Stórþingið samþykkti einróma að leita olíu með Íslendingum Kristján Már Unnarsson skrifar 19. desember 2012 18:35 Norska Stórþingið samþykkti einróma þátttöku norska ríkisins í olíuleit og olíuvinnslu í lögsögu Íslands á Drekasvæðinu. Orkumálastjóri segir þetta með stærstu atburðum í olíumálum Íslendinga til þessa. Ríkisstjórn Noregs var áður búin að samþykkja fyrir sitt leyti á ríkisstjórnarfundi að norska ríkið nýtti sér ákvæði Jan Mayen-samkomulagsins um 25% þátttöku í sérleyfum á Drekasvæðinu. Málið þurfti hins vegar að bera undir Stórþingið og varð niðurstaðan á kvöldfundi í gærkvöldi sú að málið var samþykkt einróma. Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri segir þetta ákaflega þýðingarmikið að Norðmenn komi þarna inn og með stærstu einstöku atburðum í þessari sögu, að minnsta síðan hann kom að þessum málum fyrir fimm árum. Með samþykkt Stórþingsins var ríkisolíufélaginu Petoro falið að annast verkefnið fyrir hönd norska ríkisins en það er eitt mikilvægasta fyrirtæki Noregs. Ásamt Statoil er Petoro stærsti rétthafi á landgrunni Noregs, kemur að 35 vinnslusvæðum og 140 rannsóknarleyfum. Það hefur í tveggja áratuga sögu sinni fjárfest yfir þrjúþúsund milljarða íslenska króna í olíusvæðunum og skilað átján þúsund milljörðum króna til norska ríkisins, sem eru um þriðjungur olíutekna þess. Samþykkt Stórþingsins felur í sér að Petoro Iceland verður stofnað sem norskt dótturfélag, með útibú á Íslandi, og verður rétthafi vinnsluleyfa í lögsögu Íslands. Guðni segist merkja af símtölum sem honum berist utan úr heimi frá fréttamönnum á þessu sviði að þetta vekur athygli, enda hafi norsk fyrirtæki verið mjög sterk í olíuleit á svipuðum svæðum, þau þekki þessa jarðfræði og þessar aðstæður. Framundan er að gefa formlega út tvö fyrstu olíuvinnsluleyfin; annars vegar til Faroe Petroleum Norge AS, Íslensks kolvetnis ehf. og Petoro Iceland AS, og hins vegar til Valiant Petroleum ehf., Kolvetnis ehf. og Petoro Iceland AS, og segir orkumálastjóri að reynt verði að ljúka leyfisveitingunni strax eftir áramót. Tengdar fréttir Stofnun "Petoro Iceland" lögð fyrir Stórþingið Tillaga sem heimilar norska ríkinu að taka þátt í olíuleit á íslenska Drekasvæðinu var lögð fram í norska Stórþinginu í dag. Hún er hluti breytingartillögu við fjáraukalög Noregs vegna ársins 2012, sem fjárlaganefnd Stórþingsins flytur. Þar er óskað eftir heimild til handa olíu- og orkumálaráðuneytinu, fyrir hönd norska ríkisins, til að "taka þátt í og undirbúa þátttöku í olíustarfsemi í íslenskri lögsögu". 13. desember 2012 19:26 Leyfisveiting á Drekasvæðinu vekur athygli olíuheimsins Tilkynning íslenskra stjórnvalda um veitingu sérleyfa til olíuvinnslu á Drekasvæðinu hefur vakið athygli fjölmiðla í Bretlandi og helstu vefmiðla í olíugeiranum. Netmiðill breska útvarpsins, BBC, og skoski miðillinn The Scotsman, eru meðal þeirra sem birt hafa frétt um málið, en einnig viðskipta- og olíufréttamiðlar eins og World-Oil, Natural Gas Europe og Offshore Magazine. 5. desember 2012 17:44 Aðild Norðmanna sýnir að þeir hafa trú á olíu á Drekasvæðinu Ákvörðun norskra stjórnvalda að taka þátt í olíuleit á íslenska Drekasvæðinu er fagnað af væntanlegum leyfishöfum, sem segja þetta skilaboð til olíufélaga heims um að mikils sé að vænta. Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra segir að fengur sé að fá Noreg með í verkefnið. Það er í samræmi við samkomulag um gagnkvæman 25 prósenta rétt á afmörkuðu svæði sem norsk stjórnvöld tilnefndu í morgun Petoro til þátttöku en félagið er að öllu leyti í eigu norska ríkisins og var áður hluti af Statoil. 3. desember 2012 18:36 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
Norska Stórþingið samþykkti einróma þátttöku norska ríkisins í olíuleit og olíuvinnslu í lögsögu Íslands á Drekasvæðinu. Orkumálastjóri segir þetta með stærstu atburðum í olíumálum Íslendinga til þessa. Ríkisstjórn Noregs var áður búin að samþykkja fyrir sitt leyti á ríkisstjórnarfundi að norska ríkið nýtti sér ákvæði Jan Mayen-samkomulagsins um 25% þátttöku í sérleyfum á Drekasvæðinu. Málið þurfti hins vegar að bera undir Stórþingið og varð niðurstaðan á kvöldfundi í gærkvöldi sú að málið var samþykkt einróma. Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri segir þetta ákaflega þýðingarmikið að Norðmenn komi þarna inn og með stærstu einstöku atburðum í þessari sögu, að minnsta síðan hann kom að þessum málum fyrir fimm árum. Með samþykkt Stórþingsins var ríkisolíufélaginu Petoro falið að annast verkefnið fyrir hönd norska ríkisins en það er eitt mikilvægasta fyrirtæki Noregs. Ásamt Statoil er Petoro stærsti rétthafi á landgrunni Noregs, kemur að 35 vinnslusvæðum og 140 rannsóknarleyfum. Það hefur í tveggja áratuga sögu sinni fjárfest yfir þrjúþúsund milljarða íslenska króna í olíusvæðunum og skilað átján þúsund milljörðum króna til norska ríkisins, sem eru um þriðjungur olíutekna þess. Samþykkt Stórþingsins felur í sér að Petoro Iceland verður stofnað sem norskt dótturfélag, með útibú á Íslandi, og verður rétthafi vinnsluleyfa í lögsögu Íslands. Guðni segist merkja af símtölum sem honum berist utan úr heimi frá fréttamönnum á þessu sviði að þetta vekur athygli, enda hafi norsk fyrirtæki verið mjög sterk í olíuleit á svipuðum svæðum, þau þekki þessa jarðfræði og þessar aðstæður. Framundan er að gefa formlega út tvö fyrstu olíuvinnsluleyfin; annars vegar til Faroe Petroleum Norge AS, Íslensks kolvetnis ehf. og Petoro Iceland AS, og hins vegar til Valiant Petroleum ehf., Kolvetnis ehf. og Petoro Iceland AS, og segir orkumálastjóri að reynt verði að ljúka leyfisveitingunni strax eftir áramót.
Tengdar fréttir Stofnun "Petoro Iceland" lögð fyrir Stórþingið Tillaga sem heimilar norska ríkinu að taka þátt í olíuleit á íslenska Drekasvæðinu var lögð fram í norska Stórþinginu í dag. Hún er hluti breytingartillögu við fjáraukalög Noregs vegna ársins 2012, sem fjárlaganefnd Stórþingsins flytur. Þar er óskað eftir heimild til handa olíu- og orkumálaráðuneytinu, fyrir hönd norska ríkisins, til að "taka þátt í og undirbúa þátttöku í olíustarfsemi í íslenskri lögsögu". 13. desember 2012 19:26 Leyfisveiting á Drekasvæðinu vekur athygli olíuheimsins Tilkynning íslenskra stjórnvalda um veitingu sérleyfa til olíuvinnslu á Drekasvæðinu hefur vakið athygli fjölmiðla í Bretlandi og helstu vefmiðla í olíugeiranum. Netmiðill breska útvarpsins, BBC, og skoski miðillinn The Scotsman, eru meðal þeirra sem birt hafa frétt um málið, en einnig viðskipta- og olíufréttamiðlar eins og World-Oil, Natural Gas Europe og Offshore Magazine. 5. desember 2012 17:44 Aðild Norðmanna sýnir að þeir hafa trú á olíu á Drekasvæðinu Ákvörðun norskra stjórnvalda að taka þátt í olíuleit á íslenska Drekasvæðinu er fagnað af væntanlegum leyfishöfum, sem segja þetta skilaboð til olíufélaga heims um að mikils sé að vænta. Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra segir að fengur sé að fá Noreg með í verkefnið. Það er í samræmi við samkomulag um gagnkvæman 25 prósenta rétt á afmörkuðu svæði sem norsk stjórnvöld tilnefndu í morgun Petoro til þátttöku en félagið er að öllu leyti í eigu norska ríkisins og var áður hluti af Statoil. 3. desember 2012 18:36 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Hættir sem formaður Siðmenntar Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Óbreytt staða í Karphúsinu Innlent Fleiri fréttir Óbreytt staða í Karphúsinu Hættir sem formaður Siðmenntar Sakar Helgu um „helvítis lygar“ Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Sjá meira
Stofnun "Petoro Iceland" lögð fyrir Stórþingið Tillaga sem heimilar norska ríkinu að taka þátt í olíuleit á íslenska Drekasvæðinu var lögð fram í norska Stórþinginu í dag. Hún er hluti breytingartillögu við fjáraukalög Noregs vegna ársins 2012, sem fjárlaganefnd Stórþingsins flytur. Þar er óskað eftir heimild til handa olíu- og orkumálaráðuneytinu, fyrir hönd norska ríkisins, til að "taka þátt í og undirbúa þátttöku í olíustarfsemi í íslenskri lögsögu". 13. desember 2012 19:26
Leyfisveiting á Drekasvæðinu vekur athygli olíuheimsins Tilkynning íslenskra stjórnvalda um veitingu sérleyfa til olíuvinnslu á Drekasvæðinu hefur vakið athygli fjölmiðla í Bretlandi og helstu vefmiðla í olíugeiranum. Netmiðill breska útvarpsins, BBC, og skoski miðillinn The Scotsman, eru meðal þeirra sem birt hafa frétt um málið, en einnig viðskipta- og olíufréttamiðlar eins og World-Oil, Natural Gas Europe og Offshore Magazine. 5. desember 2012 17:44
Aðild Norðmanna sýnir að þeir hafa trú á olíu á Drekasvæðinu Ákvörðun norskra stjórnvalda að taka þátt í olíuleit á íslenska Drekasvæðinu er fagnað af væntanlegum leyfishöfum, sem segja þetta skilaboð til olíufélaga heims um að mikils sé að vænta. Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra segir að fengur sé að fá Noreg með í verkefnið. Það er í samræmi við samkomulag um gagnkvæman 25 prósenta rétt á afmörkuðu svæði sem norsk stjórnvöld tilnefndu í morgun Petoro til þátttöku en félagið er að öllu leyti í eigu norska ríkisins og var áður hluti af Statoil. 3. desember 2012 18:36