Tónlist

Þetta atriði sló í gegn á afmælistónleikum Nýdanskrar

Meðfylgjandi myndband var tekið á fyrri afmælistónleikum Nýdanskrar í Eldborgarsal í Hörpunni í gærkvöldi þegar Unnsteinn Manuel Stefánsson úr hljómsveitinni Retro Stefson söng lagið Fram á nótt með Nýdönsk. Troðfullur salurinn kunni vel að meta flutninginn.

Þéttsetið var á báða tónleikana en fjöldi tónlistarmanna söng og spilaði með afmælisbandinu sem fagnaði 25 ára farsælum ferli. Má þar nefna KK, Sigríði Thorlacius, Urði Hákonardóttur og Svanhildi Jakobsdóttur.

Endurútgáfa lagsins Fram á nótt með Retro Stefson er fáanleg hér á Tónlist.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.