Staðan í dag Sigrún Birna Björnsdóttir skrifar 6. september 2012 06:00 Þann 1. september fékk ég útborgað. Það heyrir ekki til tíðinda hjá launþegum en þessi útborgun gerði mig hugsi. Föstudaginn 31. ágúst sat ég ráðstefnu á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytis um innleiðingu sex nýrra grunnþátta í allt skólastarf. Grunnþættirnir auk annarra breytinga sem kveðið er á um í nýjum lögum um leik-, grunn- og framhaldsskóla valda umbyltingu í öllu skólastarfi. Ég fagna breytingunum en innleiðingarferli er ekki til og fjármagn er óskilgreint. Með öðrum orðum; það fjármagn og sú fræðsla sem þarf til að barnið komist til manns er ekki til staðar. Þetta mun auka það mikla álag sem nú þegar hvílir á kennurum og þeir eiga ekkert að fá borgað fyrir ómakið. Mér var kennt að gera alltaf mitt besta og nýta hvert tækifæri vel en hér er það ekki í boði. Viljum við það? Staðan Ég er háskólamenntuð með meistaragráðu. Ég er framhaldsskólakennari til 15 ára. Ég er í frábæru starfi sem gefur mikið á meðan álagið er eðlilegt. Undanfarin ár hefur álagið aukist svo mikið að undir lok skólaárs finn ég fyrir einkennum kulnunar sem stafar m.a. af þyngri nemendum (álag vegna sértækra örðugleika og vegna annars móðurmáls nemenda er stórlega vanmetið) og aukinnar yfirferðar verkefna vegna stærri hópa. Að auki mun á komandi vikum og mánuðum bætast við undirbúningur og vinna vegna nýrra áherslna í kennslu og innleiðingar nýrrar aðalnámskrár framhaldsskóla. Niðurskurður hefur blóðmjólkað framhaldsskólann og nú er komið að þolmörkum. Framleiðni hans er augljós og mikilvæg. Hann býr ungmenni undir þátttöku í þjóðfélaginu. Hann býr til virka þjóðfélagsþegna og kemur börnunum okkar til manns. Kennarinn kemur beint að borðinu. Án framhaldsskólans og kennaranna væri samfélagið annað en það er. Viljum við það? Ég skulda námslán og hóflegt íbúðasjóðslán. Ég á Skoda frá 2003. Ég bý í 80 fermetra óuppgerðri blokkaríbúð. Ég á einn dreng og við erum tvö í heimili. Ég veit nákvæmlega hversu háa upphæð ég þarf til að standa undir veltu heimilisins. Þannig hef ég fulla stjórn á útgjöldum og innkomu. Ég hef aldrei farið fram á meira en ég þarf, þannig að endar nái saman og ég geti lagt lítilræði fyrir í hverjum mánuði fyrir ófyrirséðum útgjöldum. Ég þarf 400.000 kr. eftir skatt en ég hef 232.110 kr. í ráðstöfunarfé á mánuði. Rökin fyrir því að leggja fram grunnlaun eftir skatt en ekki heildarlaun er staðreynd málsins. Þetta er handbært fé heimilisins. Vegna mín sjálfrar, fjölskyldu minnar, nemenda og vinnuveitanda á ég rétt á því að 100% starfshlutfall nægi til framfærslu. Framhaldsskólakennari í 100% starfi á að geta lifað mannsæmandi lífi og horft stoltur framan í heiminn. Slík er ekki raunin í dag. Núna í upphafi mánaðar stend ég á núlli þegar öll útgjöld eru greidd. Hver á þá að brauðfæða fjölskylduna? Ef þetta er staða mín þá er þetta staða fjölda annarra í þessu þjóðfélagi. Viljum við það? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Dóttir mín – uppgjör eineltis Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir Skoðun Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Skoðun Vilja Ísland í evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson skrifar Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson skrifar Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Sjá meira
Þann 1. september fékk ég útborgað. Það heyrir ekki til tíðinda hjá launþegum en þessi útborgun gerði mig hugsi. Föstudaginn 31. ágúst sat ég ráðstefnu á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytis um innleiðingu sex nýrra grunnþátta í allt skólastarf. Grunnþættirnir auk annarra breytinga sem kveðið er á um í nýjum lögum um leik-, grunn- og framhaldsskóla valda umbyltingu í öllu skólastarfi. Ég fagna breytingunum en innleiðingarferli er ekki til og fjármagn er óskilgreint. Með öðrum orðum; það fjármagn og sú fræðsla sem þarf til að barnið komist til manns er ekki til staðar. Þetta mun auka það mikla álag sem nú þegar hvílir á kennurum og þeir eiga ekkert að fá borgað fyrir ómakið. Mér var kennt að gera alltaf mitt besta og nýta hvert tækifæri vel en hér er það ekki í boði. Viljum við það? Staðan Ég er háskólamenntuð með meistaragráðu. Ég er framhaldsskólakennari til 15 ára. Ég er í frábæru starfi sem gefur mikið á meðan álagið er eðlilegt. Undanfarin ár hefur álagið aukist svo mikið að undir lok skólaárs finn ég fyrir einkennum kulnunar sem stafar m.a. af þyngri nemendum (álag vegna sértækra örðugleika og vegna annars móðurmáls nemenda er stórlega vanmetið) og aukinnar yfirferðar verkefna vegna stærri hópa. Að auki mun á komandi vikum og mánuðum bætast við undirbúningur og vinna vegna nýrra áherslna í kennslu og innleiðingar nýrrar aðalnámskrár framhaldsskóla. Niðurskurður hefur blóðmjólkað framhaldsskólann og nú er komið að þolmörkum. Framleiðni hans er augljós og mikilvæg. Hann býr ungmenni undir þátttöku í þjóðfélaginu. Hann býr til virka þjóðfélagsþegna og kemur börnunum okkar til manns. Kennarinn kemur beint að borðinu. Án framhaldsskólans og kennaranna væri samfélagið annað en það er. Viljum við það? Ég skulda námslán og hóflegt íbúðasjóðslán. Ég á Skoda frá 2003. Ég bý í 80 fermetra óuppgerðri blokkaríbúð. Ég á einn dreng og við erum tvö í heimili. Ég veit nákvæmlega hversu háa upphæð ég þarf til að standa undir veltu heimilisins. Þannig hef ég fulla stjórn á útgjöldum og innkomu. Ég hef aldrei farið fram á meira en ég þarf, þannig að endar nái saman og ég geti lagt lítilræði fyrir í hverjum mánuði fyrir ófyrirséðum útgjöldum. Ég þarf 400.000 kr. eftir skatt en ég hef 232.110 kr. í ráðstöfunarfé á mánuði. Rökin fyrir því að leggja fram grunnlaun eftir skatt en ekki heildarlaun er staðreynd málsins. Þetta er handbært fé heimilisins. Vegna mín sjálfrar, fjölskyldu minnar, nemenda og vinnuveitanda á ég rétt á því að 100% starfshlutfall nægi til framfærslu. Framhaldsskólakennari í 100% starfi á að geta lifað mannsæmandi lífi og horft stoltur framan í heiminn. Slík er ekki raunin í dag. Núna í upphafi mánaðar stend ég á núlli þegar öll útgjöld eru greidd. Hver á þá að brauðfæða fjölskylduna? Ef þetta er staða mín þá er þetta staða fjölda annarra í þessu þjóðfélagi. Viljum við það?
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Þegar hjarðhegðun skyggir á skynsemi: Tökum upplýsta ákvörðun! Birta María Aðalsteinsdóttir Skoðun