Sækja bæði um rannsóknarleyfi við Aldeyjarfoss Kristján Már Unnarsson skrifar 18. júlí 2012 19:30 Tvö stærstu orkufyrirtæki landsins, Landsvirkjun og Orkuveita Reykjavíkur í samstarfi við Norðlendinga, bítast nú um rannsóknarleyfi vegna 90 megavatta virkjunar við Aldeyjarfoss í Skjálfandafljóti. Orkustofnun þarf að gera upp á milli þeirra þar sem aðeins einn aðili getur haft slíkt leyfi á hverjum tíma. Virkjun Skjálfandafljóts efst í Bárðardal er áratugagömul hugmynd, um tíma var hún kölluð Íshólsvatnsvirkjun en nú Hrafnabjargavirkjun. Í vinnugögnum rammaáætlunar er miðað við að fljótið verði stíflað við Hrafnabjörg, vatnið síðan leitt í sex kílómetra göngum í stöðvarhús neðan við Aldeyjarfoss en við þetta yrði til 27 ferkílómetra miðlunarlón. Orkustofnun hefur nú til umfjöllunar tvær umsóknir um leyfi til að rannsaka þennan kost, aðra frá Landsvirkjun, sem ríkið á, og hina frá hlutafélaginu Hrafnabjargavirkjun. Það er í meirihlutaeigu Orkuveitu Reykjavíkur, sem á 60%, en aðrir eigendur eru Norðurorka með 18,75%, Orkuveita Húsavíkur 18,75% og Þingeyjarsveit 2,5%. Samkvæmt auðlindalögum getur aðeins einn aðili í einu haft leyfi til rannsókna á ákveðnu svæði og því þarf Orkustofnun að velja á milli umsækjenda, að sögn Kristins Einarssonar, yfirverkefnisstjóra auðlindamála hjá Orkustofnun og staðgengils orkumálastjóra, en hann minnist þess ekki að slíkt hafi gerst áður. Lögbundnir umsagnaraðilar, umhverfisráðuneyti og landeigendur, hafa frest fram í ágústmánuð til að lýsa áliti sínu. Virkjun á þessum stað myndi skerða rennsli Aldeyjarfoss en í drögum að rammaáætlun var hún sett í biðflokk. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 segir Kristinn að biðflokkur geri ráð fyrir því að menn séu ekki með öll gögn í höndunum og því þurfi að afla fleiri gagna. Því væri rökrétt að leyfa rannsóknir. Kristinn tekur þó fram að rannsóknarleyfi innifeli engan forgang að virkjunarleyfi síðar og sé heldur engin stefnumörkun um hvar skuli virkja. „Þetta er einfaldlega spurning um að afla frekari gagna svo menn geti tekið upplýsta ákvörðun, þegar þar að kemur," segir Kristinn. Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Sjá meira
Tvö stærstu orkufyrirtæki landsins, Landsvirkjun og Orkuveita Reykjavíkur í samstarfi við Norðlendinga, bítast nú um rannsóknarleyfi vegna 90 megavatta virkjunar við Aldeyjarfoss í Skjálfandafljóti. Orkustofnun þarf að gera upp á milli þeirra þar sem aðeins einn aðili getur haft slíkt leyfi á hverjum tíma. Virkjun Skjálfandafljóts efst í Bárðardal er áratugagömul hugmynd, um tíma var hún kölluð Íshólsvatnsvirkjun en nú Hrafnabjargavirkjun. Í vinnugögnum rammaáætlunar er miðað við að fljótið verði stíflað við Hrafnabjörg, vatnið síðan leitt í sex kílómetra göngum í stöðvarhús neðan við Aldeyjarfoss en við þetta yrði til 27 ferkílómetra miðlunarlón. Orkustofnun hefur nú til umfjöllunar tvær umsóknir um leyfi til að rannsaka þennan kost, aðra frá Landsvirkjun, sem ríkið á, og hina frá hlutafélaginu Hrafnabjargavirkjun. Það er í meirihlutaeigu Orkuveitu Reykjavíkur, sem á 60%, en aðrir eigendur eru Norðurorka með 18,75%, Orkuveita Húsavíkur 18,75% og Þingeyjarsveit 2,5%. Samkvæmt auðlindalögum getur aðeins einn aðili í einu haft leyfi til rannsókna á ákveðnu svæði og því þarf Orkustofnun að velja á milli umsækjenda, að sögn Kristins Einarssonar, yfirverkefnisstjóra auðlindamála hjá Orkustofnun og staðgengils orkumálastjóra, en hann minnist þess ekki að slíkt hafi gerst áður. Lögbundnir umsagnaraðilar, umhverfisráðuneyti og landeigendur, hafa frest fram í ágústmánuð til að lýsa áliti sínu. Virkjun á þessum stað myndi skerða rennsli Aldeyjarfoss en í drögum að rammaáætlun var hún sett í biðflokk. Í viðtali í fréttum Stöðvar 2 segir Kristinn að biðflokkur geri ráð fyrir því að menn séu ekki með öll gögn í höndunum og því þurfi að afla fleiri gagna. Því væri rökrétt að leyfa rannsóknir. Kristinn tekur þó fram að rannsóknarleyfi innifeli engan forgang að virkjunarleyfi síðar og sé heldur engin stefnumörkun um hvar skuli virkja. „Þetta er einfaldlega spurning um að afla frekari gagna svo menn geti tekið upplýsta ákvörðun, þegar þar að kemur," segir Kristinn.
Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Sjá meira