Innlent

Hundruð handverkakvenna óttast um hag sinn

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Verulegur hiti er meðal handverkakvenna sem hafa haft lífsviðurværi sitt af því um árabil að selja ferðamönnum prjónaðar vörur og annað íslenskt handverk. Eins og greint var frá í Fréttablaðinu á dögunum eru stórfyrirtæki á Íslandi farin að senda lopa til Kína þar sem íslenskir minjagripir eru framleiddir. Í morgun greindi Verkalýðsfélagið Framsýn greindi frá því að félagið hyggðist kanna hver kjör kinversk verkafólks væru.

„Við höfum fengið hringingar og óánægju hjá fólki sem hefur verið að framleiða þessar vörur á alþýðuheimilum," segir Aðalsteinn Baldursson formaður Framsýnar. Hann segir að fólkið óttist um stöðu sína. „Ég vil meina að þetta sé að skapa hundruð manna vinnu," bætir Aðalsteinn við. Máli sínu til stuðnings segir hann að um 100 konur í Suður - Þingeyjarsýslu prjóni vörur og selji þær á Fosshóli.

„Svo eru þetta bara blekkingar. Það er verið að flytja lopa út til Kína þar sem þetta er bara verksmiðjuframleitt. Ég er ekkert viss um að það skili sér hingað til Íslands á hvaða launum það fólk er," segir Aðalsteinn. Hann segist finna það á símtölum og facebookkveðjum sem sér berist að fólk taki undir athugasemdir varðandi þetta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×