Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Breiðablik - ÍBV 1-0 Stefán Árni Pálsson skrifar 29. júlí 2012 00:01 Breiðablik vann frábæran sigur á ÍBV, 1-0, á Kópavogsvelli í 13. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu. Nichlas Rohde, nýr leikmaður Breiðabliks, gerði eina mark leiksins en með sigrinum stöðvuðu Blikar sigur göngu ÍBV í deildinni. Liðin voru bæði spræk alveg frá fyrstu mínútunni og ætluðu sér bæði sigur. Það tók samt dágóða stund fyrir liðin að ná inn fyrsta marktækifærinu. Blikar voru gríðarlega ákveðnir og nýi leikmaður liðsins, Nichlas Rohde, kom með mikinn kraft í þeirra leik. Sóknarmenn Blikana voru allir virkilega vinnusamir og tóku fjölmarga spretti. Þessi vinna borgaði sig loksins tíu mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks þegar Nichlas Rohde skoraði fínt mark fyrir Breiðablik í sínum fyrsta leik fyrir félagið. Tómas Óli Garðarsson gaf frábæra fyrirgjöf fyrir lappirnar á Rohde sem stýrði knettinum laglega í netið. Staðan var 1-0 í hálfleik sem var nokkuð sanngjarnt. Blikarnir héldu áfram að vera ákveðnir í upphafi síðari hálfleiksins og spiluðu vel en Eyjamenn en nokkuð vankaðir. Þegar leið á hálfleikinn fóru gestirnir smá saman að komast í takt við leikinn og bæta sinn leik. Besta færi síðari hálfleiksins kom þegar lítið var eftir af leiknum þegar Guðmundur Þórarinsson, leikmaður ÍBV, skaut knettinum í þverslánna en skotið kom beint í aukaspyrnu. Eyjamenn náðu ekki að jafna metin og náðu því Blikar í þrjú gríðarlega mikilvæg stig. Blikar eru því komnir með 19 stig, einu stigi á eftir ÍBV sem á reyndar einn leik til góða á Breiðablik. Ólafur Kristjánsson: Rohde kemur með nýja vídd í okkar sóknarleik.„Ég var mjög ánægður með liðið, við vörðumst, sköpuðum færi og nýtum eitt þeirra," sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, eftir sigurinn. „Ég hefði viljað sjá mína menn setja eitt mark í viðbót og koma okkur í þægilegri stöðu." „Eyjamenn settu mikla pressu á okkur og fengu góða færi en okkar markvörður stóð vaktina vel." „Ég var mjög ánægður með Nichlas Rohde í leiknum hann sýndi mikla vinnusemi og kemur með nýja vídd í okkar sóknar leik, hann var góður í dag líkt að allir leikmenn liðsins." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Ólaf hér að ofan. Magnús Gylfason: Við vorum alveg hreint skelfilegir í fyrri hálfleiknum„Þetta var alveg skelfilegt hjá okkur í kvöld,“ sagði Magnús Gylfason, þjálfari ÍBV, eftir leikinn í dag. „Við byrjuðum leikinn ekki fyrir en í síðari hálfleik og lékum alveg hreint hræðilega í þeim fyrri.“ „Við sköpum færi í síðari hálfleiknum og hefðum alveg getað jafnað leikinn, en það gekk ekki í dag.“ „Ég verð að gefa strákunum smá hrós að ná að rífa sig aðeins upp í restina og setja smá pressu á Blikana en það var bara ekki nóg. Ég hefði viljað ná í eitt stig í þessum leik.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Magnús með því að ýta hér. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fleiri fréttir Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Sjá meira
Breiðablik vann frábæran sigur á ÍBV, 1-0, á Kópavogsvelli í 13. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu. Nichlas Rohde, nýr leikmaður Breiðabliks, gerði eina mark leiksins en með sigrinum stöðvuðu Blikar sigur göngu ÍBV í deildinni. Liðin voru bæði spræk alveg frá fyrstu mínútunni og ætluðu sér bæði sigur. Það tók samt dágóða stund fyrir liðin að ná inn fyrsta marktækifærinu. Blikar voru gríðarlega ákveðnir og nýi leikmaður liðsins, Nichlas Rohde, kom með mikinn kraft í þeirra leik. Sóknarmenn Blikana voru allir virkilega vinnusamir og tóku fjölmarga spretti. Þessi vinna borgaði sig loksins tíu mínútum fyrir lok fyrri hálfleiks þegar Nichlas Rohde skoraði fínt mark fyrir Breiðablik í sínum fyrsta leik fyrir félagið. Tómas Óli Garðarsson gaf frábæra fyrirgjöf fyrir lappirnar á Rohde sem stýrði knettinum laglega í netið. Staðan var 1-0 í hálfleik sem var nokkuð sanngjarnt. Blikarnir héldu áfram að vera ákveðnir í upphafi síðari hálfleiksins og spiluðu vel en Eyjamenn en nokkuð vankaðir. Þegar leið á hálfleikinn fóru gestirnir smá saman að komast í takt við leikinn og bæta sinn leik. Besta færi síðari hálfleiksins kom þegar lítið var eftir af leiknum þegar Guðmundur Þórarinsson, leikmaður ÍBV, skaut knettinum í þverslánna en skotið kom beint í aukaspyrnu. Eyjamenn náðu ekki að jafna metin og náðu því Blikar í þrjú gríðarlega mikilvæg stig. Blikar eru því komnir með 19 stig, einu stigi á eftir ÍBV sem á reyndar einn leik til góða á Breiðablik. Ólafur Kristjánsson: Rohde kemur með nýja vídd í okkar sóknarleik.„Ég var mjög ánægður með liðið, við vörðumst, sköpuðum færi og nýtum eitt þeirra," sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, eftir sigurinn. „Ég hefði viljað sjá mína menn setja eitt mark í viðbót og koma okkur í þægilegri stöðu." „Eyjamenn settu mikla pressu á okkur og fengu góða færi en okkar markvörður stóð vaktina vel." „Ég var mjög ánægður með Nichlas Rohde í leiknum hann sýndi mikla vinnusemi og kemur með nýja vídd í okkar sóknar leik, hann var góður í dag líkt að allir leikmenn liðsins." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Ólaf hér að ofan. Magnús Gylfason: Við vorum alveg hreint skelfilegir í fyrri hálfleiknum„Þetta var alveg skelfilegt hjá okkur í kvöld,“ sagði Magnús Gylfason, þjálfari ÍBV, eftir leikinn í dag. „Við byrjuðum leikinn ekki fyrir en í síðari hálfleik og lékum alveg hreint hræðilega í þeim fyrri.“ „Við sköpum færi í síðari hálfleiknum og hefðum alveg getað jafnað leikinn, en það gekk ekki í dag.“ „Ég verð að gefa strákunum smá hrós að ná að rífa sig aðeins upp í restina og setja smá pressu á Blikana en það var bara ekki nóg. Ég hefði viljað ná í eitt stig í þessum leik.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Magnús með því að ýta hér.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti Fleiri fréttir Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Sjá meira