Körfuknattleiksmaðurinn J'Nathan Bullock, sem varð Íslandsmeistari með Grindavík á síðustu leiktíð, hefur samið við finnska úrvalsdeildarliðið Karhu. Frá þessu er greint á Karfan.is.
Bullock fetar þar með í fótspor landa síns Giordan Watson sem stýrði leik Grindavíkur á síðustu leiktíð.
Bullock fór á kostum með Grindavík á síðustu leiktíð. Hann skoraði 21,4 stig að meðaltali í leik, tók 9,6 fráköst og var með 22,0 að jafnaði í framlag.
Mikill sjónarsviptir verður af Bullock en þónokkuð er síðan ljóst varð að hann yrði ekki með Grindvíkingum á tímabilinu sem hefst í haust.

