Sækja bæði um rannsóknarleyfi við Aldeyjarfoss Kristján Már Unnarsson skrifar 18. júlí 2012 19:30 Tvö stærstu orkufyrirtæki landsins, Landsvirkjun og Orkuveita Reykjavíkur í samstarfi við Norðlendinga, bítast nú um rannsóknarleyfi vegna 90 megavatta virkjunar við Aldeyjarfoss í Skjálfandafljóti. Orkustofnun þarf að gera upp á milli þeirra þar sem aðeins einn aðili getur haft slíkt leyfi á hverjum tíma. Virkjun Skjálfandafljóts efst í Bárðardal er áratugagömul hugmynd, um tíma var hún kölluð Íshólsvatnsvirkjun en nú Hrafnabjargavirkjun. Í vinnugögnum rammaáætlunar er miðað við að fljótið verði stíflað við Hrafnabjörg, vatnið síðan leitt í sex kílómetra göngum í stöðvarhús neðan við Aldeyjarfoss en við þetta yrði til 27 ferkílómetra miðlunarlón. Orkustofnun hefur nú til umfjöllunar tvær umsóknir um leyfi til að rannsaka þennan kost, aðra frá Landsvirkjun, sem ríkið á, og hina frá hlutafélaginu Hrafnabjargavirkjun. Það er í meirihlutaeigu Orkuveitu Reykjavíkur, sem á 60%, en aðrir eigendur eru Norðurorka með 18,75%, Orkuveita Húsavíkur 18,75% og Þingeyjarsveit 2,5%. Samkvæmt auðlindalögum getur aðeins einn aðili í einu haft leyfi til rannsókna á ákveðnu svæði og því þarf Orkustofnun að velja á milli umsækjenda, að sögn Kristins Einarssonar, yfirverkefnisstjóra auðlindamála hjá Orkustofnun og staðgengils orkumálastjóra, en hann minnist þess ekki að slíkt hafi gerst áður. Lögbundnir umsagnaraðilar, umhverfisráðuneyti og landeigendur, hafa frest fram í ágústmánuð til að lýsa áliti sínu. Virkjun á þessum stað myndi skerða rennsli Aldeyjarfoss en í drögum að rammaáætlun var hún sett í biðflokk. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 segir Kristinn að biðflokkur geri ráð fyrir því að menn séu ekki með öll gögn í höndunum og því þurfi að afla fleiri gagna. Því væri rökrétt að leyfa rannsóknir. Kristinn tekur þó fram að rannsóknarleyfi innifeli engan forgang að virkjunarleyfi síðar og sé heldur engin stefnumörkun um hvar skuli virkja. „Þetta er einfaldlega spurning um að afla frekari gagna svo menn geti tekið upplýsta ákvörðun, þegar þar að kemur," segir Kristinn. Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Tvö stærstu orkufyrirtæki landsins, Landsvirkjun og Orkuveita Reykjavíkur í samstarfi við Norðlendinga, bítast nú um rannsóknarleyfi vegna 90 megavatta virkjunar við Aldeyjarfoss í Skjálfandafljóti. Orkustofnun þarf að gera upp á milli þeirra þar sem aðeins einn aðili getur haft slíkt leyfi á hverjum tíma. Virkjun Skjálfandafljóts efst í Bárðardal er áratugagömul hugmynd, um tíma var hún kölluð Íshólsvatnsvirkjun en nú Hrafnabjargavirkjun. Í vinnugögnum rammaáætlunar er miðað við að fljótið verði stíflað við Hrafnabjörg, vatnið síðan leitt í sex kílómetra göngum í stöðvarhús neðan við Aldeyjarfoss en við þetta yrði til 27 ferkílómetra miðlunarlón. Orkustofnun hefur nú til umfjöllunar tvær umsóknir um leyfi til að rannsaka þennan kost, aðra frá Landsvirkjun, sem ríkið á, og hina frá hlutafélaginu Hrafnabjargavirkjun. Það er í meirihlutaeigu Orkuveitu Reykjavíkur, sem á 60%, en aðrir eigendur eru Norðurorka með 18,75%, Orkuveita Húsavíkur 18,75% og Þingeyjarsveit 2,5%. Samkvæmt auðlindalögum getur aðeins einn aðili í einu haft leyfi til rannsókna á ákveðnu svæði og því þarf Orkustofnun að velja á milli umsækjenda, að sögn Kristins Einarssonar, yfirverkefnisstjóra auðlindamála hjá Orkustofnun og staðgengils orkumálastjóra, en hann minnist þess ekki að slíkt hafi gerst áður. Lögbundnir umsagnaraðilar, umhverfisráðuneyti og landeigendur, hafa frest fram í ágústmánuð til að lýsa áliti sínu. Virkjun á þessum stað myndi skerða rennsli Aldeyjarfoss en í drögum að rammaáætlun var hún sett í biðflokk. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 segir Kristinn að biðflokkur geri ráð fyrir því að menn séu ekki með öll gögn í höndunum og því þurfi að afla fleiri gagna. Því væri rökrétt að leyfa rannsóknir. Kristinn tekur þó fram að rannsóknarleyfi innifeli engan forgang að virkjunarleyfi síðar og sé heldur engin stefnumörkun um hvar skuli virkja. „Þetta er einfaldlega spurning um að afla frekari gagna svo menn geti tekið upplýsta ákvörðun, þegar þar að kemur," segir Kristinn.
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira