Lífið

Willis faðir í fjórða sinn

Bruce Willis og Emma Heming Willis eru í skýjunum með dótturina.
Bruce Willis og Emma Heming Willis eru í skýjunum með dótturina.
Bruce Willis er orðinn pabbi í fjórða sinn. Hinn 57 ára leikari og eiginkona hans, Emma Heming Willis, eru alsæl með dótturina Mabel Ray Willis sem kom í heiminn 1. apríl. Willis á fyrir dæturnar Rumer, Scout og Tallulah, sem eru 18 til 23 ára, með fyrrverandi eiginkonu sinni Demi Moore.

Willis sagðist eitt sinn í viðtali vera sama þótt hann eignaðist mörg börn eða engin börn með núverandi eiginkonu sinni. „Mig langar í þúsund börn í viðbót eða engin börn. Mér er alveg sama. Mér líður svo vel með Emmu.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.