Sækja bæði um rannsóknarleyfi við Aldeyjarfoss Kristján Már Unnarsson skrifar 18. júlí 2012 19:30 Tvö stærstu orkufyrirtæki landsins, Landsvirkjun og Orkuveita Reykjavíkur í samstarfi við Norðlendinga, bítast nú um rannsóknarleyfi vegna 90 megavatta virkjunar við Aldeyjarfoss í Skjálfandafljóti. Orkustofnun þarf að gera upp á milli þeirra þar sem aðeins einn aðili getur haft slíkt leyfi á hverjum tíma. Virkjun Skjálfandafljóts efst í Bárðardal er áratugagömul hugmynd, um tíma var hún kölluð Íshólsvatnsvirkjun en nú Hrafnabjargavirkjun. Í vinnugögnum rammaáætlunar er miðað við að fljótið verði stíflað við Hrafnabjörg, vatnið síðan leitt í sex kílómetra göngum í stöðvarhús neðan við Aldeyjarfoss en við þetta yrði til 27 ferkílómetra miðlunarlón. Orkustofnun hefur nú til umfjöllunar tvær umsóknir um leyfi til að rannsaka þennan kost, aðra frá Landsvirkjun, sem ríkið á, og hina frá hlutafélaginu Hrafnabjargavirkjun. Það er í meirihlutaeigu Orkuveitu Reykjavíkur, sem á 60%, en aðrir eigendur eru Norðurorka með 18,75%, Orkuveita Húsavíkur 18,75% og Þingeyjarsveit 2,5%. Samkvæmt auðlindalögum getur aðeins einn aðili í einu haft leyfi til rannsókna á ákveðnu svæði og því þarf Orkustofnun að velja á milli umsækjenda, að sögn Kristins Einarssonar, yfirverkefnisstjóra auðlindamála hjá Orkustofnun og staðgengils orkumálastjóra, en hann minnist þess ekki að slíkt hafi gerst áður. Lögbundnir umsagnaraðilar, umhverfisráðuneyti og landeigendur, hafa frest fram í ágústmánuð til að lýsa áliti sínu. Virkjun á þessum stað myndi skerða rennsli Aldeyjarfoss en í drögum að rammaáætlun var hún sett í biðflokk. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 segir Kristinn að biðflokkur geri ráð fyrir því að menn séu ekki með öll gögn í höndunum og því þurfi að afla fleiri gagna. Því væri rökrétt að leyfa rannsóknir. Kristinn tekur þó fram að rannsóknarleyfi innifeli engan forgang að virkjunarleyfi síðar og sé heldur engin stefnumörkun um hvar skuli virkja. „Þetta er einfaldlega spurning um að afla frekari gagna svo menn geti tekið upplýsta ákvörðun, þegar þar að kemur," segir Kristinn. Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Tvö stærstu orkufyrirtæki landsins, Landsvirkjun og Orkuveita Reykjavíkur í samstarfi við Norðlendinga, bítast nú um rannsóknarleyfi vegna 90 megavatta virkjunar við Aldeyjarfoss í Skjálfandafljóti. Orkustofnun þarf að gera upp á milli þeirra þar sem aðeins einn aðili getur haft slíkt leyfi á hverjum tíma. Virkjun Skjálfandafljóts efst í Bárðardal er áratugagömul hugmynd, um tíma var hún kölluð Íshólsvatnsvirkjun en nú Hrafnabjargavirkjun. Í vinnugögnum rammaáætlunar er miðað við að fljótið verði stíflað við Hrafnabjörg, vatnið síðan leitt í sex kílómetra göngum í stöðvarhús neðan við Aldeyjarfoss en við þetta yrði til 27 ferkílómetra miðlunarlón. Orkustofnun hefur nú til umfjöllunar tvær umsóknir um leyfi til að rannsaka þennan kost, aðra frá Landsvirkjun, sem ríkið á, og hina frá hlutafélaginu Hrafnabjargavirkjun. Það er í meirihlutaeigu Orkuveitu Reykjavíkur, sem á 60%, en aðrir eigendur eru Norðurorka með 18,75%, Orkuveita Húsavíkur 18,75% og Þingeyjarsveit 2,5%. Samkvæmt auðlindalögum getur aðeins einn aðili í einu haft leyfi til rannsókna á ákveðnu svæði og því þarf Orkustofnun að velja á milli umsækjenda, að sögn Kristins Einarssonar, yfirverkefnisstjóra auðlindamála hjá Orkustofnun og staðgengils orkumálastjóra, en hann minnist þess ekki að slíkt hafi gerst áður. Lögbundnir umsagnaraðilar, umhverfisráðuneyti og landeigendur, hafa frest fram í ágústmánuð til að lýsa áliti sínu. Virkjun á þessum stað myndi skerða rennsli Aldeyjarfoss en í drögum að rammaáætlun var hún sett í biðflokk. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 segir Kristinn að biðflokkur geri ráð fyrir því að menn séu ekki með öll gögn í höndunum og því þurfi að afla fleiri gagna. Því væri rökrétt að leyfa rannsóknir. Kristinn tekur þó fram að rannsóknarleyfi innifeli engan forgang að virkjunarleyfi síðar og sé heldur engin stefnumörkun um hvar skuli virkja. „Þetta er einfaldlega spurning um að afla frekari gagna svo menn geti tekið upplýsta ákvörðun, þegar þar að kemur," segir Kristinn.
Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira