Stefnumót að vori Katrín Jakobsdóttir skrifar 18. maí 2012 06:00 Það vorar og Listahátíð í Reykjavík verður sett í dag. Næstu vikur verður hægt að næra andann og njóta þeirra fjölbreyttu viðburða sem hátíðin færir okkur í þetta skiptið. Reykjavík er mikil menningarborg, langt umfram það hve margir búa í henni og á landinu öllu, ef því er að skipta. Sköpunarkraftur landsmanna er lykilþáttur í því fjölbreytta menningarlífi en Listahátíð í Reykjavík er eitt af þeim verkefnum sem nærir þetta mikla líf og leggur til dýrmæta mælikvarða sem hægt er að beita á menningarlífið. Í því sambandi hafa erlendir gestir hátíðarinnar skipt miklu máli og fært nýjungar og viðmið til landsins og íslenskir listamenn og almenningur hafa notið góðs af þeim samanburði. Hátíðin hefur þannig veitt innblástur og eflt vitund um stöðu og horfur í íslenskri menningu. Listahátíð í Reykjavík hefur á undanförnum árum líka verið mikilvægur vettvangur fyrir stefnumót grasrótar íslenskra lista og hefðanna sem myndast hafa í menningarlífinu. Slíkt samtal er öllum hollt og gott. Frumsköpun í íslenskum listum er mikilvæg um leið og hugað er að arfi þjóðarinnar í listum og menningu. Listir, í sínum fjölbreyttu myndum, geta þegar best lætur höfðað bæði til hjarta og heila. Fyrir marga brjóta þær upp daginn, koma róti á hugann, hrífa menn eða hneyksla, kæta eða græta, reita jafnvel til reiði. Listir eru hluti af þekkingarleit mannsins sem ekki er alltaf hægt að fella undir hagvaxtarmælikvarða eða bræða í mæliker vísindamanna þó að flestir telji þær ómissandi hluta mannlegs samfélags. Á undanförnum árum hefur líka færst í vöxt að dagskrá Listahátíðar færist út á götur og torg borgarinnar og liðin er sú tíð að menn umgangist listir með hvítum hönskum, alvarlegir á svip. Lykilatriðið er að njóta, upplifa og síðast en ekki síst skapa. Rétt er að hvetja alla til að kynna sér dagskrá Listahátíðar í Reykjavík 2012 og finna sér eitthvað við hæfi. Við eigum stefnumót við listina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Skoðun Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir: skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Sjá meira
Það vorar og Listahátíð í Reykjavík verður sett í dag. Næstu vikur verður hægt að næra andann og njóta þeirra fjölbreyttu viðburða sem hátíðin færir okkur í þetta skiptið. Reykjavík er mikil menningarborg, langt umfram það hve margir búa í henni og á landinu öllu, ef því er að skipta. Sköpunarkraftur landsmanna er lykilþáttur í því fjölbreytta menningarlífi en Listahátíð í Reykjavík er eitt af þeim verkefnum sem nærir þetta mikla líf og leggur til dýrmæta mælikvarða sem hægt er að beita á menningarlífið. Í því sambandi hafa erlendir gestir hátíðarinnar skipt miklu máli og fært nýjungar og viðmið til landsins og íslenskir listamenn og almenningur hafa notið góðs af þeim samanburði. Hátíðin hefur þannig veitt innblástur og eflt vitund um stöðu og horfur í íslenskri menningu. Listahátíð í Reykjavík hefur á undanförnum árum líka verið mikilvægur vettvangur fyrir stefnumót grasrótar íslenskra lista og hefðanna sem myndast hafa í menningarlífinu. Slíkt samtal er öllum hollt og gott. Frumsköpun í íslenskum listum er mikilvæg um leið og hugað er að arfi þjóðarinnar í listum og menningu. Listir, í sínum fjölbreyttu myndum, geta þegar best lætur höfðað bæði til hjarta og heila. Fyrir marga brjóta þær upp daginn, koma róti á hugann, hrífa menn eða hneyksla, kæta eða græta, reita jafnvel til reiði. Listir eru hluti af þekkingarleit mannsins sem ekki er alltaf hægt að fella undir hagvaxtarmælikvarða eða bræða í mæliker vísindamanna þó að flestir telji þær ómissandi hluta mannlegs samfélags. Á undanförnum árum hefur líka færst í vöxt að dagskrá Listahátíðar færist út á götur og torg borgarinnar og liðin er sú tíð að menn umgangist listir með hvítum hönskum, alvarlegir á svip. Lykilatriðið er að njóta, upplifa og síðast en ekki síst skapa. Rétt er að hvetja alla til að kynna sér dagskrá Listahátíðar í Reykjavík 2012 og finna sér eitthvað við hæfi. Við eigum stefnumót við listina.
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar