Félag ábyrgra hundaeigenda 19. desember 2012 06:00 Ég fluttist til Íslands í byrjun árs 2009 eftir að hafa búið erlendis í næstum tíu ár, annars vegar í Kaupmannahöfn og hins vegar í Brighton, Englandi. Ég elska Reykjavík og hef svo sannarlega ekki séð eftir því að flytja heim þrátt fyrir kreppu. En það er eitt við þessa yndislegu borg sem ég hef átt erfitt með að sætta mig við. Það er hversu óhundavæn höfuðborgin okkar er. Það virðist enn ríkja sá hugsunarháttur að hundar eigi bara heima í sveit en í rauninni eru fjölmargar hundategundir heimilishundar, þeim líður best í návígi við fjölskylduna óháð því hvort heimilið er staðsett í borg eða sveit. Staðreyndin er sú að fjöldi skráðra hunda hjá sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins hefur meira en tvöfaldast síðan árið 2002 en hingað til hafa yfirvöld gert of lítið til að koma til móts við þessa aukningu. Hundaeftirlitsgjöld Hundaeigendur á höfuðborgarsvæðinu standa alfarið undir kostnaði við hundaeftirlit. Þrátt fyrir það mæta hundaeigendur fordómum og líður oft eins og annars flokks borgurum. Árið 2010 voru samanlagðar tekjur sveitarfélaganna af hundaeftirlitsgjöldum meira en 50 milljónir. Þessir fjármunir virðast hingað til ekki hafa farið í þjónustu við hundaeigendur, til dæmis með því að koma upp hundasvæðum, fleiri ruslafötum eða skítapokastöndum. Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaganna kvartar yfir því að erfitt sé að fá hundaeigendur til að skrá hundana sína, líklega séu 25-50% hunda á höfuðborgarsvæðinu óskráð. En ef hundaeigendur sjá ekki hag sinn í því að skrá hundana þá er kannski ekki skrítið að skráningin gangi erfiðlega. Hundagerði Á höfuðborgarsvæðinu ríkir algjör taumskylda og því hvergi leyfilegt að sleppa hundum lausum nema á tilteknum hundasvæðum. Þau hafa undanfarin ár aðeins verið tvö, og bæði í Reykjavík: Á Geirsnefi og Geldinganesi. Í ár virðist hagur hundaeigenda aðeins vera að vænkast því fyrsta hundasvæðið í Hafnarfirði var opnað við Hvaleyrarvatn í sumar og þrjú hundagerði risu í Reykjavík nú í nóvember. Tvö þeirra eru reyndar ekki enn orðin hundheld en borgaryfirvöld hafa lofað að bæta úr því hið snarasta. Þessi þrjú gerði, sem standa við Umferðarmiðstöðina, í Laugardal og í Breiðholti, eru svo sannarlega fagnaðarefni og skref í rétta átt. Vonandi verður reynslan af þessum gerðum góð svo hundagerði rísi í öllum hverfum borgarinnar í nánustu framtíð. Hundaskítur á götum borgarinnar er hvimleitt vandamál sem fer jafnmikið í taugarnar á samviskusömum hundaeigendum og öðrum íbúum borgarinnar. Aukið hundahald þarf ekki að þýða meiri óþrifnaður. Það er nauðsynlegt að koma af stað herferð gegn hundaskít í einhvers konar samstarfi hundaeigenda og sveitarfélaga. Félag ábyrgra hundaeigenda Í starfi mínu sem dýralæknir og hundaþjálfari hefur mér orðið ljóst að það er löngu orðið tímabært að stofna félag sem stuðlar að ábyrgu hundahaldi og hefur hagsmuni hundaeigenda að leiðarljósi. Mér er því ánægja að tilkynna að Félag ábyrgra hundaeigenda hefur litið dagsins ljós og opnað vefsíðuna www.fah.is. Ég vil hvetja sem flesta hundaeigendur til að skrá sig í félagið, því sameinuð og í samvinnu við sveitarfélögin getum við gert Reykjavík að fyrirmyndar hundaborg! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Ég fluttist til Íslands í byrjun árs 2009 eftir að hafa búið erlendis í næstum tíu ár, annars vegar í Kaupmannahöfn og hins vegar í Brighton, Englandi. Ég elska Reykjavík og hef svo sannarlega ekki séð eftir því að flytja heim þrátt fyrir kreppu. En það er eitt við þessa yndislegu borg sem ég hef átt erfitt með að sætta mig við. Það er hversu óhundavæn höfuðborgin okkar er. Það virðist enn ríkja sá hugsunarháttur að hundar eigi bara heima í sveit en í rauninni eru fjölmargar hundategundir heimilishundar, þeim líður best í návígi við fjölskylduna óháð því hvort heimilið er staðsett í borg eða sveit. Staðreyndin er sú að fjöldi skráðra hunda hjá sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins hefur meira en tvöfaldast síðan árið 2002 en hingað til hafa yfirvöld gert of lítið til að koma til móts við þessa aukningu. Hundaeftirlitsgjöld Hundaeigendur á höfuðborgarsvæðinu standa alfarið undir kostnaði við hundaeftirlit. Þrátt fyrir það mæta hundaeigendur fordómum og líður oft eins og annars flokks borgurum. Árið 2010 voru samanlagðar tekjur sveitarfélaganna af hundaeftirlitsgjöldum meira en 50 milljónir. Þessir fjármunir virðast hingað til ekki hafa farið í þjónustu við hundaeigendur, til dæmis með því að koma upp hundasvæðum, fleiri ruslafötum eða skítapokastöndum. Heilbrigðiseftirlit sveitarfélaganna kvartar yfir því að erfitt sé að fá hundaeigendur til að skrá hundana sína, líklega séu 25-50% hunda á höfuðborgarsvæðinu óskráð. En ef hundaeigendur sjá ekki hag sinn í því að skrá hundana þá er kannski ekki skrítið að skráningin gangi erfiðlega. Hundagerði Á höfuðborgarsvæðinu ríkir algjör taumskylda og því hvergi leyfilegt að sleppa hundum lausum nema á tilteknum hundasvæðum. Þau hafa undanfarin ár aðeins verið tvö, og bæði í Reykjavík: Á Geirsnefi og Geldinganesi. Í ár virðist hagur hundaeigenda aðeins vera að vænkast því fyrsta hundasvæðið í Hafnarfirði var opnað við Hvaleyrarvatn í sumar og þrjú hundagerði risu í Reykjavík nú í nóvember. Tvö þeirra eru reyndar ekki enn orðin hundheld en borgaryfirvöld hafa lofað að bæta úr því hið snarasta. Þessi þrjú gerði, sem standa við Umferðarmiðstöðina, í Laugardal og í Breiðholti, eru svo sannarlega fagnaðarefni og skref í rétta átt. Vonandi verður reynslan af þessum gerðum góð svo hundagerði rísi í öllum hverfum borgarinnar í nánustu framtíð. Hundaskítur á götum borgarinnar er hvimleitt vandamál sem fer jafnmikið í taugarnar á samviskusömum hundaeigendum og öðrum íbúum borgarinnar. Aukið hundahald þarf ekki að þýða meiri óþrifnaður. Það er nauðsynlegt að koma af stað herferð gegn hundaskít í einhvers konar samstarfi hundaeigenda og sveitarfélaga. Félag ábyrgra hundaeigenda Í starfi mínu sem dýralæknir og hundaþjálfari hefur mér orðið ljóst að það er löngu orðið tímabært að stofna félag sem stuðlar að ábyrgu hundahaldi og hefur hagsmuni hundaeigenda að leiðarljósi. Mér er því ánægja að tilkynna að Félag ábyrgra hundaeigenda hefur litið dagsins ljós og opnað vefsíðuna www.fah.is. Ég vil hvetja sem flesta hundaeigendur til að skrá sig í félagið, því sameinuð og í samvinnu við sveitarfélögin getum við gert Reykjavík að fyrirmyndar hundaborg!
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir Skoðun
Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir Skoðun