Um áhyggjur af mannréttindum Geirs H. Haarde Arnbjörg Sigurðardóttir skrifar 26. janúar 2012 06:00 Nú liggur fyrir Alþingi þingsályktunartillaga þess efnis að afturkalla ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. Bjarni Benediktsson, flutningsmaður tillögunnar, hefur lýst því yfir að hún sé ekki síst til komin vegna umhyggju hans fyrir mannréttindum. Þó að málið sé mikið rætt og um það skrifað þykir mér hafa skort umfjöllun um úrskurð Landsdóms frá 3. október 2011, um kröfu ákærða um frávísun málsins. Ríkt tilefni er þó til að kynna sér úrskurðinn því þar reyndi einmitt fyrst og fremst á það hvort mannréttindi ákærða væru nægilega tryggð. Hér verður tæpt á þeim málsástæðum sem á reyndi og úrlausn Landsdóms þar að lútandi en nálgast má úrskurðinn í heild sinni og aðrar upplýsingar um málið á sakal.is. Ákæra ekki nægilega skýr?Ákærði bar því í fyrsta lagi við að vísa bæri málinu frá þar sem ákæran uppfyllti ekki þær kröfur sem gerðar eru um skýrleika slíkra skjala. Ákæran skiptist í tvo kafla og sá fyrri var í fimm liðum. Landsdómur komst að þeirri niðurstöðu að liðir 1.1 og 1.2 fullnægðu ekki kröfum um skýrleika ákæru og var þeim vísað frá. Sérstaklega var þó tekið fram að eftir sem áður yrði litið á hina almennu lýsingu sem kom fram í lið 1.1 til fyllingar öðrum liðum ákærunnar. Um ákæruliði 1.3, 1.4, 1.5 og 2 sagði að þar væri sakargiftum á hendur ákærða lýst með þeim hætti að ekki léki vafi á hvaða háttsemi það væri sem ákært væri fyrir og hvernig hún væri talin refsinæm að lögum. Málsmeðferðarreglur og refsiheimildir óljósar?Í öðru lagi var byggt á því að reglur um málsmeðferð fyrir Landsdómi væru ekki nógu skýrar og að það sama ætti við um refsiheimildirnar. Af þeim sökum væri ekki tryggt að ákærði fengi notið réttlátrar málsmeðferðar. Þessum röksemdum hafnaði Landsdómur og sagði engan vafa leika á um hvernig skyldi farið með mál, hvorki á Alþingi né eftir að tillaga til þingsályktunar um að mál skyldi höfðað hefði verið samþykkt. Þá sagði að reglur um málsmeðferðina væru lögbundnar og hún fyrirsjáanleg fyrir ákærða. Reglurnar stæðu því ekki í vegi fyrir því að hann fengi notið réttlátrar málsmeðferðar eins og hann ætti rétt á samkvæmt 70. gr. stjórnarskrárinnar og 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Þá var það jafnframt niðurstaða Landsdóms að refsiheimildir, þ.e. tilgreind ákvæði laga um ráðherraábyrgð og almennra hegningarlaga, væru nægilega skýrar til að ákærði gæti haldið uppi vörnum gegn sakargiftum í málinu. Brot gegn jafnræðisreglu að hann skyldi einn ákærður?Í þriðja lagi reisti ákærði kröfu sína um frávísun á því að meðferð Alþingis á tillögu til þingsályktunar um málshöfðun gegn ráðherrum hafi verið verulegum annmörkum háð. Þingnefnd sem undirbjó málið hafi lagt til að höfða mál á hendur fjórum fyrrverandi ráðherrum. Niðurstaða þingsins hafi hins vegar verið sú að höfða skyldi mál á hendur ákærða einum. Þingmenn sem að því stóðu hafi ekki haft frekari gögn til að reisa afstöðu sína á en þingmannanefndin. Þeir hafi því ekki haft málefnalegar forsendur til að víkja frá því mati þingmannanefndarinnar að höfða bæri mál á hendur fjórum mönnum. Með því að ákveða að ákæra hann einan hafi Alþingi brotið gegn 65. gr. stjórnarskrárinnar, þ.e. jafnræðisreglunni. Þessari málsástæðu hafnaði Landsdómur með vísan til þess að í 48. gr. stjórnarskrárinnar sé kveðið á um að alþingismenn séu eingöngu bundnir við sannfæringu sína. Samkvæmt því greiði þeir meðal annars atkvæði um þingmál samkvæmt sannfæringu sinni. Segir svo: „Verður því ekki fallist á að niðurstaða atkvæðagreiðslu á Alþingi 28. september 2010 um þingsályktunartillögu um málshöfðun gegn ráðherrum hafi falið í sér brot á 65. gr. stjórnarskrárinnar þótt niðurstaðan hafi orðið sú að ákærði skyldi einn, af þeim fjórum ráðherrum sem tillagan tók til, sæta ákæru." Ekki við hæfi að Alþingi endurskoði afstöðu LandsdómsTillaga Bjarna Benediktssonar byggir fyrst og fremst á sömu málsástæðum og Landsdómur hefur þegar tekið afstöðu til í ofangreindum úrskurði. Felur tillagan það því í raun í sér að Alþingi endurskoði niðurstöður Landsdóms. Ég held að mér sé óhætt að fullyrða að í Landsdómi sitji einstaklingar sem hafa umtalsvert betri þekkingu á stjórnskipunarrétti og mannréttindum en a.m.k. þorri þingmanna, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Bæði af þeim sökum og vegna grundvallarreglunnar um þrískiptingu ríkisvaldsins verður að telja fráleitt að Alþingi taki efnislega úrlausn Landsdóms til endurskoðunar með þeim hætti sem lagt er til. Þá liggur fyrir að ákærði hefur alla burði til að verjast í málinu; hann hefur prýðisgóðan verjanda sem hefur m.a. notið aðstoðar prófessora í lögum við undirbúning málsvarnarinnar, velunnarar og vildarvinir hafa safnað í sjóð til að greiða málskostnað hans, auk þess sem engin ástæða er til að efast um að Landsdómur kunni mannréttindalögfræði. Sé formanni Sjálfstæðisflokksins annt um réttindi borgaranna, svo sem réttinn til réttlátrar málsmeðferðar, get ég t.d. bent honum á að raunverulegt tilefni er til að hafa áhyggjur af því að efnalítið fólk geti ekki gætt réttinda sinna fyrir dómi vegna þess hve möguleikar á gjafsókn eru takmarkaðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsdómur Skoðanir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Nú liggur fyrir Alþingi þingsályktunartillaga þess efnis að afturkalla ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. Bjarni Benediktsson, flutningsmaður tillögunnar, hefur lýst því yfir að hún sé ekki síst til komin vegna umhyggju hans fyrir mannréttindum. Þó að málið sé mikið rætt og um það skrifað þykir mér hafa skort umfjöllun um úrskurð Landsdóms frá 3. október 2011, um kröfu ákærða um frávísun málsins. Ríkt tilefni er þó til að kynna sér úrskurðinn því þar reyndi einmitt fyrst og fremst á það hvort mannréttindi ákærða væru nægilega tryggð. Hér verður tæpt á þeim málsástæðum sem á reyndi og úrlausn Landsdóms þar að lútandi en nálgast má úrskurðinn í heild sinni og aðrar upplýsingar um málið á sakal.is. Ákæra ekki nægilega skýr?Ákærði bar því í fyrsta lagi við að vísa bæri málinu frá þar sem ákæran uppfyllti ekki þær kröfur sem gerðar eru um skýrleika slíkra skjala. Ákæran skiptist í tvo kafla og sá fyrri var í fimm liðum. Landsdómur komst að þeirri niðurstöðu að liðir 1.1 og 1.2 fullnægðu ekki kröfum um skýrleika ákæru og var þeim vísað frá. Sérstaklega var þó tekið fram að eftir sem áður yrði litið á hina almennu lýsingu sem kom fram í lið 1.1 til fyllingar öðrum liðum ákærunnar. Um ákæruliði 1.3, 1.4, 1.5 og 2 sagði að þar væri sakargiftum á hendur ákærða lýst með þeim hætti að ekki léki vafi á hvaða háttsemi það væri sem ákært væri fyrir og hvernig hún væri talin refsinæm að lögum. Málsmeðferðarreglur og refsiheimildir óljósar?Í öðru lagi var byggt á því að reglur um málsmeðferð fyrir Landsdómi væru ekki nógu skýrar og að það sama ætti við um refsiheimildirnar. Af þeim sökum væri ekki tryggt að ákærði fengi notið réttlátrar málsmeðferðar. Þessum röksemdum hafnaði Landsdómur og sagði engan vafa leika á um hvernig skyldi farið með mál, hvorki á Alþingi né eftir að tillaga til þingsályktunar um að mál skyldi höfðað hefði verið samþykkt. Þá sagði að reglur um málsmeðferðina væru lögbundnar og hún fyrirsjáanleg fyrir ákærða. Reglurnar stæðu því ekki í vegi fyrir því að hann fengi notið réttlátrar málsmeðferðar eins og hann ætti rétt á samkvæmt 70. gr. stjórnarskrárinnar og 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Þá var það jafnframt niðurstaða Landsdóms að refsiheimildir, þ.e. tilgreind ákvæði laga um ráðherraábyrgð og almennra hegningarlaga, væru nægilega skýrar til að ákærði gæti haldið uppi vörnum gegn sakargiftum í málinu. Brot gegn jafnræðisreglu að hann skyldi einn ákærður?Í þriðja lagi reisti ákærði kröfu sína um frávísun á því að meðferð Alþingis á tillögu til þingsályktunar um málshöfðun gegn ráðherrum hafi verið verulegum annmörkum háð. Þingnefnd sem undirbjó málið hafi lagt til að höfða mál á hendur fjórum fyrrverandi ráðherrum. Niðurstaða þingsins hafi hins vegar verið sú að höfða skyldi mál á hendur ákærða einum. Þingmenn sem að því stóðu hafi ekki haft frekari gögn til að reisa afstöðu sína á en þingmannanefndin. Þeir hafi því ekki haft málefnalegar forsendur til að víkja frá því mati þingmannanefndarinnar að höfða bæri mál á hendur fjórum mönnum. Með því að ákveða að ákæra hann einan hafi Alþingi brotið gegn 65. gr. stjórnarskrárinnar, þ.e. jafnræðisreglunni. Þessari málsástæðu hafnaði Landsdómur með vísan til þess að í 48. gr. stjórnarskrárinnar sé kveðið á um að alþingismenn séu eingöngu bundnir við sannfæringu sína. Samkvæmt því greiði þeir meðal annars atkvæði um þingmál samkvæmt sannfæringu sinni. Segir svo: „Verður því ekki fallist á að niðurstaða atkvæðagreiðslu á Alþingi 28. september 2010 um þingsályktunartillögu um málshöfðun gegn ráðherrum hafi falið í sér brot á 65. gr. stjórnarskrárinnar þótt niðurstaðan hafi orðið sú að ákærði skyldi einn, af þeim fjórum ráðherrum sem tillagan tók til, sæta ákæru." Ekki við hæfi að Alþingi endurskoði afstöðu LandsdómsTillaga Bjarna Benediktssonar byggir fyrst og fremst á sömu málsástæðum og Landsdómur hefur þegar tekið afstöðu til í ofangreindum úrskurði. Felur tillagan það því í raun í sér að Alþingi endurskoði niðurstöður Landsdóms. Ég held að mér sé óhætt að fullyrða að í Landsdómi sitji einstaklingar sem hafa umtalsvert betri þekkingu á stjórnskipunarrétti og mannréttindum en a.m.k. þorri þingmanna, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Bæði af þeim sökum og vegna grundvallarreglunnar um þrískiptingu ríkisvaldsins verður að telja fráleitt að Alþingi taki efnislega úrlausn Landsdóms til endurskoðunar með þeim hætti sem lagt er til. Þá liggur fyrir að ákærði hefur alla burði til að verjast í málinu; hann hefur prýðisgóðan verjanda sem hefur m.a. notið aðstoðar prófessora í lögum við undirbúning málsvarnarinnar, velunnarar og vildarvinir hafa safnað í sjóð til að greiða málskostnað hans, auk þess sem engin ástæða er til að efast um að Landsdómur kunni mannréttindalögfræði. Sé formanni Sjálfstæðisflokksins annt um réttindi borgaranna, svo sem réttinn til réttlátrar málsmeðferðar, get ég t.d. bent honum á að raunverulegt tilefni er til að hafa áhyggjur af því að efnalítið fólk geti ekki gætt réttinda sinna fyrir dómi vegna þess hve möguleikar á gjafsókn eru takmarkaðir.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun