Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - ÍBV 1-0 Stefán Árni Pálsson skrifar 29. júlí 2012 00:01 Breiðablik vann frábæran sigur á ÍBV, 1-0, á Kópavogsvelli í 13. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu. Nichlas Rohde, nýr leikmaður Breiðabliks, gerði eina mark leiksins en með sigrinum stöðvuðu Blikar sigur göngu ÍBV í deildinni. Liðin voru bæði spræk alveg frá fyrstu mínútunni og ætluðu sér bæði sigur. Það tók samt dágóða stund fyrir liðin að ná inn fyrsta marktækifærinu. Blikar voru gríðarlega ákveðnir og nýi leikmaður liðsins, Nichlas Rohde, kom með mikinn kraft í þeirra leik. Sóknarmenn Blikana voru allir virkilega vinnusamir og tóku fjölmarga spretti. Þessi vinna borgaði sig loksins tíu mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks þegar Nichlas Rohde skoraði fínt mark fyrir Breiðablik í sínum fyrsta leik fyrir félagið. Tómas Óli Garðarsson gaf frábæra fyrirgjöf fyrir lappirnar á Rohde sem stýrði knettinum laglega í netið. Staðan var 1-0 í hálfleik sem var nokkuð sanngjarnt. Blikarnir héldu áfram að vera ákveðnir í upphafi síðari hálfleiksins og spiluðu vel en Eyjamenn en nokkuð vankaðir. Þegar leið á hálfleikinn fóru gestirnir smá saman að komast í takt við leikinn og bæta sinn leik. Besta færi síðari hálfleiksins kom þegar lítið var eftir af leiknum þegar Guðmundur Þórarinsson, leikmaður ÍBV, skaut knettinum í þverslánna en skotið kom beint í aukaspyrnu. Eyjamenn náðu ekki að jafna metin og náðu því Blikar í þrjú gríðarlega mikilvæg stig. Blikar eru því komnir með 19 stig, einu stigi á eftir ÍBV sem á reyndar einn leik til góða á Breiðablik. Ólafur Kristjánsson: Rohde kemur með nýja vídd í okkar sóknarleik.„Ég var mjög ánægður með liðið, við vörðumst, sköpuðum færi og nýtum eitt þeirra," sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, eftir sigurinn. „Ég hefði viljað sjá mína menn setja eitt mark í viðbót og koma okkur í þægilegri stöðu." „Eyjamenn settu mikla pressu á okkur og fengu góða færi en okkar markvörður stóð vaktina vel." „Ég var mjög ánægður með Nichlas Rohde í leiknum hann sýndi mikla vinnusemi og kemur með nýja vídd í okkar sóknar leik, hann var góður í dag líkt að allir leikmenn liðsins." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Ólaf hér að ofan. Magnús Gylfason: Við vorum alveg hreint skelfilegir í fyrri hálfleiknum„Þetta var alveg skelfilegt hjá okkur í kvöld,“ sagði Magnús Gylfason, þjálfari ÍBV, eftir leikinn í dag. „Við byrjuðum leikinn ekki fyrir en í síðari hálfleik og lékum alveg hreint hræðilega í þeim fyrri.“ „Við sköpum færi í síðari hálfleiknum og hefðum alveg getað jafnað leikinn, en það gekk ekki í dag.“ „Ég verð að gefa strákunum smá hrós að ná að rífa sig aðeins upp í restina og setja smá pressu á Blikana en það var bara ekki nóg. Ég hefði viljað ná í eitt stig í þessum leik.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Magnús með því að ýta hér. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Íslenski boltinn Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Íslenski boltinn Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Íslenski boltinn Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Íslenski boltinn Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Golf Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Fótbolti KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Fótbolti Brotið bein og Albert gæti misst af Kósovó og Víkingi Fótbolti Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Fótbolti Fleiri fréttir „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Sjá meira
Breiðablik vann frábæran sigur á ÍBV, 1-0, á Kópavogsvelli í 13. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu. Nichlas Rohde, nýr leikmaður Breiðabliks, gerði eina mark leiksins en með sigrinum stöðvuðu Blikar sigur göngu ÍBV í deildinni. Liðin voru bæði spræk alveg frá fyrstu mínútunni og ætluðu sér bæði sigur. Það tók samt dágóða stund fyrir liðin að ná inn fyrsta marktækifærinu. Blikar voru gríðarlega ákveðnir og nýi leikmaður liðsins, Nichlas Rohde, kom með mikinn kraft í þeirra leik. Sóknarmenn Blikana voru allir virkilega vinnusamir og tóku fjölmarga spretti. Þessi vinna borgaði sig loksins tíu mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks þegar Nichlas Rohde skoraði fínt mark fyrir Breiðablik í sínum fyrsta leik fyrir félagið. Tómas Óli Garðarsson gaf frábæra fyrirgjöf fyrir lappirnar á Rohde sem stýrði knettinum laglega í netið. Staðan var 1-0 í hálfleik sem var nokkuð sanngjarnt. Blikarnir héldu áfram að vera ákveðnir í upphafi síðari hálfleiksins og spiluðu vel en Eyjamenn en nokkuð vankaðir. Þegar leið á hálfleikinn fóru gestirnir smá saman að komast í takt við leikinn og bæta sinn leik. Besta færi síðari hálfleiksins kom þegar lítið var eftir af leiknum þegar Guðmundur Þórarinsson, leikmaður ÍBV, skaut knettinum í þverslánna en skotið kom beint í aukaspyrnu. Eyjamenn náðu ekki að jafna metin og náðu því Blikar í þrjú gríðarlega mikilvæg stig. Blikar eru því komnir með 19 stig, einu stigi á eftir ÍBV sem á reyndar einn leik til góða á Breiðablik. Ólafur Kristjánsson: Rohde kemur með nýja vídd í okkar sóknarleik.„Ég var mjög ánægður með liðið, við vörðumst, sköpuðum færi og nýtum eitt þeirra," sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, eftir sigurinn. „Ég hefði viljað sjá mína menn setja eitt mark í viðbót og koma okkur í þægilegri stöðu." „Eyjamenn settu mikla pressu á okkur og fengu góða færi en okkar markvörður stóð vaktina vel." „Ég var mjög ánægður með Nichlas Rohde í leiknum hann sýndi mikla vinnusemi og kemur með nýja vídd í okkar sóknar leik, hann var góður í dag líkt að allir leikmenn liðsins." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Ólaf hér að ofan. Magnús Gylfason: Við vorum alveg hreint skelfilegir í fyrri hálfleiknum„Þetta var alveg skelfilegt hjá okkur í kvöld,“ sagði Magnús Gylfason, þjálfari ÍBV, eftir leikinn í dag. „Við byrjuðum leikinn ekki fyrir en í síðari hálfleik og lékum alveg hreint hræðilega í þeim fyrri.“ „Við sköpum færi í síðari hálfleiknum og hefðum alveg getað jafnað leikinn, en það gekk ekki í dag.“ „Ég verð að gefa strákunum smá hrós að ná að rífa sig aðeins upp í restina og setja smá pressu á Blikana en það var bara ekki nóg. Ég hefði viljað ná í eitt stig í þessum leik.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Magnús með því að ýta hér.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Íslenski boltinn Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Íslenski boltinn Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Íslenski boltinn Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Íslenski boltinn Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Golf Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig Íslenski boltinn Arnór fái um hundrað og sextíu milljónir fyrir að skrifa nafn sitt Fótbolti KSÍ fær styrk á ný en HSÍ fær langmest Fótbolti Brotið bein og Albert gæti misst af Kósovó og Víkingi Fótbolti Fékk beint rautt fyrir sprenghlægilegan fávitaskap Fótbolti Fleiri fréttir „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Devine til Blika og má spila í kvöld Fimmtán milljón króna hagnaður hjá KSÍ FH safnaði yfir tveimur milljónum fyrir Píeta samtökin Grótta laus úr banni FIFA Þorri mættur í Stjörnuna og ætlar að vinna titla Herra Fjölnir tekur við Fjölni „Púsluspilið gekk ekki upp“ Sjá meira