Sport

Heimsmeistaramót fatlaðra í frjálsum árið 2017 fer fram í London

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Það tók sinn tíma að ganga frá Ólympíuleikvnanginum í sumar að loknum mótunum tveimur.
Það tók sinn tíma að ganga frá Ólympíuleikvnanginum í sumar að loknum mótunum tveimur. Nordicphotos/Getty
Í dag var tilkynnt að heimsmeistaramót fatlaðra í frjálsum íþróttum árið 2017 muni fara fram í London.

Keppt verður á Ólympíuleikvanginum í London í júlí en í ágúst fer heimsmeistaramót ófatlaðra fram á sama stað. Ólympíuleikarnir og Ólympíumót fatlaðra fóru sem kunnugt er fram í London í sumar og þótti takast afar vel til.

Heimsmeistaramótin í frjálsum íþróttum fara fram á tveggja ára fresti. Hjá ófötluðum verður keppt í Moskvu í Rússlandi 2013 og í Peking í Kína 2015.

Fatlaðir keppa í Lyon í Frakklandi árið 2013 og í Doha í Katar árið 2015.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×