

Til hamingju með undirritun Evrópska landslagssamningsins
Upphaflega var hvatinn að samningnum sá, að talið var nauðsynlegt „að vekja athygli á landslaginu sem umlykur okkur og hversu mikilvægt það er hvað varðar lífsgæði fólks; í þéttbýli jafnt sem dreifbýli. Samningurinn snýst ekki aðeins um verndun landsvæða heldur ekki síst notkun, skipulag og meðferð á okkar daglega umhverfi „hversdagslandslaginu“.
Mörgum kann að þykja það undarlegt að það þurfi sérstakan samning um landslag, því til skamms tíma hefur landslagið í okkar hug verið ósnertanleg náttúra og einungis á valdi æðri máttarvalda að breyta. Sú afstaða vekur furðu því sýn manna og notkun á hugtakinu landslag hefur breyst mikið á síðustu áratugum, sbr. starfsheitið landslagsarkitekt.
Íslenskt landslag er ein meginstoðin undir búsetu okkar og vellíðan hér á landi og rökin fyrir því að taka þennan samning í notkun og nýta hann sem verkfæri eru m.a.
Ÿ Við búum í landi með fjölbreyttu landslagi og við verðum að styrkja, efla og sinna því
Ÿ Við þurfum að geta upplifað umhverfi okkar og gera okkur grein fyrir því að landslag á Íslandi er hluti af menningar- og náttúrulegri arfleifð okkar
Ÿ Við erum hluti af stærri heild og við berum ábyrgð. Íslenskt, norrænt, evrópskt og alþjóðlegt landslag
Ÿ Ferðaþjónusta á Íslandi er vaxandi atvinnugrein og við þurfum að átta okkur á því sem skiptir máli fyrir ferðamenn sem koma hingað. Að hverju eru þeir að leita?
Ÿ Við þurfum að tryggja matvælaöryggi
Í landslaginu er saga þjóðarinnar skráð, hvernig við höfum lifað og starfað í landinu um aldir í blíðu og stríðu. Landslagið er í stöðugri breytingu og sérhver tími skilur eftir sig spor – minningar verða eftir – þær móta okkur og landslagið náttúrulegt og manngert er hluti af ímynd og sjálfsmynd okkar sem þjóðar. Það er verkefni okkar að nýta landslagið þannig að verðmæti þess verði viðhaldið og að gildi þess sé einnig varðveitt til lengri tíma litið.
Landslagið með sínum náttúrufarslegu og menningarlegu verðmætum er gífurlega mikilvæg samfélagsleg auðlind sem getur haft efnahagsleg áhrif. Með því að nýta sér Evrópska landslagssamninginn er hægt að auka, efla og stuðla að lífsgæðum og heilbrigði þjóðarinnar.
Líta má á samninginn sem verkfærasett fyrir löggjafann (Alþingi) til að innleiða í viðeigandi lagaumhverfi og fyrir sveitarfélög að nýta sér ákvæði hans í sínar reglugerðir.
Fram undan blasir við áhugavert og ögrandi verkefni til vinnu með okkar íslenska landslag á margvíslegan hátt, innan stjórnsýslunnar, með beinum aðgerðum sveitarfélaga, stofnana og almennings, auka meðvitund íbúa fyrir umhverfinu, efla rannsóknir og þróun á sviði landslagsfræða, styrkja skráningu og kortlagningu landslagsgerða svo eitthvað sé nefnt.
Íslenskt landslag er auðlind – segir í raun allt sem segja þarf.
Skoðun

Fækkum kennurum um 90%
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Uppsagnarbréf til góða fólksins
Daníel Freyr Jónsson skrifar

Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi
Skúli S. Ólafsson skrifar

Hugtakastríðið mikla
Sigmar Guðmundsson skrifar

Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun
Stefán Már Gunnlaugsson skrifar

Ekki er allt sem sýnist
Ólafur Helgi Marteinsson skrifar

Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum?
Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar

Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni
Finnbjörn A. Hermannsson skrifar

Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu
Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar

Þegar barn óttast önnur börn
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína
Einar Steingrímsson skrifar

Ákall um breytingar
Gissur Freyr Gissurarson skrifar

Veit sem sagt Grímur betur?
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun?
Henning Arnór Úlfarsson skrifar

Laun kvenna og karla
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar

Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af
Diljá Mist Einarsdóttir skrifar

Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support
Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar

Vanfjármögnun vísindanna
Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar

Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól
Davíð Michelsen skrifar

Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera?
Hulda Steingrímsdóttir skrifar

Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum?
Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar

Lýðræðið deyr í myrkrinu
Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar

Færni til framtíðar
Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar

Ofbeldi
Bjarni Karlsson skrifar

Lestu Gaza
Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar

Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði
Sandra B. Franks skrifar

10 ár og bull í lokin
Jón Pétur Zimsen skrifar

Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk
Gísli Gunnar Marteinsson skrifar

Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt?
Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar

Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands
Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar