Sendi þýðinguna heim frá Jay Leno freyr@frettabladid.is skrifar 19. desember 2012 06:00 kominn heim Steingrímur Karl Teague er kominn heim eftir óvænta tónleikaferð með Of Monsters and Men.fréttablaðið/gva „Þetta er eins og að vera með sæti í bestu röð að fylgjast með merkisviðburði," segir hljómborðsleikarinn Steingrímur Karl Teague úr hljómsveitinni Moses Hightower. Hann var fenginn til að spila með Of Monsters and Men á tónleikaferð sveitarinnar um Bandaríkin þegar hljómborðsleikarinn Árni Guðjónsson hætti óvænt og ákvað að snúa sér að öðrum verkefnum. „Brynjar [Leifsson] gítarleikari hringdi í mig þegar ég var á leið heim af Moses-æfingu. Þetta var tiltölulega stuttur fyrirvari. Það vill til að Moses er rispuband þannig að þetta passaði einhvern veginn vel," segir Steingrímur Karl, sem spilaði á um tuttugu tónleikum með Of Monsters and Men á um einum mánuði. Þeir síðustu voru í kvöldþætti Jay Leno í Los Angeles og eftir það flaug hann heim til Íslands til að spila í Háskólabíói síðastliðið föstudagskvöld með Moses Hightower og Ásgeiri Trausta. Hann spilar svo aftur með Moses á tónleikunum Hátt í höllinni í Laugardalshöll í kvöld. Aðspurður segir hann það hafa verið ljómandi gaman að spila hjá Jay Leno. „Hann var voða sólbrúnn og sætur og hress í galladressinu sínu," segir Steingrímur hlæjandi en bætir við að hann hafi haft lítinn tíma til að spá í hvar hann var staddur. Hann starfar sem þýðandi og til að mynda sendi hann eina þýðingu heim til Íslands baksviðs hjá Leno. „Það voru eiginlega allir tónleikarnir skemmtilegir," segir hann um tónleikaferðina. „Það myndast sérstök orka og stemning hjá hljómsveitinni og það er gaman að upplifa það." Eftir áramót heldur Steingrímur áfram að spila með Of Monsters and Men þegar farið verður í tónleikaferð um Asíu. Hljómsveitin er enn á tónleikaferð vestanhafs og hleypur trompetleikarinn Ragnhildur Gunnarsdóttir í skarðið fyrir hann á hljómborðinu þangað til. Kemur til greina að ganga endanlega til liðs við Of Monsters and Men? „Þau eru með sína veröld. Það er gaman að hjálpa til en þetta er algjörlega þeirra stemning. Það er svo mikil dýnamík þeirra á milli að ég myndi ekki treysta mér til þess. En það er voða gaman að hjálpa til og fá að fylgjast með á kantinum." Lífið Tónlist Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
„Þetta er eins og að vera með sæti í bestu röð að fylgjast með merkisviðburði," segir hljómborðsleikarinn Steingrímur Karl Teague úr hljómsveitinni Moses Hightower. Hann var fenginn til að spila með Of Monsters and Men á tónleikaferð sveitarinnar um Bandaríkin þegar hljómborðsleikarinn Árni Guðjónsson hætti óvænt og ákvað að snúa sér að öðrum verkefnum. „Brynjar [Leifsson] gítarleikari hringdi í mig þegar ég var á leið heim af Moses-æfingu. Þetta var tiltölulega stuttur fyrirvari. Það vill til að Moses er rispuband þannig að þetta passaði einhvern veginn vel," segir Steingrímur Karl, sem spilaði á um tuttugu tónleikum með Of Monsters and Men á um einum mánuði. Þeir síðustu voru í kvöldþætti Jay Leno í Los Angeles og eftir það flaug hann heim til Íslands til að spila í Háskólabíói síðastliðið föstudagskvöld með Moses Hightower og Ásgeiri Trausta. Hann spilar svo aftur með Moses á tónleikunum Hátt í höllinni í Laugardalshöll í kvöld. Aðspurður segir hann það hafa verið ljómandi gaman að spila hjá Jay Leno. „Hann var voða sólbrúnn og sætur og hress í galladressinu sínu," segir Steingrímur hlæjandi en bætir við að hann hafi haft lítinn tíma til að spá í hvar hann var staddur. Hann starfar sem þýðandi og til að mynda sendi hann eina þýðingu heim til Íslands baksviðs hjá Leno. „Það voru eiginlega allir tónleikarnir skemmtilegir," segir hann um tónleikaferðina. „Það myndast sérstök orka og stemning hjá hljómsveitinni og það er gaman að upplifa það." Eftir áramót heldur Steingrímur áfram að spila með Of Monsters and Men þegar farið verður í tónleikaferð um Asíu. Hljómsveitin er enn á tónleikaferð vestanhafs og hleypur trompetleikarinn Ragnhildur Gunnarsdóttir í skarðið fyrir hann á hljómborðinu þangað til. Kemur til greina að ganga endanlega til liðs við Of Monsters and Men? „Þau eru með sína veröld. Það er gaman að hjálpa til en þetta er algjörlega þeirra stemning. Það er svo mikil dýnamík þeirra á milli að ég myndi ekki treysta mér til þess. En það er voða gaman að hjálpa til og fá að fylgjast með á kantinum."
Lífið Tónlist Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira