Ferðasjóður íþróttafélaganna 19. desember 2012 06:00 Á fundi ríkisstjórnar Íslands í mars 2006 var samþykkt að koma á fót Ferðasjóði íþróttafélaga, sem ætlað var að jafna aðstöðumun og efla íþrótta- og forvarnarstarf. Íþróttahreyfingin hafði þá í áratug barist fyrir því að slíkur sjóður yrði stofnaður, ekki síst með tilliti til bætts öryggis iðkenda á ferðalögum á vegum íþróttafélaga. Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands var falin umsjón og umsýsla sjóðsins. Framlag ríkisins var ákveðið 180 m.kr. til þriggja ára og skiptist á eftirfarandi hátt: Árið 2007 30 m.kr., árið 2008 60 m.kr. og árið 2009 90 m.kr. ÍSÍ úthlutaði 30 m.kr. til íþrótta- og ungmennafélaga vegna ársins 2007 en strax árið 2008 var framlag til sjóðsins skert um milljón og því úthlutað 59 m.kr. vegna keppnisferða 2008. Í kjölfar efnahagshrunsins á landinu árið 2008 fékk ÍSÍ einungis 60 m.kr. úthlutað í stað þeirra 90 m.kr. sem áður höfðu verið samþykktar sem framlag ríkisins til sjóðsins vegna ársins 2009. Þrjátíu m.kr. af framlaginu var frestað og ekki til þeirra spurst síðan. Árið 2010 var framlag ríkisins til sjóðsins 57 m.kr. og árið 2011 54,1 m.kr. Á síðasta ári var samþykkt 12 m.kr. aukaframlag til Ferðasjóðs íþróttafélaga á síðustu metrum fjárlagagerðar sem hífði framlagið upp í 64,7 m.kr. Í drögum að Fjárlögum Alþingis fyrir árið 2013 er framlagið svo fallið niður í 52,7 m.kr. og munar um minna á erfiðu árferði. Í viðkvæmum rekstri íþróttafélaga er óstöðugleiki í úthlutunum ekki til að einfalda hlutina. Lykilhlutverk Á þeim fimm árum sem sjóðurinn hefur verið til hefur allur kostnaður við keppnisferðir aukist gríðarlega, ekki síst með hækkunum á eldsneyti og flugfargjöldum. Ferðakostnaður er að sliga mörg íþróttafélög í landinu. Ferðasjóður íþróttafélaga hefur spilað lykilhlutverk í því að gera íþrótta- og ungmennafélögum landsins kleift að taka þátt í öflugu mótastarfi hreyfingarinnar. Ljóst er þó að framlag úr sjóðnum dreifist á marga aðila og verður því ekki nema dropi í hafið þegar heildarferðakostnaður íþróttahreyfingarinnar er skoðaður. Á síðasta ári nam heildarupphæð umsókna í sjóðinn ríflega 430 m.kr. Þá er ótalinn gistikostnaður, uppihald og annar kostnaður sem til fellur við slík ferðalög því einungis má telja til beinan ferðakostnað í umsóknum, þ.e. bensín- og aksturskostnað, bílaleigu, flugfargjöld og kostnað við ferjuflutning. Ekki eru öll mót styrkhæf og ekki er veittur styrkur vegna ferða sem eru innan við 150 km aðra leið. Í gagnagrunni Ferðasjóðs íþróttafélaga er að finna áhugaverðar upplýsingar um þann dugnað og elju sem íþróttahreyfingin og sjálfboðaliðar hennar sýna við það að skapa börnum og unglingum tækifæri til að etja kappi við jafnaldra sína í öðrum landshlutum. Hætt er við að íþróttalífið í landinu yrði litlaust ef félög úr öllum landshlutum gætu ekki lengur sent lið til keppni sökum ferðakostnaðar. Í fjölmiðlum hefur nýlega komið fram að íþróttafélag á landsbyggðinni ætli sér frekar að aka með lið sín en að taka flugið í vetur sökum mikilla hækkana á flugfargjöldum á milli ára. Þá má spyrja sig hvort upphafleg markmið sjóðsins um öryggi iðkenda séu að verða undir í viðleitni íþróttafélaga við að halda rekstrinum réttu megin við núllið. Það er von okkar í íþróttahreyfingunni að fjárveitingavaldið kynni sér málefni Ferðasjóðs íþróttafélaga vel og vinni að því að tryggja meira og stöðugra fjármagn í sjóðinn svo að áfram megi verða öflugt og fjölbreytt íþróttalíf um allt Ísland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Sjá meira
Á fundi ríkisstjórnar Íslands í mars 2006 var samþykkt að koma á fót Ferðasjóði íþróttafélaga, sem ætlað var að jafna aðstöðumun og efla íþrótta- og forvarnarstarf. Íþróttahreyfingin hafði þá í áratug barist fyrir því að slíkur sjóður yrði stofnaður, ekki síst með tilliti til bætts öryggis iðkenda á ferðalögum á vegum íþróttafélaga. Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands var falin umsjón og umsýsla sjóðsins. Framlag ríkisins var ákveðið 180 m.kr. til þriggja ára og skiptist á eftirfarandi hátt: Árið 2007 30 m.kr., árið 2008 60 m.kr. og árið 2009 90 m.kr. ÍSÍ úthlutaði 30 m.kr. til íþrótta- og ungmennafélaga vegna ársins 2007 en strax árið 2008 var framlag til sjóðsins skert um milljón og því úthlutað 59 m.kr. vegna keppnisferða 2008. Í kjölfar efnahagshrunsins á landinu árið 2008 fékk ÍSÍ einungis 60 m.kr. úthlutað í stað þeirra 90 m.kr. sem áður höfðu verið samþykktar sem framlag ríkisins til sjóðsins vegna ársins 2009. Þrjátíu m.kr. af framlaginu var frestað og ekki til þeirra spurst síðan. Árið 2010 var framlag ríkisins til sjóðsins 57 m.kr. og árið 2011 54,1 m.kr. Á síðasta ári var samþykkt 12 m.kr. aukaframlag til Ferðasjóðs íþróttafélaga á síðustu metrum fjárlagagerðar sem hífði framlagið upp í 64,7 m.kr. Í drögum að Fjárlögum Alþingis fyrir árið 2013 er framlagið svo fallið niður í 52,7 m.kr. og munar um minna á erfiðu árferði. Í viðkvæmum rekstri íþróttafélaga er óstöðugleiki í úthlutunum ekki til að einfalda hlutina. Lykilhlutverk Á þeim fimm árum sem sjóðurinn hefur verið til hefur allur kostnaður við keppnisferðir aukist gríðarlega, ekki síst með hækkunum á eldsneyti og flugfargjöldum. Ferðakostnaður er að sliga mörg íþróttafélög í landinu. Ferðasjóður íþróttafélaga hefur spilað lykilhlutverk í því að gera íþrótta- og ungmennafélögum landsins kleift að taka þátt í öflugu mótastarfi hreyfingarinnar. Ljóst er þó að framlag úr sjóðnum dreifist á marga aðila og verður því ekki nema dropi í hafið þegar heildarferðakostnaður íþróttahreyfingarinnar er skoðaður. Á síðasta ári nam heildarupphæð umsókna í sjóðinn ríflega 430 m.kr. Þá er ótalinn gistikostnaður, uppihald og annar kostnaður sem til fellur við slík ferðalög því einungis má telja til beinan ferðakostnað í umsóknum, þ.e. bensín- og aksturskostnað, bílaleigu, flugfargjöld og kostnað við ferjuflutning. Ekki eru öll mót styrkhæf og ekki er veittur styrkur vegna ferða sem eru innan við 150 km aðra leið. Í gagnagrunni Ferðasjóðs íþróttafélaga er að finna áhugaverðar upplýsingar um þann dugnað og elju sem íþróttahreyfingin og sjálfboðaliðar hennar sýna við það að skapa börnum og unglingum tækifæri til að etja kappi við jafnaldra sína í öðrum landshlutum. Hætt er við að íþróttalífið í landinu yrði litlaust ef félög úr öllum landshlutum gætu ekki lengur sent lið til keppni sökum ferðakostnaðar. Í fjölmiðlum hefur nýlega komið fram að íþróttafélag á landsbyggðinni ætli sér frekar að aka með lið sín en að taka flugið í vetur sökum mikilla hækkana á flugfargjöldum á milli ára. Þá má spyrja sig hvort upphafleg markmið sjóðsins um öryggi iðkenda séu að verða undir í viðleitni íþróttafélaga við að halda rekstrinum réttu megin við núllið. Það er von okkar í íþróttahreyfingunni að fjárveitingavaldið kynni sér málefni Ferðasjóðs íþróttafélaga vel og vinni að því að tryggja meira og stöðugra fjármagn í sjóðinn svo að áfram megi verða öflugt og fjölbreytt íþróttalíf um allt Ísland.
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun