Enski boltinn

Newcastle og Sunderland skildu jöfn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Sunderland og Newcastle gerðu 1-1 jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í dag en Sunderland má vera þakklátt fyrir stigið.

Sunderland byrjaði leikinn betur og komust yfir eftir rúmlega tuttugu mínútna leik er Nicklas Bendtner skoraði úr vítaspyrnu.

Newcastle tók þá öll völd á vellinum og jöfnunarmarkið lá lengi vel í loftinu. Þegar um hálftími var eftir af leiknum fékk Stéphane Sessegnon, leikmaður Sunderland, að líta rauðaspjaldið fyrir að slá til leikmanns Newcastle.

Tíu mínútum fyrir leikslok fékk Newcastle síðan dæmda vítaspyrnu og loksins virtist jöfnunarmarkið ætla að koma.

Demba Ba steig á punktinn en Simon Mignolet varði spyrnuna. Newcastle hélt áfram að þjarma að marki Sunderland og náði náðu loksins að jafna metinn á 90. mínútu þegar Shola Ameobi skoraði ágætt mark. Niðurstaðan því 1-1 jafntefli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×