Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍR 25-28 Stefán Árni Pálsson í Mosfellsbæ skrifar 24. september 2012 15:25 ÍR-ingar komu sáu og sigruðu í Mosfellsbænum í kvöld þegar þeir unnu Aftureldingu, 28-25, í N1-deild karla en gestirnir léku sinn fyrsta leik í efstu deild í nokkur ár. Heimamenn byrjuðu leikinn mun betur og voru virkilega ákveðnir í sínum sóknaaðgerðum. Fljótlega var staðan orðin 8-4 fyrir Aftureldingu og útlitið gott fyrir þá rauðu. ÍR-ingar mættu hreinlega ekki til leiks til að byrja með og virkuðu stressaðir. Þegar leið á fyrri hálfleikinn komust ÍR-ingar meira í takt við leikinn og fóru að spila góðan sóknarleik með Björgvin Hólmgeirsson í farabroddi. Hann lék sérstaklega vel og skoraði mörk úr öllum regnbogans litum. Allt í einu var staðan orðin 10-8 fyrir ÍR og sex mörk frá gestunum í röð staðreynd. Leikurinn var nokkuð jafn næstu mínútur og var því staðan 13-13 í hálfleik. Heimamenn voru einnig sterkari í upphafi síðari hálfleiksins og náðu fljótlega tveggja marka forystu en aldrei voru ÍR-ingar langt undan. Þegar leið á hálfleikinn fóru gestirnir að ná fastari tökum á leiknum og voru á köflum að sýna frábæran sóknarleik. Vörnin small saman og markvarslan í leiðinni. Gestirnir enduðu með að vinna öflugan þriggja marka sigur 28-25 og koma sterkir til leiks í deildinni. Aftureldingarmenn þurfa alls ekki að skammast sín fyrir frammistöðu sína í leiknum og börðust allan leikinn alveg til loka. Þetta verður líklega sögulega jöfn úrvalsdeild í vetur. Björgvin Hólmgeirsson: Sóknin small alveg saman í kvöldmynd/vilhelm„Þetta gekk bara nokkuð vel í kvöld," sagði Björgvin Hólmgeirsson, leikmaður ÍR, eftir sigurinn í kvöld. „Þetta var mjög kaflaskiptur leikurinn í kvöld en við byrjuðum skelfilega. Það var líklega um smá stress að ræða hjá okkur í byrjun leiks og leikurinn var hálfgerður barningur allan tíman". „Við höfum spilað fullt af æfingaleikjum í sumar og erum núna loksins að ná vel saman. Sóknarleikurinn small algjörlega saman í kvöld," sagði Björgvin Hólmgeirsson, sem skoraði tólf mörk í leiknum. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Örn Ingi: Ég á eftir að vinna gamla í veturmynd/vilhelm„Að tapa þessum leik eru mikil vonbrigði en spilamennskan var samt sem áður þokkaleg," sagði Örn Ingi Bjarkason eftir leikinn í kvöld. „Við vorum virkilega kærulausir í lokin og fengum fína möguleika á því að minnka muninn en menn klikkuðu á ögurstundu". „Það er auðvitað virkilega fúlt að tapa fyrir pappa sínum og maður hafði einmitt dreymt um að vinna hann hér í þessu húsi, en það koma aðrir leikir eftir þennan og við eigum eftir að mæta honum á ný í vetur."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að klikka hér. Bjarki: Við höfum verið að bæta okkur gríðarlega síðustu tvær vikurmynd/vilhelm„Það er að sjálfsögðu virkilega sterkt að vinna Aftureldingu sem hefur verið á miklu flugi að undanförnu," sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari ÍR, eftir leikinn. „Við verðum samt að halda okkur niðri á jörðinni en ÍR er bara nýtt lið í efstu deild. Liðið er enn að reyna koma sér saman og menn að kynnast hvor öðrum". „Ég hef fundið það síðustu tvær vikur að liðið er að smella alltaf betur og betur saman og það er gríðarlega jákvætt". „Ég lagði þennan leik bara upp eins og hvern annan leik þrátt fyrir að vera mæta liði þar sem synir mínir eru leikmenn, þetta var samt sem áður nokkuð skrítinn tilfinning," sagði Bjarki að lokum.Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Olís-deild karla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Sjá meira
ÍR-ingar komu sáu og sigruðu í Mosfellsbænum í kvöld þegar þeir unnu Aftureldingu, 28-25, í N1-deild karla en gestirnir léku sinn fyrsta leik í efstu deild í nokkur ár. Heimamenn byrjuðu leikinn mun betur og voru virkilega ákveðnir í sínum sóknaaðgerðum. Fljótlega var staðan orðin 8-4 fyrir Aftureldingu og útlitið gott fyrir þá rauðu. ÍR-ingar mættu hreinlega ekki til leiks til að byrja með og virkuðu stressaðir. Þegar leið á fyrri hálfleikinn komust ÍR-ingar meira í takt við leikinn og fóru að spila góðan sóknarleik með Björgvin Hólmgeirsson í farabroddi. Hann lék sérstaklega vel og skoraði mörk úr öllum regnbogans litum. Allt í einu var staðan orðin 10-8 fyrir ÍR og sex mörk frá gestunum í röð staðreynd. Leikurinn var nokkuð jafn næstu mínútur og var því staðan 13-13 í hálfleik. Heimamenn voru einnig sterkari í upphafi síðari hálfleiksins og náðu fljótlega tveggja marka forystu en aldrei voru ÍR-ingar langt undan. Þegar leið á hálfleikinn fóru gestirnir að ná fastari tökum á leiknum og voru á köflum að sýna frábæran sóknarleik. Vörnin small saman og markvarslan í leiðinni. Gestirnir enduðu með að vinna öflugan þriggja marka sigur 28-25 og koma sterkir til leiks í deildinni. Aftureldingarmenn þurfa alls ekki að skammast sín fyrir frammistöðu sína í leiknum og börðust allan leikinn alveg til loka. Þetta verður líklega sögulega jöfn úrvalsdeild í vetur. Björgvin Hólmgeirsson: Sóknin small alveg saman í kvöldmynd/vilhelm„Þetta gekk bara nokkuð vel í kvöld," sagði Björgvin Hólmgeirsson, leikmaður ÍR, eftir sigurinn í kvöld. „Þetta var mjög kaflaskiptur leikurinn í kvöld en við byrjuðum skelfilega. Það var líklega um smá stress að ræða hjá okkur í byrjun leiks og leikurinn var hálfgerður barningur allan tíman". „Við höfum spilað fullt af æfingaleikjum í sumar og erum núna loksins að ná vel saman. Sóknarleikurinn small algjörlega saman í kvöld," sagði Björgvin Hólmgeirsson, sem skoraði tólf mörk í leiknum. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Örn Ingi: Ég á eftir að vinna gamla í veturmynd/vilhelm„Að tapa þessum leik eru mikil vonbrigði en spilamennskan var samt sem áður þokkaleg," sagði Örn Ingi Bjarkason eftir leikinn í kvöld. „Við vorum virkilega kærulausir í lokin og fengum fína möguleika á því að minnka muninn en menn klikkuðu á ögurstundu". „Það er auðvitað virkilega fúlt að tapa fyrir pappa sínum og maður hafði einmitt dreymt um að vinna hann hér í þessu húsi, en það koma aðrir leikir eftir þennan og við eigum eftir að mæta honum á ný í vetur."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að klikka hér. Bjarki: Við höfum verið að bæta okkur gríðarlega síðustu tvær vikurmynd/vilhelm„Það er að sjálfsögðu virkilega sterkt að vinna Aftureldingu sem hefur verið á miklu flugi að undanförnu," sagði Bjarki Sigurðsson, þjálfari ÍR, eftir leikinn. „Við verðum samt að halda okkur niðri á jörðinni en ÍR er bara nýtt lið í efstu deild. Liðið er enn að reyna koma sér saman og menn að kynnast hvor öðrum". „Ég hef fundið það síðustu tvær vikur að liðið er að smella alltaf betur og betur saman og það er gríðarlega jákvætt". „Ég lagði þennan leik bara upp eins og hvern annan leik þrátt fyrir að vera mæta liði þar sem synir mínir eru leikmenn, þetta var samt sem áður nokkuð skrítinn tilfinning," sagði Bjarki að lokum.Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér.
Olís-deild karla Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Enski boltinn „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Fótbolti Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Fótbolti Valsmenn settu sex gegn Grindavík Íslenski boltinn Fleiri fréttir Íslendingaliðið með stórsigur og á góðu róli Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins „Við vorum yfirspenntar“ Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Sjá meira