Enski boltinn

Fulham niðurlægði Wolves á Craven Cottage

Stefán Árni Pálsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Fulham gjörsamlega valtaði yfir lánlaust lið Wolves, 5-0, í dag þegar liðin mættust á Craven Cottage, heimavelli Fulham.

Maður leiksins var án efa Pavel Pogrebnyak, leikmaður Fulham, en hann gerði sér lítið fyrir og skoraði þrjú mörk. Leikmaðurinn hefur farið mikinn fyrir Fulham að undanförnu og reynst þeim mikill happafengur frá því að hann kom til liðsins í janúar.

Bandaríkjamaðurinn Clint Dempsey skoraði tvö mörk fyrir Fulham en Wolves átti hreinlega aldrei möguleika í leiknum. Eggert Gunnþór Jónsson sat allan leikinn á bekknum fyrir Wolves en útlitið er að verða virkilega dökkt fyrir Úlfana.

Fulham er í áttunda sæti deildarinnar með 36 stig jafn mörg stig og Liverpool sem er í sjöunda sæti. Wolves er aftur á móti í 18. sæti 22 stig og með svona frammistöðu eins og í dag fer liðið rakleitt niður í 1. deild.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×