfa á skemmtilegastir að spila. Mikið um pústra og barninga, hentar kannski mér og okkur ágætlega," sagði Ásgeir. Finnur: Hvorugt liðið gengur sátt frá borðiMynd/Daníel„Við vildum auðvitað fá meira, við vorum með forystuna og við erum vonsviknir að fá á okkur klaufalegt jöfnunarmark," sagði Finnur Orri Margeirsson, fyrirliði Breiðabliks eftir leikinn. „Við fáum færi til að taka öll stigin undir lokin en að sama skapi vorum við heppnir að fá ekki á okkur fleiri mörk, ég held að hvorugt liðið gangi sátt frá borði í kvöld." Gott gengi Blika síðustu umferðir má rekja til varnarleiks þeirra, í síðustu 3 leikjum höfðu þeir aðeins fengið á sig eitt mark. „Við vorum að vinna þetta á vörninni, við þurfum að byggja á því. Ef þú heldur hreinu þarftu bara eitt mark og þá eru þrjú stig komin. Við hefðum þurft að pressa Davíð fyrr í markinu, við höfum séð þetta áður í sumar og vitum að hann getur þetta en við vorum bara of seinir." „Núna er bara gamla klisjan, ef maður dettur út úr bikarnum þá einbeitir maður sér bara að deildinni og við þurfum einfaldlega að gera það," sagði Finnur.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti