Uppbyggingarhrun Magnús Jónsson skrifar 6. september 2012 06:00 Í makríldeilunni svokölluðu er tekist á um skiptingu afla úr þessum stóra fiskistofni. Margt bendir til þess að stærð hans sé stórlega vanmetin, sagði Guðmundur Óskarsson fiskifræðingur í viðtali í Morgunblaðinu nýlega og magn þeirrar fæðu sem þessi ránfiskur tekur til sín þá einnig. Kannski er hann að éta árlega tugi milljóna tonna úr lífmassa Norður-Atlantshafsins, aðallega ljósátu, rauðátu, svifdýr, sandsíli, trönusíli og jafnvel smáloðnu, síldarseyði og annað fisksmæli. Margir sjómenn líkja þessum fiski við engisprettufár. Sumir rekja hrun sandsílisstofnsins til stækkunar makrílstofnsins með tilheyrandi keðjuverkun á fugla- og fiskistofnum. Og nú eru menn í óða önn að reyna að byggja alla stofna upp samtímis óháð því hverjir éta hvern! Á t.d. að friða svartfuglinn og kríuna á landi og þorskinn, ýsuna og lúðuna í sjó til þess eins að drepast úr hungri vegna uppbyggingar á makrílstofninum? Hvenær skyldi koma að því að raunveruleg náttúrufræði verði tekin með í reikninginn þegar sest er við samningaborð um veiðar, nýtingu einstakra stofna og skiptingu þeirra á milli einstakra þjóða? Væri ekki skynsamlegast í stöðunni að veiða eins mikið af makríl og markaður er fyrir áður en hann étur aðra mikilvægari fiskistofna, fuglastofna og jafnvel þjóðina út á gaddinn? Áhrif slíkra makrílveiða á lífríkið yrðu síðan verðugt rannsóknarefni fyrir fiski- og fuglafræðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heilinn okkar og klukka lífsins Birna V. Baldursdóttir ,Heiðdís B. Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára skilur stjórnsýslu HÍ! Elva Ellertsdóttir,Kolbrún Eggertsdóttir skrifar Skoðun Hafðu áhrif til hádegis Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um hlutverk háskóla – Kjósum Kolbrúnu Ástríður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Nei, við skulum ekki kaupa handa þeim fleiri vopn Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Tímaskekkjan skólaíþróttir Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar fíllinn byltir sér.... Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Leyfi til að syrgja Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kominn tími til að þingmenn axli ábyrgð Björn Ólafsson skrifar Skoðun VR-members, exercise your right to vote! Christopher Eva skrifar Skoðun Stöðvum það sem gott er Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Kjósum Kolbrúnu – Styrk stjórnun á tímum breytinga Margrét Sigrún Sigurðardóttir skrifar Skoðun Vanfjármögnun Háskóla Íslands verður að breyta Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Er þetta satt eða heyrði ég þetta bara nógu oft? Gunnhildur Birna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með börnum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun „Án orku verður ekki hagvöxtur“ Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Ég kýs mælskan og mannlegan leiðtoga sem rektor Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar Skoðun Flosa í formanninn Jónas Már Torfason skrifar Skoðun VR á krossgötum - félagsmenn verða að hafna sundrungu Harpa Sævarsdóttir skrifar Skoðun Bakpokinn sem þyngist þegar á brattann sækir Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Sólarhringur til stefnu Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Takk fyrir stuðninginn félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni og mikilvægi háskóla Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að kenna eða ekki kenna Helga Margrét Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Þúsund hjúkrunarrými óskast strax í gær Aríel Pétursson skrifar Skoðun Nú ertu á (síðasta) séns! Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í makríldeilunni svokölluðu er tekist á um skiptingu afla úr þessum stóra fiskistofni. Margt bendir til þess að stærð hans sé stórlega vanmetin, sagði Guðmundur Óskarsson fiskifræðingur í viðtali í Morgunblaðinu nýlega og magn þeirrar fæðu sem þessi ránfiskur tekur til sín þá einnig. Kannski er hann að éta árlega tugi milljóna tonna úr lífmassa Norður-Atlantshafsins, aðallega ljósátu, rauðátu, svifdýr, sandsíli, trönusíli og jafnvel smáloðnu, síldarseyði og annað fisksmæli. Margir sjómenn líkja þessum fiski við engisprettufár. Sumir rekja hrun sandsílisstofnsins til stækkunar makrílstofnsins með tilheyrandi keðjuverkun á fugla- og fiskistofnum. Og nú eru menn í óða önn að reyna að byggja alla stofna upp samtímis óháð því hverjir éta hvern! Á t.d. að friða svartfuglinn og kríuna á landi og þorskinn, ýsuna og lúðuna í sjó til þess eins að drepast úr hungri vegna uppbyggingar á makrílstofninum? Hvenær skyldi koma að því að raunveruleg náttúrufræði verði tekin með í reikninginn þegar sest er við samningaborð um veiðar, nýtingu einstakra stofna og skiptingu þeirra á milli einstakra þjóða? Væri ekki skynsamlegast í stöðunni að veiða eins mikið af makríl og markaður er fyrir áður en hann étur aðra mikilvægari fiskistofna, fuglastofna og jafnvel þjóðina út á gaddinn? Áhrif slíkra makrílveiða á lífríkið yrðu síðan verðugt rannsóknarefni fyrir fiski- og fuglafræðinga.
Skoðun Hvað er kona? - Þörf kynjakerfisins til að skilgreina og stjórna konum Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Ég styð Ingibjörgu Gunnarsdóttur í stöðu rektors við Háskóla Íslands Herdís Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Almannaréttur er sá réttur sem almenningi er áskilinn í lögum til frjálsra afnota af landi og landsgæðum Skírnir Garðarson skrifar
Skoðun Heili ungmenna á samfélagsmiðlum – hefur endurvírun átt sér stað í heila heillar kynslóðar? Þórhildur Halldórsdóttir skrifar