Íslenskir dómstólar brutu á blaðakonum 11. júlí 2012 03:00 Mannréttindadómstóll Evrópu hefur fleiri mál íslenskra blaðamanna til athugunar.nordicphotos/afp Nordicphotos/AFP Íslenska ríkið braut gegn tjáningarfrelsi blaðamannanna Bjarkar Eiðsdóttur og Erlu Hlynsdóttur, þegar þær voru dæmdar til að bera ábyrgð á ummælum viðmælenda sinna og fundnar sekar um meiðyrði árið 2009. Þetta er niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu, sem dæmir ríkið til að greiða þeim báðum milljónir í skaða- og miskabætur og málskostnað. Björk skrifaði grein í Vikuna um nektarstaðinn Goldfinger og birti viðtal við fyrrverandi nektardansmey sem sagði Ásgeir Þór Davíðsson, eiganda staðarins, fara illa með starfsfólk og halda því í gíslingu. Ásgeir stefndi þeim báðum, féll hins vegar frá málinu á hendur dansmeynni og fékk Björk að lokum sakfellda í Hæstarétti. Erla skrifaði frétt í DV um deilur Davíðs Smára Helenarsonar við Viðar Má Friðfinnsson, eiganda skemmtistaðarins Strawberries. Í fréttinni var haft eftir Davíð Smára að Viðar gumaði sig gjarnan af tengslum við litháíska glæpamenn og að hann teldi litháísku mafíuna eiga þar samastað. Erla var fundin sek um meiðyrði og fékk ekki að áfrýja til Hæstaréttar. Mannréttindadómstóllinn kemst að þeirri niðurstöðu að það hamli mjög fjölmiðlamönnum sem vilja taka þátt í umræðu um mál sem varði almenning miklu, ef þeim er refsað fyrir að birta orðrétt ummæli viðmælenda sinna. Dómstóllinn bendir á að áður en greinarnar birtust hafi átt sér stað umræða á Íslandi um starfsemi nektarstaða og að skrif Bjarkar hafi verið nauðsynlegur hluti af opinberri umræðu um slíka staði. Þá hafi Björk stutt staðhæfingarnar í greininni rökum og gögnum. Niðurstaðan í máli Erlu er enn afdráttarlausari, enda segir þar að íslenskir dómstólar hafi ekki stutt það nægum rökum að ummælin sem dæmt er fyrir hafi yfirleitt verið ærumeiðandi. Þá er tekið fram að þær hafi báðar leitað viðbragða allra málsaðila og því hafi jafnvægis verið gætt í umfjölluninni. Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaðurinn sem rak málin fyrir hönd Bjarkar og Erlu, segir niðurstöðuna áfellisdóm yfir vinnubrögðum íslenskra dómstóla. „Ég held að þetta hafi verið afskaplega mikilvægir dómar fyrir blaðamannastéttina í heild," segir Gunnar. Dómarnir íslensku yfir Björk og Erlu byggðu á prentlögum frá árinu 1956, þar sem kveðið var á um að blaðamenn bæru ábyrgð á orðum viðmælenda sinna. Því hefur síðan verið breytt með nýjum fjölmiðlalögum. Gunnar Ingi segir áhrif dómsins þó víðtækari. „Það er ýmislegt þarna sem getur haft áhrif, umfram það hver ber ábyrgð á ummælunum," segir hann. „Dómstóllinn leggur mikla áherslu á að í báðum þessum tilfellum hafi verið til umfjöllunar málefni sem varða almenning og það hafi verið réttlætanlegt að fjalla um það. Það er mikilvægt því að íslenska ríkið fullyrti í sinni greinargerð að þetta hafi verið umfjöllunarefni sem átti ekki erindi við almenning. Síðan staðfestir dómurinn líka að sá sem samsamar sig starfsemi á borð við nektarstaði, eins og í tilviki Ásgeirs Þórs Davíðssonar, er útsettari fyrir og þarf að þola meiri gagnrýni en aðrir." Íslenska ríkinu er gert að greiða Björk samtals 37.790 evrur, tæpar sex milljónir króna, og Erlu 21.500 evrur, sem jafngildir 3,4 milljónum króna. stigur@frettabladid.is Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira
Íslenska ríkið braut gegn tjáningarfrelsi blaðamannanna Bjarkar Eiðsdóttur og Erlu Hlynsdóttur, þegar þær voru dæmdar til að bera ábyrgð á ummælum viðmælenda sinna og fundnar sekar um meiðyrði árið 2009. Þetta er niðurstaða Mannréttindadómstóls Evrópu, sem dæmir ríkið til að greiða þeim báðum milljónir í skaða- og miskabætur og málskostnað. Björk skrifaði grein í Vikuna um nektarstaðinn Goldfinger og birti viðtal við fyrrverandi nektardansmey sem sagði Ásgeir Þór Davíðsson, eiganda staðarins, fara illa með starfsfólk og halda því í gíslingu. Ásgeir stefndi þeim báðum, féll hins vegar frá málinu á hendur dansmeynni og fékk Björk að lokum sakfellda í Hæstarétti. Erla skrifaði frétt í DV um deilur Davíðs Smára Helenarsonar við Viðar Má Friðfinnsson, eiganda skemmtistaðarins Strawberries. Í fréttinni var haft eftir Davíð Smára að Viðar gumaði sig gjarnan af tengslum við litháíska glæpamenn og að hann teldi litháísku mafíuna eiga þar samastað. Erla var fundin sek um meiðyrði og fékk ekki að áfrýja til Hæstaréttar. Mannréttindadómstóllinn kemst að þeirri niðurstöðu að það hamli mjög fjölmiðlamönnum sem vilja taka þátt í umræðu um mál sem varði almenning miklu, ef þeim er refsað fyrir að birta orðrétt ummæli viðmælenda sinna. Dómstóllinn bendir á að áður en greinarnar birtust hafi átt sér stað umræða á Íslandi um starfsemi nektarstaða og að skrif Bjarkar hafi verið nauðsynlegur hluti af opinberri umræðu um slíka staði. Þá hafi Björk stutt staðhæfingarnar í greininni rökum og gögnum. Niðurstaðan í máli Erlu er enn afdráttarlausari, enda segir þar að íslenskir dómstólar hafi ekki stutt það nægum rökum að ummælin sem dæmt er fyrir hafi yfirleitt verið ærumeiðandi. Þá er tekið fram að þær hafi báðar leitað viðbragða allra málsaðila og því hafi jafnvægis verið gætt í umfjölluninni. Gunnar Ingi Jóhannsson, lögmaðurinn sem rak málin fyrir hönd Bjarkar og Erlu, segir niðurstöðuna áfellisdóm yfir vinnubrögðum íslenskra dómstóla. „Ég held að þetta hafi verið afskaplega mikilvægir dómar fyrir blaðamannastéttina í heild," segir Gunnar. Dómarnir íslensku yfir Björk og Erlu byggðu á prentlögum frá árinu 1956, þar sem kveðið var á um að blaðamenn bæru ábyrgð á orðum viðmælenda sinna. Því hefur síðan verið breytt með nýjum fjölmiðlalögum. Gunnar Ingi segir áhrif dómsins þó víðtækari. „Það er ýmislegt þarna sem getur haft áhrif, umfram það hver ber ábyrgð á ummælunum," segir hann. „Dómstóllinn leggur mikla áherslu á að í báðum þessum tilfellum hafi verið til umfjöllunar málefni sem varða almenning og það hafi verið réttlætanlegt að fjalla um það. Það er mikilvægt því að íslenska ríkið fullyrti í sinni greinargerð að þetta hafi verið umfjöllunarefni sem átti ekki erindi við almenning. Síðan staðfestir dómurinn líka að sá sem samsamar sig starfsemi á borð við nektarstaði, eins og í tilviki Ásgeirs Þórs Davíðssonar, er útsettari fyrir og þarf að þola meiri gagnrýni en aðrir." Íslenska ríkinu er gert að greiða Björk samtals 37.790 evrur, tæpar sex milljónir króna, og Erlu 21.500 evrur, sem jafngildir 3,4 milljónum króna. stigur@frettabladid.is
Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Sjá meira