Enski boltinn

Fowler gæti gengið til liðs við Blackpool

Stefán Árni Pálsson skrifar
Robbie Fowler þegar hann lék í Ástralíu.
Robbie Fowler þegar hann lék í Ástralíu.
Robbie Fowler, fyrrum leikmaður Liverpool, hefur gefið það í skyn í breskum fjölmiðlum að hann gæti gengið til liðs við Blackpool á allra næstu dögum.

Þessi 36 ára leikmaður hefur æft með liðinu undanfarið eftir að félagsskipti hans í indversku úrvalsdeildina fóru í vaskinn.

Ian Holloway, knattspyrnustjóri Blackpool, hefur verið gríðarlega ánægður með Fowler á æfingum og telur sig geta notað leikmanninn til að styrkja framlínu liðsins.

„Ég hafði ekki sparkað í bolta í sex vikur og því var ég nokkuð ryðgaður. Ég er samt í mjög góðu líkamlegu formi og get vel tekið þátt í öllu."

„Ég veit í raun ekki hvernig þetta mun þróast, þetta hefur allt gerst svo hratt. Ég byrjaði að æfa með Blackpool á fimmtudaginn og gæti alveg samið við félagið í þessari viku," sagði Fowler.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×