Enski boltinn

Szczesny: Ég hata Tottenham

Szczesny hefur verið frábær með Arsenal í vetur.
Szczesny hefur verið frábær með Arsenal í vetur. Mynd. / Getty Images
Markverðinum Wojciech Szczesny hjá Arsenal hefur verið títtrætt um hversu mikilvægt það er fyrir liðið að enda fyrir ofan erkifjendurna í Tottenham í ensku úrvalsdeildinni.

Arsenal niðurlægði lið Tottenham um síðustu helgi, 5-2, á Emirates-vellinum og minnkaði muninn milli liðanna niður í sjö stig.

Szczesny virðist líka virkilega illa við Tottenham og talar um hatur sé á milli þessara klúbba.

„Ég trúi því innilega að lið okkar sé það gott að við eigum að berjast um alla titla í framtíðinni. Við þurfum að ná í Meistaradeildarsætið í ár og líta svo björtum augum framávið."

„Eins og er erum við í fjórða sætinu en eftir leikinn gegn Tottenham þá eru möguleikar okkar góðir."

„Það er metnaður minn að enda fyrir ofan Tottenham í deildinni bara af þeirri ástæðu að ég hata þann klúbb."

„Aðdáendur okkar hafa gengið í gegnum margt að undanförnu en það bætti upp fyrir mikið þegar við lögðum Tottenham sannfærandi að velli."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×