Enski boltinn

Guardiola efstur á óskalistanum hjá Abramovich

Stefán Árni Pálsson skrifar
Guardiola
Guardiola Mynd. / Getty Images
Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Barcelona, ku vera maðurinn sem Roman Abramovich, eigandi Chelsea, ætlar að leggja allt kapp á að ráða í sumar en félagið rak Andre-Villas Boas í morgun.

Næsti maður sem tekur við liðinu verður áttundi knattspyrnustjórinn sem Roman ræður til liðsins frá því að hann keypti félagið.

Guardiola er ekki með langtíma samning við Barcelona og því eru ákveðnir möguleikar í stöðunni fyrir enska félagið.

Guardiola hefur einnig gefið það í skyn að undanförnu að tími hans hjá Barcelona gæti verið kominn á endastöð.

Roberto di Matteo mun stýra liðinu út leiktíðina en það er fróðlegt sumar í vændum hjá Chelsea. Leikmannahópurinn mun vafalaust taka einhverjum breytingum og nýr maður kemur að öllum líkindum í brúna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×