Enski boltinn

Maradona vill sjá Aguero hjá Real Madrid

Stefán Árni Pálsson skrifar
Maradona og Aguero saman á landsliðsæfingu um árið.
Maradona og Aguero saman á landsliðsæfingu um árið. Mynd. / Getty Images
Argentínska goðsögnin Diego Maradona hefur ráðlagt framherjarnum Sergio Aguero, leikmanni Manchester City, að ganga til liðs við spænsku risana í Real Madrid.

Maradona telur að leikmaðurinn komist á næsta stig við að fara til Real Madrid. Hann sagði ávallt við hann á sínum tíma að fara ekki til Manchester City og velja frekar spænska stórveldið en Aguero hefur greinilega ekki hlustað á tengdaföður sinn.

Aguero er giftur dóttir Maradona og því eru þeir mjög nánir.

„Aguero verður að fá að spila með Real Madrid. Ef hann fer til þeirra þá loksins fær hann sitt stóra tækifæri á að verða einn af þeim allra bestu," sagði Maradona.

„Þrátt fyrir að hann sé að leika vel hjá City og virðist líka vel við dvölina þar þá tel ég að hann hafi gert mistök."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×