Umfjöllun og viðtöl: KR - Grindavík 81-76 Stefán Árni Pálsson í DHL-höllinni skrifar 9. janúar 2012 20:57 KR komst í 8-liða úrslit Powerade-bikarsins í körfubolta þegar þeir unnu flottan sigur, 81-76, á Grindvíkingum í DHL-höllinni í kvöld. Leikurinn var æsispennandi nánast allan tímann og réðust úrslitin ekki fyrir en á loka sekúndum leiksins. KR-ingar voru hreinlega sterkari í fjórða og síðasta leikhlutanum og komust verðskuldað áfram. KR teflir fram þremur nýjum leikmönnum á nýja árinu og litu þeir allir nokkuð vel út í gær. Joshua Brown var atkvæðamestur í liði KR með 27 stig en J'Nathan Bullock skoraði 18 stig fyrir Grindavík. Grindvíkingar voru sterkari aðilinn í upphafi fyrsta leikhluta en þeir komust fljótlega í 8-2. Grindvíkingar héldu áfram uppteknum hætti næstu mínútur og misnotuðu varla skot. Þegar lítið var eftir af fjórðungnum var munurinn tíu stig á liðunum 21-11 fyrir gestina. Heimamenn komu sterkir til baka undir lok leikhlutans og minnkuðu muninn niður í tvö stig 23-21. Heimamenn voru aðeins nokkrar mínútur að komast yfir í leiknum í strax í upphafi annars leikhluta var staðan orðin 27-25 fyrir KR. Jafnræði var á með liðunum út fyrri hálfleikinn og var staðan 45-41 þegar menn gengu til búningsherbergja. Jafnt var nánast á öllum tölum í þriðja leikhlutanum og mikil spenna í leiknum. J'Nathan Bullock, leikmaður Grindvíkinga, var að spila vel og setti hvern þristinn niður á fætur öðrum. KR-ingar voru samt ávallt einu skrefi á undan gestunum og var staðan 65-63 fyrir lokafjórðunginn. Leikurinn hélt áfram að vera spennandi í byrjun fjórða leikhlutans og þegar hann var hálfnaður munaði aðeins tveim stigum á liðunum. Grindvíkingar höfðu náð forystunni og staðan var 71-69 fyrir gestina. Þegar ein mínúta var eftir af leiknum náði spennan hámarki. KR-ingar höfðu eins stigs forystu 75-74 og þakið ætlaði að rifna af húsinu. Þegar 30 sekúndur voru eftir voru KR-ingar með þriggja stiga forystu 77-74. Heimamenn voru sterkari í lokin og náðu að innbyrða frábæran sigur 81-76.Hrafn: Við eigum langt í land en frábær úrslit „Ég er bara ofboðslega glaður með þessi úrslit en síðasta vika er búinn að reyna mikið á liðið,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, eftir sigurinn í kvöld. „Við tókum fjórar æfingar á þremur dögum um helgina og þurftum að vinna í ákveðnum hlutum. Liðið er í raun langt frá því að vera komið á þann stað sem það getur verið á“. „Það er því frábært að komast áfram í þessari keppni svo liðið fái sjálfstraust og geti haldið áfram að bæta sig“. „Mér líst vel á næstu vikur. Liðið er að bæta við sig einu stöðugildi og styrkist mikið við það. Ég var heilt yfir mjög ánægður með nýju leikmennina í liðinu og þeir eiga aðeins eftir að verða betri“. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Hrafn hér að ofan.Helgi: Við ætluðum okkur alla leið í þessari keppni „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur þar sem liðið ætlaði sér alla leið í þessari keppni,“ sagði Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Grindvíkinga, eftir tapið í kvöld. „Við vorum bara ekki nægilega klókir í sókninni undir lok leiksins og sættum okkur bara við léleg skot og í raun tókum við allt of mörg þriggja stiga skot í þessum leik“. „KR-ingar komu mér þannig lagað ekkert á óvart en maður fann einhverja stemmningu með liðinu í kvöld.“ „Við þurfum bara að nota þennan leik til að komast aftur á beinu brautina og einbeita okkur að deildinni, það eru enn tveir titlar í boði og við ætlum okkur að hirða þá báða“. Hægt er að sjá viðtalið við Helga með því að ýta hér. KR-Grindavík 81-76 (21-23, 24-18, 20-22, 16-13)KR: Joshua Brown 27/8 fráköst/7 stoðsendingar, Robert Lavon Ferguson 15/13 fráköst/3 varin skot, Hreggviður Magnússon 13, Dejan Sencanski 10/6 fráköst, Finnur Atli Magnusson 6, Martin Hermannsson 4, Jón Orri Kristjánsson 4/5 fráköst, Emil Þór Jóhannsson 2.Grindavík: J'Nathan Bullock 18/11 fráköst/5 stoðsendingar, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 14/7 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 12, Giordan Watson 11/5 fráköst/7 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 9, Ómar Örn Sævarsson 5/6 fráköst, Þorleifur Ólafsson 5, Björn Steinar Brynjólfsson 2. Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Grindavík | Bítur botnliðið frá sér? Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Sjá meira
KR komst í 8-liða úrslit Powerade-bikarsins í körfubolta þegar þeir unnu flottan sigur, 81-76, á Grindvíkingum í DHL-höllinni í kvöld. Leikurinn var æsispennandi nánast allan tímann og réðust úrslitin ekki fyrir en á loka sekúndum leiksins. KR-ingar voru hreinlega sterkari í fjórða og síðasta leikhlutanum og komust verðskuldað áfram. KR teflir fram þremur nýjum leikmönnum á nýja árinu og litu þeir allir nokkuð vel út í gær. Joshua Brown var atkvæðamestur í liði KR með 27 stig en J'Nathan Bullock skoraði 18 stig fyrir Grindavík. Grindvíkingar voru sterkari aðilinn í upphafi fyrsta leikhluta en þeir komust fljótlega í 8-2. Grindvíkingar héldu áfram uppteknum hætti næstu mínútur og misnotuðu varla skot. Þegar lítið var eftir af fjórðungnum var munurinn tíu stig á liðunum 21-11 fyrir gestina. Heimamenn komu sterkir til baka undir lok leikhlutans og minnkuðu muninn niður í tvö stig 23-21. Heimamenn voru aðeins nokkrar mínútur að komast yfir í leiknum í strax í upphafi annars leikhluta var staðan orðin 27-25 fyrir KR. Jafnræði var á með liðunum út fyrri hálfleikinn og var staðan 45-41 þegar menn gengu til búningsherbergja. Jafnt var nánast á öllum tölum í þriðja leikhlutanum og mikil spenna í leiknum. J'Nathan Bullock, leikmaður Grindvíkinga, var að spila vel og setti hvern þristinn niður á fætur öðrum. KR-ingar voru samt ávallt einu skrefi á undan gestunum og var staðan 65-63 fyrir lokafjórðunginn. Leikurinn hélt áfram að vera spennandi í byrjun fjórða leikhlutans og þegar hann var hálfnaður munaði aðeins tveim stigum á liðunum. Grindvíkingar höfðu náð forystunni og staðan var 71-69 fyrir gestina. Þegar ein mínúta var eftir af leiknum náði spennan hámarki. KR-ingar höfðu eins stigs forystu 75-74 og þakið ætlaði að rifna af húsinu. Þegar 30 sekúndur voru eftir voru KR-ingar með þriggja stiga forystu 77-74. Heimamenn voru sterkari í lokin og náðu að innbyrða frábæran sigur 81-76.Hrafn: Við eigum langt í land en frábær úrslit „Ég er bara ofboðslega glaður með þessi úrslit en síðasta vika er búinn að reyna mikið á liðið,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, eftir sigurinn í kvöld. „Við tókum fjórar æfingar á þremur dögum um helgina og þurftum að vinna í ákveðnum hlutum. Liðið er í raun langt frá því að vera komið á þann stað sem það getur verið á“. „Það er því frábært að komast áfram í þessari keppni svo liðið fái sjálfstraust og geti haldið áfram að bæta sig“. „Mér líst vel á næstu vikur. Liðið er að bæta við sig einu stöðugildi og styrkist mikið við það. Ég var heilt yfir mjög ánægður með nýju leikmennina í liðinu og þeir eiga aðeins eftir að verða betri“. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Hrafn hér að ofan.Helgi: Við ætluðum okkur alla leið í þessari keppni „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur þar sem liðið ætlaði sér alla leið í þessari keppni,“ sagði Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Grindvíkinga, eftir tapið í kvöld. „Við vorum bara ekki nægilega klókir í sókninni undir lok leiksins og sættum okkur bara við léleg skot og í raun tókum við allt of mörg þriggja stiga skot í þessum leik“. „KR-ingar komu mér þannig lagað ekkert á óvart en maður fann einhverja stemmningu með liðinu í kvöld.“ „Við þurfum bara að nota þennan leik til að komast aftur á beinu brautina og einbeita okkur að deildinni, það eru enn tveir titlar í boði og við ætlum okkur að hirða þá báða“. Hægt er að sjá viðtalið við Helga með því að ýta hér. KR-Grindavík 81-76 (21-23, 24-18, 20-22, 16-13)KR: Joshua Brown 27/8 fráköst/7 stoðsendingar, Robert Lavon Ferguson 15/13 fráköst/3 varin skot, Hreggviður Magnússon 13, Dejan Sencanski 10/6 fráköst, Finnur Atli Magnusson 6, Martin Hermannsson 4, Jón Orri Kristjánsson 4/5 fráköst, Emil Þór Jóhannsson 2.Grindavík: J'Nathan Bullock 18/11 fráköst/5 stoðsendingar, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 14/7 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 12, Giordan Watson 11/5 fráköst/7 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 9, Ómar Örn Sævarsson 5/6 fráköst, Þorleifur Ólafsson 5, Björn Steinar Brynjólfsson 2.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Geðveikt að sjá þennan bláa vegg“ Handbolti Gæti enn allt farið fjandans til með fjögurra marka tapi Handbolti Sér eftir því sem hann sagði Enski boltinn Mikilvægir McDonalds borgarar eftir leik: „Biðin hverrar mínútu virði“ Handbolti Hrósuðu Viggó í hástert: „Hann er svo verðmætur“ Handbolti „Aron er betri handboltamaður en Óli Stef“ Handbolti Myndasyrpa frá sigrinum sem kom Íslandi einu skrefi nær átta liða úrslitum Handbolti HM í dag: Þetta er heimsklassa lið Handbolti Svona fögnuðu Strákarnir okkar inni í klefa Handbolti „Slakiði á maður, eru þið ruglaðir?“ Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Tindastóll - Grindavík | Bítur botnliðið frá sér? Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Uppgjörið: Valur - Aþena 63-61 | Sluppu með sigur í sögulegum leik Curry bauð gömlu konunni á leik með sér Valur og Keflavík í undanúrslit Uppgjörið: KR - Njarðvík 116-67 | KR-ingar kjöldrógu Njarðvík og fara í undanúrslit „Óvirðing af hæstu stærðargráðu“ „Þeim líður vel að hafa hann í kringum sig“ Pavel stakk upp á áhugaverðum skiptum Kominn úr banni en gleðin enn týnd Ægir: Mjög stórt fyrir klúbba að komast í þessa leiki Uppgjör og viðtöl: Álftanes - Stjarnan 88-100 | Stjarnan á leið í undanúrslit enn einu sinni Uppgjörið: Ármann - Hamar/Þór 65-94 | Ármenningar engin fyrirstaða Þykir vænst um Skallagrím: „Ástæðan fyrir því að ég er hérna“ Er Jokic bara að djóka? Elvar næst stigahæstur í háspennu sigri Grindavík marði Stjörnuna í lokin „Erum með samfélag sem trúir á okkur“ Njarðvíkingar kláruðu Stólana í lokin Uppgjörið: Þór Ak. - Haukar 94-87 | Þórsarar á leið í undanúrslit annað árið í röð Búnir að fá nóg af stælunum í Grindvíkingum Uppgjörið: Haukar - Tindastóll 100-99 | Sigur í fyrsta heimaleik Friðriks Inga Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 107-98 | Njarðvíkingar unnu Öllaslaginn „Mjög margir sem voru að gera frábæra hluti fyrir okkur“ Sjá meira