Til hamingju með undirritun Evrópska landslagssamningsins Auður Sveinsdóttir skrifar 18. júlí 2012 06:00 Fyrir tilstilli Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra varð Ísland 40. Evrópuþjóðin af 47 til að undirrita Evrópska landslagssamninginn (The European Landscape Convention) þann 29. júní síðastliðinn. Henni tókst það sem fjórum forverum hennar lánaðist ekki á þeim tólf árum frá því samningurinn var samþykktur í Flórens 20. október árið 2000. Upphaflega var hvatinn að samningnum sá, að talið var nauðsynlegt „að vekja athygli á landslaginu sem umlykur okkur og hversu mikilvægt það er hvað varðar lífsgæði fólks; í þéttbýli jafnt sem dreifbýli. Samningurinn snýst ekki aðeins um verndun landsvæða heldur ekki síst notkun, skipulag og meðferð á okkar daglega umhverfi „hversdagslandslaginu“. Mörgum kann að þykja það undarlegt að það þurfi sérstakan samning um landslag, því til skamms tíma hefur landslagið í okkar hug verið ósnertanleg náttúra og einungis á valdi æðri máttarvalda að breyta. Sú afstaða vekur furðu því sýn manna og notkun á hugtakinu landslag hefur breyst mikið á síðustu áratugum, sbr. starfsheitið landslagsarkitekt. Íslenskt landslag er ein meginstoðin undir búsetu okkar og vellíðan hér á landi og rökin fyrir því að taka þennan samning í notkun og nýta hann sem verkfæri eru m.a. Ÿ Við búum í landi með fjölbreyttu landslagi og við verðum að styrkja, efla og sinna því Ÿ Við þurfum að geta upplifað umhverfi okkar og gera okkur grein fyrir því að landslag á Íslandi er hluti af menningar- og náttúrulegri arfleifð okkar Ÿ Við erum hluti af stærri heild og við berum ábyrgð. Íslenskt, norrænt, evrópskt og alþjóðlegt landslag Ÿ Ferðaþjónusta á Íslandi er vaxandi atvinnugrein og við þurfum að átta okkur á því sem skiptir máli fyrir ferðamenn sem koma hingað. Að hverju eru þeir að leita? Ÿ Við þurfum að tryggja matvælaöryggi Í landslaginu er saga þjóðarinnar skráð, hvernig við höfum lifað og starfað í landinu um aldir í blíðu og stríðu. Landslagið er í stöðugri breytingu og sérhver tími skilur eftir sig spor – minningar verða eftir – þær móta okkur og landslagið náttúrulegt og manngert er hluti af ímynd og sjálfsmynd okkar sem þjóðar. Það er verkefni okkar að nýta landslagið þannig að verðmæti þess verði viðhaldið og að gildi þess sé einnig varðveitt til lengri tíma litið. Landslagið með sínum náttúrufarslegu og menningarlegu verðmætum er gífurlega mikilvæg samfélagsleg auðlind sem getur haft efnahagsleg áhrif. Með því að nýta sér Evrópska landslagssamninginn er hægt að auka, efla og stuðla að lífsgæðum og heilbrigði þjóðarinnar. Líta má á samninginn sem verkfærasett fyrir löggjafann (Alþingi) til að innleiða í viðeigandi lagaumhverfi og fyrir sveitarfélög að nýta sér ákvæði hans í sínar reglugerðir. Fram undan blasir við áhugavert og ögrandi verkefni til vinnu með okkar íslenska landslag á margvíslegan hátt, innan stjórnsýslunnar, með beinum aðgerðum sveitarfélaga, stofnana og almennings, auka meðvitund íbúa fyrir umhverfinu, efla rannsóknir og þróun á sviði landslagsfræða, styrkja skráningu og kortlagningu landslagsgerða svo eitthvað sé nefnt. Íslenskt landslag er auðlind – segir í raun allt sem segja þarf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Fyrir tilstilli Svandísar Svavarsdóttur umhverfisráðherra varð Ísland 40. Evrópuþjóðin af 47 til að undirrita Evrópska landslagssamninginn (The European Landscape Convention) þann 29. júní síðastliðinn. Henni tókst það sem fjórum forverum hennar lánaðist ekki á þeim tólf árum frá því samningurinn var samþykktur í Flórens 20. október árið 2000. Upphaflega var hvatinn að samningnum sá, að talið var nauðsynlegt „að vekja athygli á landslaginu sem umlykur okkur og hversu mikilvægt það er hvað varðar lífsgæði fólks; í þéttbýli jafnt sem dreifbýli. Samningurinn snýst ekki aðeins um verndun landsvæða heldur ekki síst notkun, skipulag og meðferð á okkar daglega umhverfi „hversdagslandslaginu“. Mörgum kann að þykja það undarlegt að það þurfi sérstakan samning um landslag, því til skamms tíma hefur landslagið í okkar hug verið ósnertanleg náttúra og einungis á valdi æðri máttarvalda að breyta. Sú afstaða vekur furðu því sýn manna og notkun á hugtakinu landslag hefur breyst mikið á síðustu áratugum, sbr. starfsheitið landslagsarkitekt. Íslenskt landslag er ein meginstoðin undir búsetu okkar og vellíðan hér á landi og rökin fyrir því að taka þennan samning í notkun og nýta hann sem verkfæri eru m.a. Ÿ Við búum í landi með fjölbreyttu landslagi og við verðum að styrkja, efla og sinna því Ÿ Við þurfum að geta upplifað umhverfi okkar og gera okkur grein fyrir því að landslag á Íslandi er hluti af menningar- og náttúrulegri arfleifð okkar Ÿ Við erum hluti af stærri heild og við berum ábyrgð. Íslenskt, norrænt, evrópskt og alþjóðlegt landslag Ÿ Ferðaþjónusta á Íslandi er vaxandi atvinnugrein og við þurfum að átta okkur á því sem skiptir máli fyrir ferðamenn sem koma hingað. Að hverju eru þeir að leita? Ÿ Við þurfum að tryggja matvælaöryggi Í landslaginu er saga þjóðarinnar skráð, hvernig við höfum lifað og starfað í landinu um aldir í blíðu og stríðu. Landslagið er í stöðugri breytingu og sérhver tími skilur eftir sig spor – minningar verða eftir – þær móta okkur og landslagið náttúrulegt og manngert er hluti af ímynd og sjálfsmynd okkar sem þjóðar. Það er verkefni okkar að nýta landslagið þannig að verðmæti þess verði viðhaldið og að gildi þess sé einnig varðveitt til lengri tíma litið. Landslagið með sínum náttúrufarslegu og menningarlegu verðmætum er gífurlega mikilvæg samfélagsleg auðlind sem getur haft efnahagsleg áhrif. Með því að nýta sér Evrópska landslagssamninginn er hægt að auka, efla og stuðla að lífsgæðum og heilbrigði þjóðarinnar. Líta má á samninginn sem verkfærasett fyrir löggjafann (Alþingi) til að innleiða í viðeigandi lagaumhverfi og fyrir sveitarfélög að nýta sér ákvæði hans í sínar reglugerðir. Fram undan blasir við áhugavert og ögrandi verkefni til vinnu með okkar íslenska landslag á margvíslegan hátt, innan stjórnsýslunnar, með beinum aðgerðum sveitarfélaga, stofnana og almennings, auka meðvitund íbúa fyrir umhverfinu, efla rannsóknir og þróun á sviði landslagsfræða, styrkja skráningu og kortlagningu landslagsgerða svo eitthvað sé nefnt. Íslenskt landslag er auðlind – segir í raun allt sem segja þarf.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun