Ferðasjóður íþróttafélaganna 19. desember 2012 06:00 Á fundi ríkisstjórnar Íslands í mars 2006 var samþykkt að koma á fót Ferðasjóði íþróttafélaga, sem ætlað var að jafna aðstöðumun og efla íþrótta- og forvarnarstarf. Íþróttahreyfingin hafði þá í áratug barist fyrir því að slíkur sjóður yrði stofnaður, ekki síst með tilliti til bætts öryggis iðkenda á ferðalögum á vegum íþróttafélaga. Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands var falin umsjón og umsýsla sjóðsins. Framlag ríkisins var ákveðið 180 m.kr. til þriggja ára og skiptist á eftirfarandi hátt: Árið 2007 30 m.kr., árið 2008 60 m.kr. og árið 2009 90 m.kr. ÍSÍ úthlutaði 30 m.kr. til íþrótta- og ungmennafélaga vegna ársins 2007 en strax árið 2008 var framlag til sjóðsins skert um milljón og því úthlutað 59 m.kr. vegna keppnisferða 2008. Í kjölfar efnahagshrunsins á landinu árið 2008 fékk ÍSÍ einungis 60 m.kr. úthlutað í stað þeirra 90 m.kr. sem áður höfðu verið samþykktar sem framlag ríkisins til sjóðsins vegna ársins 2009. Þrjátíu m.kr. af framlaginu var frestað og ekki til þeirra spurst síðan. Árið 2010 var framlag ríkisins til sjóðsins 57 m.kr. og árið 2011 54,1 m.kr. Á síðasta ári var samþykkt 12 m.kr. aukaframlag til Ferðasjóðs íþróttafélaga á síðustu metrum fjárlagagerðar sem hífði framlagið upp í 64,7 m.kr. Í drögum að Fjárlögum Alþingis fyrir árið 2013 er framlagið svo fallið niður í 52,7 m.kr. og munar um minna á erfiðu árferði. Í viðkvæmum rekstri íþróttafélaga er óstöðugleiki í úthlutunum ekki til að einfalda hlutina. Lykilhlutverk Á þeim fimm árum sem sjóðurinn hefur verið til hefur allur kostnaður við keppnisferðir aukist gríðarlega, ekki síst með hækkunum á eldsneyti og flugfargjöldum. Ferðakostnaður er að sliga mörg íþróttafélög í landinu. Ferðasjóður íþróttafélaga hefur spilað lykilhlutverk í því að gera íþrótta- og ungmennafélögum landsins kleift að taka þátt í öflugu mótastarfi hreyfingarinnar. Ljóst er þó að framlag úr sjóðnum dreifist á marga aðila og verður því ekki nema dropi í hafið þegar heildarferðakostnaður íþróttahreyfingarinnar er skoðaður. Á síðasta ári nam heildarupphæð umsókna í sjóðinn ríflega 430 m.kr. Þá er ótalinn gistikostnaður, uppihald og annar kostnaður sem til fellur við slík ferðalög því einungis má telja til beinan ferðakostnað í umsóknum, þ.e. bensín- og aksturskostnað, bílaleigu, flugfargjöld og kostnað við ferjuflutning. Ekki eru öll mót styrkhæf og ekki er veittur styrkur vegna ferða sem eru innan við 150 km aðra leið. Í gagnagrunni Ferðasjóðs íþróttafélaga er að finna áhugaverðar upplýsingar um þann dugnað og elju sem íþróttahreyfingin og sjálfboðaliðar hennar sýna við það að skapa börnum og unglingum tækifæri til að etja kappi við jafnaldra sína í öðrum landshlutum. Hætt er við að íþróttalífið í landinu yrði litlaust ef félög úr öllum landshlutum gætu ekki lengur sent lið til keppni sökum ferðakostnaðar. Í fjölmiðlum hefur nýlega komið fram að íþróttafélag á landsbyggðinni ætli sér frekar að aka með lið sín en að taka flugið í vetur sökum mikilla hækkana á flugfargjöldum á milli ára. Þá má spyrja sig hvort upphafleg markmið sjóðsins um öryggi iðkenda séu að verða undir í viðleitni íþróttafélaga við að halda rekstrinum réttu megin við núllið. Það er von okkar í íþróttahreyfingunni að fjárveitingavaldið kynni sér málefni Ferðasjóðs íþróttafélaga vel og vinni að því að tryggja meira og stöðugra fjármagn í sjóðinn svo að áfram megi verða öflugt og fjölbreytt íþróttalíf um allt Ísland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skoðun Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Á fundi ríkisstjórnar Íslands í mars 2006 var samþykkt að koma á fót Ferðasjóði íþróttafélaga, sem ætlað var að jafna aðstöðumun og efla íþrótta- og forvarnarstarf. Íþróttahreyfingin hafði þá í áratug barist fyrir því að slíkur sjóður yrði stofnaður, ekki síst með tilliti til bætts öryggis iðkenda á ferðalögum á vegum íþróttafélaga. Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands var falin umsjón og umsýsla sjóðsins. Framlag ríkisins var ákveðið 180 m.kr. til þriggja ára og skiptist á eftirfarandi hátt: Árið 2007 30 m.kr., árið 2008 60 m.kr. og árið 2009 90 m.kr. ÍSÍ úthlutaði 30 m.kr. til íþrótta- og ungmennafélaga vegna ársins 2007 en strax árið 2008 var framlag til sjóðsins skert um milljón og því úthlutað 59 m.kr. vegna keppnisferða 2008. Í kjölfar efnahagshrunsins á landinu árið 2008 fékk ÍSÍ einungis 60 m.kr. úthlutað í stað þeirra 90 m.kr. sem áður höfðu verið samþykktar sem framlag ríkisins til sjóðsins vegna ársins 2009. Þrjátíu m.kr. af framlaginu var frestað og ekki til þeirra spurst síðan. Árið 2010 var framlag ríkisins til sjóðsins 57 m.kr. og árið 2011 54,1 m.kr. Á síðasta ári var samþykkt 12 m.kr. aukaframlag til Ferðasjóðs íþróttafélaga á síðustu metrum fjárlagagerðar sem hífði framlagið upp í 64,7 m.kr. Í drögum að Fjárlögum Alþingis fyrir árið 2013 er framlagið svo fallið niður í 52,7 m.kr. og munar um minna á erfiðu árferði. Í viðkvæmum rekstri íþróttafélaga er óstöðugleiki í úthlutunum ekki til að einfalda hlutina. Lykilhlutverk Á þeim fimm árum sem sjóðurinn hefur verið til hefur allur kostnaður við keppnisferðir aukist gríðarlega, ekki síst með hækkunum á eldsneyti og flugfargjöldum. Ferðakostnaður er að sliga mörg íþróttafélög í landinu. Ferðasjóður íþróttafélaga hefur spilað lykilhlutverk í því að gera íþrótta- og ungmennafélögum landsins kleift að taka þátt í öflugu mótastarfi hreyfingarinnar. Ljóst er þó að framlag úr sjóðnum dreifist á marga aðila og verður því ekki nema dropi í hafið þegar heildarferðakostnaður íþróttahreyfingarinnar er skoðaður. Á síðasta ári nam heildarupphæð umsókna í sjóðinn ríflega 430 m.kr. Þá er ótalinn gistikostnaður, uppihald og annar kostnaður sem til fellur við slík ferðalög því einungis má telja til beinan ferðakostnað í umsóknum, þ.e. bensín- og aksturskostnað, bílaleigu, flugfargjöld og kostnað við ferjuflutning. Ekki eru öll mót styrkhæf og ekki er veittur styrkur vegna ferða sem eru innan við 150 km aðra leið. Í gagnagrunni Ferðasjóðs íþróttafélaga er að finna áhugaverðar upplýsingar um þann dugnað og elju sem íþróttahreyfingin og sjálfboðaliðar hennar sýna við það að skapa börnum og unglingum tækifæri til að etja kappi við jafnaldra sína í öðrum landshlutum. Hætt er við að íþróttalífið í landinu yrði litlaust ef félög úr öllum landshlutum gætu ekki lengur sent lið til keppni sökum ferðakostnaðar. Í fjölmiðlum hefur nýlega komið fram að íþróttafélag á landsbyggðinni ætli sér frekar að aka með lið sín en að taka flugið í vetur sökum mikilla hækkana á flugfargjöldum á milli ára. Þá má spyrja sig hvort upphafleg markmið sjóðsins um öryggi iðkenda séu að verða undir í viðleitni íþróttafélaga við að halda rekstrinum réttu megin við núllið. Það er von okkar í íþróttahreyfingunni að fjárveitingavaldið kynni sér málefni Ferðasjóðs íþróttafélaga vel og vinni að því að tryggja meira og stöðugra fjármagn í sjóðinn svo að áfram megi verða öflugt og fjölbreytt íþróttalíf um allt Ísland.
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar