
Nýliðun fyrir hvern?
Þegar stjórnmálamenn tala um nýliðun í greininni sjá þeir fyrir sér syngjandi trillusjómenn haldandi til veiða. Þessi rómantíska sýn á sjávarútveg er eins og að sjá fyrir sér sveitir landsins fullar af fólki – bændur að heyja með ljá og Bjössi á mjólkurbílnum keyrir um á gömlum Ford T, sækir mjólkurbrúsana heim í hlað og flautar í áttina að heimasætunum. En allir vita að þannig er ekki íslenskur landbúnaður í dag og engum dytti í hug að koma með frumvarp þess efnis að hverfa aftur til þess tíma.
Í mínum huga er nýliðun í sjávarútvegi að ungir menn geti farið og menntað sig í vélstjórn eða skipstjórn, komið heim aftur og haft öruggar og góðar tekjur af því að vinna í öruggu starfsumhverfi. Ég þekki þó nokkuð af mönnum sem skuldsettu sig til að kaupa trillu á 7 – 10 milljónir og treysta á að geta veitt frítt í boði ríkisins annaðhvort á strandveiðum eða byggðakvóta. Útgerð þessarra einstaklinga hefur gengið mjög illa og það sem hefur bjargað afkomu þessarra manna og heimila þeirra eru afleysingar á togurum og nótaskipum hér í Fjarðabyggð. Er þetta nýliðun byggð á öruggri afkomu í öruggu starfsumhverfi? Hins vegar vegnar þeim ágætlega sem fyrir áttu trillurnar, skuldlausar, með nokkra tugi milljóna inni á bók eftir kvótasölu. Þessir einstaklingar halda nú frítt til veiða í boði ríkisstjórnarinnar og mér segir svo hugur að þeir muni uppfylla rómantíska sýn Jóhönnu og Steingríms um syngjandi trillukarlana. Og hver veit, kannski ná þeir að selja sig síðan í annað eða þriðja skiptið út úr kerfinu.
Skoðun

Það er kominn tími til...
Birgir Rúnar Davíðsson skrifar

Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland?
Sigurbjörn Svavarsson skrifar

Er píptest rót alls ills?
Davíð Már Sigurðsson skrifar

Vertu bandamaður kæri bróðir!
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Frá frammistöðuvæðingu til farsældar
Helga Þórey Júlíudóttir skrifar

Ísland á að verja með íslenskum lögum
Arnar Þór Jónsson skrifar

Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði
Logi Einarsson skrifar

Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna
Bjarni Jónsson skrifar

Göngum í takt
skrifar

Hverju lofar þú?
Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar

Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar
Svava Þ. Hjaltalín skrifar

Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest?
Ole Anton Bieltvedt skrifar

Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda
Sigurvin Lárus Jónsson skrifar

Fjölgun hjartasjúkdóma og aukið álag á spítalana í boði Carnivore bylgjunnar?
Guðrún Nanna Egilsdóttir,Dögg Guðmundsdóttir skrifar

Allt að vinna, engu að tapa!
Helga Rakel Rafnsdóttir,Margrét M. Norðdahl skrifar

Fiskurinn í blokkunum
Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar

Snýst núverandi staðsetning Reykjavíkurflugvallar um öryggi… eða mögulega eitthvað annað
Daði Rafnsson ,Kristján Vigfússon ,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar

Þegar vald óttast þekkingu
Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar

Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Hverjir eiga Ísland?
Jón Baldvin Hannibalsson skrifar

Komum náminu á Höfn í höfn
Halla Hrund Logadóttir skrifar

Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn
Sigríður Gunnarsdóttir skrifar

Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu
Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar

Tollar – Fyrir hverja?
Valdimar Birgisson skrifar

Þau eru fá en þörfin er stór
Sif Huld Albertsdóttir skrifar

Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri
Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar

Leiðin til helvítis
Jón Pétur Zimsen skrifar

Eitruð kvenmennska
Ása Lind Finnbogadóttir skrifar

Hinn nýi íslenski aðall
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri
Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar