Flugvél með hala í eftirdragi leitar olíu frá Egilsstöðum Kristján Már Unnarsson skrifar 18. maí 2012 22:30 Norsk flugvél sem dregur hala á eftir sér hóf í dag flugsegulmælingar á Jan Mayen-hryggnum og hefur hún bækistöð á Egilsstöðum næstu fjórar vikur. Þá er rannsóknarskip væntanlegt á Drekasvæðið í næsta mánuði til hljóðbylgjumælinga. Þessar myndir tók Nikulás Bragason á Egilsstaðaflugvelli í morgun þegar áhöfn vélarinnar var að leggja upp í fyrsta flugið. Þetta er samstarfsverkefni íslenskra og norskra stjórnvalda og miðar að því að afla nánari upplýsinga um jarðfræði Jan Mayen-hryggjarins vegna olíuleitar. Jarðfræðistofnun Noregs og Olíustofnun Noregs standa að mælingunum ásamt Orkustofnun, sem greiðir hluta kostnaðar. Þetta er framhald flugsegulmælinga sem hófust í fyrrasumar en á heimasíðu Jarðfræðistofnunar Noregs má sjá að flogið verður yfir víðfeðmt svæði austur og norðaustur af Íslandi.Þannig dregur flugvélin mælitækið á eftir sér á flugi.Segulmælitækið líkist flugskeyti og er undir flugvélinni en á flugi er tækið látið síga aftur úr henni í langri taug og flugvélin dregur það síðan á eftir sér eins og hala svo að málmar og tæki hennar trufli ekki mælingarnar.Nordic Explorer í Hafnarfirði sumarið 2009.Grétar Þór SæþórssonRannsóknarskipið Nordic Explorer verður einnig á Jan Mayen-hryggnum í sumar við hljóðbylgjumælingar á kostnað Olíustofnunar Noregs en í samstarfi við Orkustofnun. Þessar myndir tók Grétar Þór Sæþórsson af skipinu í Hafnarfirði fyrir þremur árum þegar það nýtti Ísland sem þjónustuhöfn vegna olíuleitar við Austur-Grænland. Þrjú fylgdarskip verða með í leiðangrinum sem hefst upp úr næstu mánaðamótum og er reiknað með að hann taki tvo til þrjá mánuði. Leitarferlar skipsins ná inn í íslenska lögsögu, inn á þann hluta Drekasvæðisins sem Norðmenn eiga rétt á að nýta að einum fjórða. Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira
Norsk flugvél sem dregur hala á eftir sér hóf í dag flugsegulmælingar á Jan Mayen-hryggnum og hefur hún bækistöð á Egilsstöðum næstu fjórar vikur. Þá er rannsóknarskip væntanlegt á Drekasvæðið í næsta mánuði til hljóðbylgjumælinga. Þessar myndir tók Nikulás Bragason á Egilsstaðaflugvelli í morgun þegar áhöfn vélarinnar var að leggja upp í fyrsta flugið. Þetta er samstarfsverkefni íslenskra og norskra stjórnvalda og miðar að því að afla nánari upplýsinga um jarðfræði Jan Mayen-hryggjarins vegna olíuleitar. Jarðfræðistofnun Noregs og Olíustofnun Noregs standa að mælingunum ásamt Orkustofnun, sem greiðir hluta kostnaðar. Þetta er framhald flugsegulmælinga sem hófust í fyrrasumar en á heimasíðu Jarðfræðistofnunar Noregs má sjá að flogið verður yfir víðfeðmt svæði austur og norðaustur af Íslandi.Þannig dregur flugvélin mælitækið á eftir sér á flugi.Segulmælitækið líkist flugskeyti og er undir flugvélinni en á flugi er tækið látið síga aftur úr henni í langri taug og flugvélin dregur það síðan á eftir sér eins og hala svo að málmar og tæki hennar trufli ekki mælingarnar.Nordic Explorer í Hafnarfirði sumarið 2009.Grétar Þór SæþórssonRannsóknarskipið Nordic Explorer verður einnig á Jan Mayen-hryggnum í sumar við hljóðbylgjumælingar á kostnað Olíustofnunar Noregs en í samstarfi við Orkustofnun. Þessar myndir tók Grétar Þór Sæþórsson af skipinu í Hafnarfirði fyrir þremur árum þegar það nýtti Ísland sem þjónustuhöfn vegna olíuleitar við Austur-Grænland. Þrjú fylgdarskip verða með í leiðangrinum sem hefst upp úr næstu mánaðamótum og er reiknað með að hann taki tvo til þrjá mánuði. Leitarferlar skipsins ná inn í íslenska lögsögu, inn á þann hluta Drekasvæðisins sem Norðmenn eiga rétt á að nýta að einum fjórða.
Mest lesið Titringur á Alþingi Innlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Fleiri fréttir Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Sjá meira