Erlent

Kókaín fannst í blóði Whitney Houston

Andlát söngkonunnar Whitney Houston var slys. Dánarorsökin liggur ljós fyrir, Houston drukknaði í baðkari á herbergi sínu á Beverley Hilton hótelinu í Los Angeles.

Þetta kemur fram í líkskoðunarskýrslu sem gerð hefur verið opinber. Í skýrslunni kemur fram að kókaín fannst í blóði Houston sem og marijúana og ýmis önnur lyf. Er kókaínið m.a. talið hafa átt þátt í þessu slys ásamt hjartasjúkdómi sem Houston glímdi við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×