Blóðugur niðurskurður á Spáni BBI skrifar 11. júlí 2012 16:00 Blóðug kona umkringd óeirðarlögreglumönnum eftir átök í Madrid í dag. Mynd/AFP Ríkisstjórn Spánar kynnti í dag víðfermar niðurskurðaráætlanir og skattahækkanir. Óeirðir og mótmæli urðu á götum landsins og í Madrid kom til átaka milli mótmælenda og lögreglu. Aðhaldsaðgerðirnar eru í tengslum við neyðarlán sem Spánn fékk frá Evrópusambandinu til að standa undir fjármögnun bankakerfisins. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur fagnað aðgerðunum sem boðaðar voru í dag. Forsætisráðherran Mariano Rajoy sagði þingheimi að aðhaldsaðgerðir hans yrðu að koma til framkvæmda strax. Meðal aðgerðanna mun virðisaukaskattur hækka úr 18% í 21%. Jólabónus ríkisstarfsmanna verður afnuminn. Styrkir til stjórnmálaflokka minnka um 20% á næsta ári. Atvinnuleysisbætur lækka. Uppi eru áform um nýja óbeina skatta á orku. Ýmis samgöngumannvirki verða einkavædd. Virðisaukaskattahækkunin er ekki í samræmi við kosningaloforð Rajoy. Það er ekki lengra en 6 mánuðir síðan Rajoy fullyrti að ekki stæði til að hækka virðisaukaskattinn. Breyttar aðstæður hafa valdið þessari stefnubreytingu hans að eigin sögn. Lífeyrisþegar munu aftur á móti halda óbreyttum kjörum í bili og þar með tekst Rajoy að standa við eitt af kosningaloforðum sínum. Í Madrid kom til átaka þegar námuverkmenn mótmæltu. Lögregla skaut gúmmíboltum að verkamönnunum sem nutu stuðnings fjölda fólks. Einhverjir slösuðust og nokkrir voru handteknir. Leiðtogar iðnaðar í landinu vara við því að aðgerðir stjórnarinnar muni fæla ferðamenn frá landinu sem muni kosta þúsundir manna atvinnuna. Spánn er fjórða stærsta hagkerfi evrusvæðisins. Aðstæður í landinu eru vissulega átakanlegar. Atvinumál eru í miklum ólestri. Einn af hverjum fjórum er atvinnulaus og aðeins annað hvert ungmenni hefur vinnu. Ástandið í atvinnumálum er því svartara en í Grikklandi. Húsnæðisverð hefur fallið um 25% frá árinu 2008 og bankakerfi landsins er á brauðfótum.Umfjöllun BBC. Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Ríkisstjórn Spánar kynnti í dag víðfermar niðurskurðaráætlanir og skattahækkanir. Óeirðir og mótmæli urðu á götum landsins og í Madrid kom til átaka milli mótmælenda og lögreglu. Aðhaldsaðgerðirnar eru í tengslum við neyðarlán sem Spánn fékk frá Evrópusambandinu til að standa undir fjármögnun bankakerfisins. Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hefur fagnað aðgerðunum sem boðaðar voru í dag. Forsætisráðherran Mariano Rajoy sagði þingheimi að aðhaldsaðgerðir hans yrðu að koma til framkvæmda strax. Meðal aðgerðanna mun virðisaukaskattur hækka úr 18% í 21%. Jólabónus ríkisstarfsmanna verður afnuminn. Styrkir til stjórnmálaflokka minnka um 20% á næsta ári. Atvinnuleysisbætur lækka. Uppi eru áform um nýja óbeina skatta á orku. Ýmis samgöngumannvirki verða einkavædd. Virðisaukaskattahækkunin er ekki í samræmi við kosningaloforð Rajoy. Það er ekki lengra en 6 mánuðir síðan Rajoy fullyrti að ekki stæði til að hækka virðisaukaskattinn. Breyttar aðstæður hafa valdið þessari stefnubreytingu hans að eigin sögn. Lífeyrisþegar munu aftur á móti halda óbreyttum kjörum í bili og þar með tekst Rajoy að standa við eitt af kosningaloforðum sínum. Í Madrid kom til átaka þegar námuverkmenn mótmæltu. Lögregla skaut gúmmíboltum að verkamönnunum sem nutu stuðnings fjölda fólks. Einhverjir slösuðust og nokkrir voru handteknir. Leiðtogar iðnaðar í landinu vara við því að aðgerðir stjórnarinnar muni fæla ferðamenn frá landinu sem muni kosta þúsundir manna atvinnuna. Spánn er fjórða stærsta hagkerfi evrusvæðisins. Aðstæður í landinu eru vissulega átakanlegar. Atvinumál eru í miklum ólestri. Einn af hverjum fjórum er atvinnulaus og aðeins annað hvert ungmenni hefur vinnu. Ástandið í atvinnumálum er því svartara en í Grikklandi. Húsnæðisverð hefur fallið um 25% frá árinu 2008 og bankakerfi landsins er á brauðfótum.Umfjöllun BBC.
Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira