Körfubolti

NBA í nótt: Lakers vann borgarslaginn í Los Angeles

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Blake Griffin og Andrew Bynum berjast um boltann undir körfunni.
Blake Griffin og Andrew Bynum berjast um boltann undir körfunni. Mynd/AP
Þrettán leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt en helst bar sigur LA Lakers á grönnum sínum í LA Clippers, 96-91.

Kobe Bryant fór fyrir sínum mönnum á lokakaflanum en hann skoraði tólf af 24 stigum sínum í leiknum í fjórða leikhluta. Pau Gasol var með 23 stig og tíu fráköst.

Clippers var með forystuna allt fram í fjórða leikhluta en Lakers reyndist sterkari á lokasprettinum og tryggði sér sigurinn.

Þetta var fyrsti sigur Lakers á Clippers en síðarnefnda liðið vann leik leik liðanna fyrr í mánuðinum og tvívegis á undirbúningstímabilinu.

Blake Griffin var með 26 stig og níu fráköst fyrir Clippers en þeir Caron Butler og Mo Williams bættu við sextán stigum hvor.

Góðu fréttirnar fyrir Clippers voru þær að Chris Paul spilaði eftir að hafa misst af fimm leikjum vegna meiðsla. Hann var með fjögur stig og tólf stoðsendingar.

Minnesota vann Dallas, 105-90, þar sem Kevin Love var með 31 stig og tíu fráköst. Dallas hafði unnið sjö heimaleiki í röð fyrir leikinn í nótt og haldið andstæðingumm sínum undir 100 stigum í fimmtán leikjum í röð sem er félagsmet.

Leikmenn Dallas fengu meistarhringa sína afhenda fyrir leikinn.

Miami vann Detroit, 101-98, þar sem LeBron James skoraði 32 stig og síðustu sex stig leiksins sem komu öll af vítalínunni.

Oklahoma City vann sinn tíunda sigur í síðustu ellefu leikjum er liðið vann New Orleans, 101-91. Kevin Durant var með 25 stig.

Úrslit næturinnar:

Philadelphia - New Jersey 90-98

Washington - Charlotte 92-75

Cleveland - New York 91-81

Detroit - Miami 98-101

Chicago - Indiana 90-95

Houston - Milwaukee 99-105

Oklahoma City - New Orleans 101-91

Dallas - Minnesota 90-105

San Antonio - Atlanta 105-83

Utah - Toronto 106-111

Sacramento - Denver 93-122

LA Lakers - LA Clippers 96-91

Golden State - Portland 101-93

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×